Færsluflokkur: Dægurmál
8.4.2017 | 08:58
Var ekki farið af stað með þetta verkefni sem einkaframkvæmd?
Er ekki rétt, að þeir sem hvað harðast gengu fram í þessu verkefni, axli nú abyrgð og finni fjármagnið sem vantar.
Ekki er ásættanlegt að láta ríkið lána í verk, sem flumbrast var á stað með, verk sem ekki var tilbúið í útboð, verk þar sem rannsóknum var verulega ábótavant.
![]() |
Ríkið láni Vaðlaheiðargöngum 4,7 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.1.2017 | 08:58
Verða ósanndi grunnurinn að nýrri ríkisstjórn?
Enn og aftur er farið að japla á því, að hefja aðildarviðræður við ESB, núna á að kjósa um hvort eigi að fara í þá vegferð.
Marg oft hefur það þó komið fram, að við þurfum að sækja um inngöngu, ekki að spjalla um hvað er í boði, ekki kíkja í pakkana.
------------
Því er eingöngu hægt að kjósa um:
Vilt þú að Ísland gangi í ESB
_ Já
_ Nei
----------
Þegar þjóðin hefur svarað þessari spurningu, þarf ekki að fara í þá ógeðfeldu vegferð, að plata kjósendur til að vera með í að kíkja í pakkana, eða ræða málið um inngöngu.
Annað hvort sækir þú um að gerast Frímúrari eða ekki. Reglur Frímúrara gilda. Þar er ekki um það að ræða að semja.
Það sama er upp á teningnum við ESB. Vilt þú að Ísland gangi í ESB?
![]() |
Þjóðaratkvæði um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2016 | 21:18
Breyta þarf landslögum...
..þannig að einungis sé kosið á fjögurra ára fresti. Falli ríkisstjórnin, verða hinir að mynda starfhæfa ríkisstjórn, sem þá situr fram að næstu kosningum, eða fellur.
Það myndi setja pressu á þingheim, að vera ekki að leika sér með pólitískan eld í púðurtunnu svikinna loforða.
![]() |
Dómadagsvitleysa að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.12.2016 | 21:15
Hverjir stilltu Framsóknarflokknum upp við vegg?
Í aðdragand linnulausrar og ósanngjarna árása á Sigmund Davíð Gunnlaugsson og brotthvarfs hans úr stóli forsætisráðherra var gerð krafa um stjórnarslit eða a.m.k. nýjar kosningar í haust. Framsóknarflokkurinn varð að beygja sig undir ofríki Sjálfstæðisflokksins
Nú er uppskeran eins og til var sáð. Glundroði og stjórnarkreppa í augsýn.
Hvernig geta vel hugsand menn, trúað því í fullri alvöru, að vinstra liðið geti sameinast í ríkisstjórn. Fyrst þurfa þeir að sanna að geta starfað í einum flokki til þess að það sé hægt að ætlast til meiri samstöðu. VG er klofin í herðar niður um þessar mundir, og tímaspursmál hvenær það verði gengið frá lögskilnaði á þeim bænum. Ekki lagast ástandið við það.
![]() |
Færri flokka stjórn betri kostur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2016 | 13:03
Var Sigmundur Davíð sá eini í Panamaskjölunum?
Hvað með Bjarna Benediktsson?
Hvað með Ólöfu Nordal?
Hvað með Vilhjálm Þorsteinsson?
Hverjir voru fleiri í Panamaskjöunum?
![]() |
Kannast ekki við gagnrýni á Katrínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2016 | 11:24
Stjórnarmyndun, - hráskinnaleikur.
Mögnuð framkoma við Framsóknarflokkinn. Margir flokkar setja það sem skilyrði að Framsóknarflokkurinn verði ekki með í ríkisstjórn. Sérstaklega er það athyglivert í ljósi þess að Sigmundur Davíð leiðir ekki flokkinn eins og er, en það eitt var sumum þingmönnum nægjanlegt tilefni, að fá hnakkahárin að rísa. Eftir formannsskiptin komu nokkrar meldingar frá þingmönnum.
Össur (Skarphéðinsson) sagði allt annað að vinna með Sigurði Inga en Sigmundi Davíð, forsætisráðherrann nú bæri virðingu fyrir þinginu, hins vegar ætti stjórnin í miklum innanhúsátökum http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/08/08/i-dag-er-stadan-thannig-ad-thessi-rikisstjorn-er-dead-man-walking-hun-er-daud/
...sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í þættinum Sprengisandi að starfið á Alþingi hefði gengið vel í fjarveru hans (Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar). http://nutiminn.is/bendir-thetta-bros-til-thess-ad-sigurdur-ingi-aetli-i-formannsframbod-gegn-sigmundi-david/
Með nýju fólki í Framsóknarflokknum, hefði átt að koma nýtt viðmót andstæðinganna í pólitíkinni, í framhaldi af hvernig sama fólkið fjallaði um formannsskiptin. En nei, það var borin von að vænta úr þeirri átt, - þroskaðri umræðu.
En á meðan eineltið og pólitískur rasismi ræður áfram för kjörinna fulltrúa, er ekki að vænta virðingar almennings til Alþingismanna.
![]() |
Hörð gagnrýni á formann VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2016 | 10:37
Krossfestingin afstaðin. Nýr kafli " Upprisan"
Eitt það dapurlegasta sem maður hefur orðið vitni að, undndanfarin missiri, er aðförin að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem ekki er hægt annað en að flokka sem einelti.
Þar hafa fréttamenn RÚV farið fyrir hópi hrópenda, gegn fyrrverandi forsætisráðherra og endaði sú aðför með því að Sigmundur varð að láta í minni pokann fyrir Svartstökkum Framsóknarflokksins, sem aldrei gátu sætt sig við að almennur framsóknarmaður gæti haft skoðun í flokknum, hvað þá að ráða einhverju hvað þar fer fram.
Svartstakkar Framsóknarflokksins fylgja ekkert frekar hugsjónum eða lögmálum samvinnustefnunnar eða Framsóknarflokksins. Þeir flögra út og suður og teygja stefnu flokksins í þær áttir sem hentar þeim í hvert sinn.
Þá skiptir engu hverjum blæðir, þar helgar meðalið eingöngu tilganginn og greinilegt að aðförin að SDG hefur ekki verið þeim sérstaklega þungbær né markmiðum þeirra sérlega andsnúin.
Sárast er hins vegar að sjá samherja hans í pólitík, leggjast eins lágt og þeir gerðu, í Háskólabíó á sunnudaginn, með og fylkja sér í flokk þeirra, sem af mestri óbilgirni hafa barið á SDG.
Svo hljóta stóru spurningingarnar að vera:
Af hverju er RÚV svona í nöp við Sigmund Davíð?
Af hverju fjallaði RÚV ekki meira um Bjarna Benediktsson og eignir hans í útlöndum?
Af hverju fjallaði RÚV ekki meira um Ólöfu Nordal og eignir hennar í útlöndum?
Af hverju fjallaði RÚV ekki meira um Steingrím J Sigfússon og viðsnúning VG í máli ESB?
Af hverju fjallaði RÚV ekki meira um Katrínu Jakobsdóttur og að "kíkja í pakkann" hjá ESB?
RÚV biðst afsökunar þegar fréttastofan fer rangt með nafn einhvers viðmælenda, sem er rétt og sanngjarnt að gera, þegar farið er með rangt mál.
Hefur RÚV, svo mikið sem íhugað, að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson afsökunar á að hafa ítrekað farið rangt með staðreyndir í hans tilfelli?
Nú er bara að vona að sárin grói fljótt og að Sigmundur rísi tvíefldur upp og sýni Svartstökkum Framsóknarflokksins, - hvar Davíð keypti ölið.
![]() |
Sigmundur áfram oddviti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2016 | 23:56
Hafði trú á Sigurði Inga....en....
...nú þegar hann fer fram, þvert á það sem hann hafði áður gefið í skyn, neita ég því ekki, að á mann renna tvær grímur.
Það er landlægt meðal krata, að skipta út formanni, í von um betra gengi. Síðasta útskipting þeirra virðist hins vegar hafa misheppnast, ef marka má skoðanakannanir.
Ég held að þetta framboð SIJ sé eingöngu til þess fallið að skemmta skrattanum rækilega og kljúfa Framsóknarflokkinn í herða niður og gera kosningar auveldar fyrir andstæðinga hans.
Skemmtileg afmæligjöf það, - eða hitt þó heldur.
![]() |
Sigmundur ekkert hrópandi kátur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 24.9.2016 kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.9.2016 | 17:31
Engin lausn að skipta um formann.
Í fótbolta viðgengst það að skipta um þjálfara ef liðið stendur ekki undir væntingum.
Í útgerðinni er skipt um kallinn í brúnni ef ekki fiskarst.
Í sumum stjórnmálaflokkum viðgengst að skipta um formann, ef flokkurinn dalar í könnunum.
Stundum gefst þetta stundum ekki.
Kratar hafa oft skipt um formann í gegnum tíðina og jafnvel nafn, en það hefur litlu sem engu skilað til lengdar.
Háværi raddir gerast nú innan Framsóknarflokksins, um að skipta um formann. Einhverjir eru að fara á taugum vegna umfjöllunar RÚV, sem flestir flokka nú undir eineldi á núverandi formann flokksins.
Mesti styrkur flokksins er að fara í gegnum næstu kosningar án stórra breytinga í forustuliðinu og sýna þannig RÚV og öðrum andstæðingum flokksins, að það eru flokksmenn sem velja í æðstu embætti í flokknum, ekki andstæðingar hans.
Nú er mikilvægt að menn dragi djúpt andann, gangi samstíga til verka, því það er samstaðan sem gildir, dagsformið og liðsheildin.
Að fara í harðan formannsslag núna gerir einungis þrennt.
1. Það skemmtir fréttastofu RÚV og öðrum andstæðingum Framsóknarflokksins.
2. Að óeining og vantraust grefur um sig og veikir flokkinn verulega fyrir kosningar.
3. Það eykur stórlega líkur á klofningi og/eða að margir segi sig úr flokknum.
Eftir kosningar taka menn svo stöðuna í ró og næði.
Koma tímar, koma ráð.
![]() |
Metur stöðu sína innan flokksins góða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2016 | 00:08
Dýraníð. Hver er skilgreining Haga?
Forstjóri Haga áttar sig greinilega ekki á því, að eitt er samningur við bændur og annað er dýraníð. Einkennilegt að til séu þingmenn, sem ekki átta sig á því heldur.
Það er ekkert samhengi þar á milli framleiðslusamnings og dýraníðs.
Dýraníð er lögbrot, og ef erfitt er að stöðva það, eins og dæmin sanna, er það vegna þess að lögin eru gölluð. Það ætti því að vera þingmönnum hæg heimatökin að kippa því í liðinn.
Fyrir forstjóra Haga, er rétt að benda á það, að dýraníð er viðtækara en einungis hvað varðar þann bústofn, sem fyrirtæki hans selur afurðir af.
Hvað með hunda og ketti. Eigendur þeirra hafa orðið uppvísir að fara illa með dýrin sín og það er því miður ekki eingöngu við þessar dýategundir.
Níð á aldrei að líðast, sama hvaða lífvera á í hlut.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)