Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Kjarnorkuver á Fljótsdalshéraði

Á fundi sveitastjórnar í Múlaþingi 14. des. 2022 fór fram mögnuð umræða um orkumál og má segja að hún sé í beinu framhaldi af trúarbragðastríði vindorkugeirans á heilbrigða skynsemi Íslendinga, vegna orkumálum þjóðarinnar.  Ítrekað er búið að vara við slíkum framkvæmdum m.a. vegna sjón-, hávaða- og örplastmengunar.

Þá hefur verið nefndir gríðarlegir flutningar á steypu- og járnbindingaefnum um langan veg með tilheyrandi olíu útblæstri skipa og trukka, við að koma þessu efni í orkugarðana.  Samsvarandi mengun verður af því að koma vindmillum til landsins, sem að loknum líftíma þeirra kallar þar að auki á mjög erfiða förgun spaðanna.  Ending þeirra er jafnframt takmörkuð vegna þess að rigning tætir þá upp og lífríkið bíður skaða af örplasti frá þeim út í náttúruna.

Lausn framleiðanda spaðanna er að mála þá reglulega.  Það er sérleg sannfærandi í roki og rigningu eða slyddu.  Ekki verður það árennilegra í norðan garra og snjókomu.

Ótrúlegt hve margir eru til í að trúa slíkum skröksögum um vindorkuver á Íslandi.  Bakkabræður trúðu því að það væri hægt að bera sólarljósið í bæinn í skjólum.  Ætt þeirra bræðra er greinilega fjölmennari en nokkurn uggði.

Svo er annar vinkill á þessari tillögu.  Ríkisstjórnin virðis sammála því að raforka á Íslandi sé framleidd með kjarnorku, þó ekkert kjarnorkuver sé á Íslandi.  Það er einn furðulegur angi af ESB samþykktum.

Í Bændablaðinu 23.8.2018, er fjallað um að 87% af raforku á Íslandi sé framleidd með kjarnorku, kolum, olíu og gasi.

„Frá því í desember 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir raforku. Það ár voru seldir slíkir papp­írar sem námu um það bil 2 teravattstundum [TWst] vegna raforku­framleiðslu á Íslandi en heildarframleiðslan nam 16,8 TWst. Nú er salan komin í nær 17 terawattstundir, eða um 87% af  rúmlega 19 TWst framleiðslu samkvæmt gögnum Orku­stofnunar.

Samkvæmt gögnum sömu stofnunar var  nánast öll raforku­framleiðsla frá endur­nýjanlegum orkugjöfum árið 2011. Úr jarðvarma 27% og vatnsorku 73% en einungis 0,01% er framleidd með jarðefnaeldsneyti.  Meirihluti raforku í Evrópu átti hins vegar uppruna sinn í jarðefnaeldsneyti og kjarnorku“

https://www.bbl.is/frettir/87-raforku-a-islandi-sogd-framleidd-med-kjarnorku-kolum-oliu-og-gasi

Takið eftir  því að sem stendur hér að framan „Samkvæmt gögnum sömu stofnunar var  nánast öll raforku­framleiðsla frá endur­nýjanlegum orkugjöfum árið 2011.  Samt er bent á að á Íslandi sé 87% af orkunni ekki framleidd á vistvænan hátt.  Þetta er með vitund ríkisstjórnarinnar að einhverjir „góðvinir“ hennar hafi leyfi til að verðfella hreinleika íslenskrar orku.  Rúsínan í pylsuendanum er að gegn „vægu gjaldi“ er hægt að fá hreinleikavottorð, náðug samlegast, ef einhver telur þess þurf til að auka verðmæti framleiðslu sinnar.

Hverslags siðferði er þetta sem þrífst í skjóli yfirstjórnarinnar á Íslands?

Tillagan, sem er tær snilld:

„Fýsileikakönnun varðandi uppsetningu og rekstur kjarnorkuvers

Fyrir liggur erindi frá sveitarstjórnarfulltrúa Helga Hlyni Ásgrímssyni varðandi það að á vegum sveitarfélagsins verði unnin fýsileikakönnun varðandi mögulega staðsetningu kjarnorkuvers innan sveitarfélagsins.“

Liður 17 í fundargerð https://www.mulathing.is/is/stjornsysla/sveitarstjorn-rad-og-stjornir/fundargerdir/sveitarstjorn-mulathings/383

Á Fljótsdalshéraði er engin teljandi náttúruvá sem gæti haft áhrif á rekstur kjarnorkuvers, það er mun tryggari í rekstri en vindmyllur og mengun frá slíku er hverfandi.  Þessi tillaga er því í rökréttu framhaldi af kröfu um orkuskipti og mun einnig ríma bærileg við opinber gögn um að raforka á Íslandi er framleidd með kjarnorku.  Því næst er að finna orkuverum stað, sem drifin eru áfram á olíu, gasi og kolum. 

Þá loksins færi saman hljóð og mynd úr stúdíóinu við Austurvöll


 

 

 


Hvar er friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna?

Á síðu Félags Sameinuðu þjóðanna UNA ICELAND má lesa eftirfarandi:

„Einn megintilgangur Sameinuðu þjóðanna er að standa vörð um heimsfriðinn. Stofnsáttmálinn gerir þá kröfu til hvers aðildarríkis að það leitist við að jafna deilur og ágreining eftir friðsamlegum leiðum og forðist hótanir og valdbeitingu í garð annarra ríkja.

Í áranna rás hafa Sameinuðu þjóðirnar gegnt lykilhlutverki við að afstýra hættuástandi í heiminum og leysa langvarandi átök og deilur. Þær hafa stýrt flóknum aðgerðum á borð við friðarumleitanir, friðargæslu og mannúðaraðstoð. Samtökin hafa unnið að því að koma í veg fyrir að átök brjótist út. Í kjölfar átaka hafa þau í æ ríkara mæli reynt að ráðast að rótum styrjalda og leggja grunn að varanlegum friði.

Afskipti Sameinuðu þjóðanna hafa skilað stórkostlegum árangri. Samtökin áttu þátt í að leysa Kúbudeiluna 1962 og deilur Araba og Ísraelsmanna 1973. Árið 1988 urðu friðarsamningar, sem komust á fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna, til þess að endi var bundinn á stríðið milli Írana og Íraka. Árið 1989 leiddu samningaviðræður á vegum Sameinuðu þjóðanna til þess að sovéskar hersveitir voru kvaddar heim frá Afganistan.

https://www.un.is/stadreyndir/fridarstarf/

Hver er staðan nú hjá SÞ þegar óöld í boði Pútín í Úkraínu ógnar heimsfriðnum?

Er eitthvað í gangi hjá SÞ?

Getur einhver upplýst um það?


mbl.is „Sókn Pútíns er föst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dómadagsruglið hjá ESB-mafíunni,,,,,

...hótanir, yfirgangur og þvinganir eina ferðina enn ef ekki er farið að gerræðislegu ofríki sambandsins.  Þetta heitir frekjustjórnun, sem reynt er að venja óþekka krakkagemlinga snarlega af.

Vona að aldrei verði farið í að tengja Ísland meira við Evrópu en nú er orðið, hvorki efnahagslega né með rafstreng.

Sjálfstæði okkar er of dýrmætt til að láta sér detta í hug að rétta þessu gengi litla fingurinn, hvað þá meira.

 


mbl.is Vilja banna íslenskan lax í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband