Breyta þarf landslögum...

..þannig að einungis sé kosið á fjögurra ára fresti.  Falli ríkisstjórnin, verða hinir að mynda starfhæfa ríkisstjórn, sem þá situr fram að næstu kosningum, eða fellur.  

Það myndi setja pressu á þingheim, að vera ekki að leika sér með pólitískan eld í púðurtunnu svikinna loforða.


mbl.is „Dómadagsvitleysa“ að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sammála Benidikt V.W. En það þarf líka að setja reglu um hámarks fjölda flokka sem fái sæti á Alþyngi.  Hámark fjórir til að byrja með, til að reyna að skapa vinnu frið.  Ef það dugar ekki þá á að fækka þeim í þrjá.  

Hrólfur Þ Hraundal, 14.12.2016 kl. 22:26

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Hrólfur.

Á íslandi þarf flokkur að ná 5% í heildarfylgi til að teljast með.  Spurningin er hvort ekki eigi að hækka þetta í 7.5% eða meira til að sía út lélegustu framboðin.

Ómar Ragnarsson þolir ekki þessa 5% reglu, "5% þröskuldinn" nefnir hann hana.  Telur það fara á skjön við lýðræðið.  Ekki minnist hann á þegar lítill minnihluti þinhgheims getur haldið meirihlutanum í gíslingu, bæði í kosningum og með málþófi.  Það er klárlega skrumskæling á lýðræðinu.

Benedikt V. Warén, 14.12.2016 kl. 23:24

3 identicon

Hrólfur, mér lízt ekkert á þessa hugmynd. Ég vil frekar að lágmarksfylgi til að flokkur komist á þing verði lækkað úr 5% í 2%. Það er lýðræðislegra, ef maður sjálfur kýs lítinn flokk. Ókosturinn væri að Samfylkingin myndi þá hanga inni eftir að fylgið væri dottið niður fyrir 5 prósentin. En stóru flokkarnir myndu aldrei samþykkja það.

Þegar ég bjó í Danmörku stakk ég einu sinni upp á að lágmarksfylgið fyrir þingsetu þar (sem í dag er 2%) yrði gerð breytileg þannig að það yrði alltaf einu prósenti hærra en fylgi landráðaflokksins De Radikale Venstre. Sumum fannst það góð hugmynd, öðrum ekki. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 14.12.2016 kl. 23:55

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það gat nú verið að 5% reglan færi í taugarnar á Ómari. Samfylking sér aðeins lýðræðið henti það þeim vel.þannig leggur hann út af fyrirsögn S.D.G. um "Dómadagsvitleysu",að hann hafi farið sneypuför til Bessastaða í apríl að fá heimild til að rjúfa þing,ellefu mán.áður en kjörtímabilið var búið. Það er rangt eins og hlustendur gátu heyrt á --

Útvarp Sögu sem átti samtal við Sigmund,þar sem hann lýsir þessari för sinni til Bessastaða. Það er eins og annað sem kemur frá áhangendum Samfó.þeir halda lyginni við þótt margbúið sé að bera hana til baka. 

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2016 kl. 04:23

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þessi frétt um Denzel Washington ætti að fá fréttamenn til að hugsa sinn gang.  Baráttan um "bezta skúbbið" veldur því, að smáatriði eins og sannleikur og staðreyndir, víkja fyrir blóðbragði fréttamanna. 

Leikarinn Denzel Washington ræddi við fjölmiðla á rauða dreglinum við frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar Fences í síðustu viku. Þar var hann spurður út í falskar fréttir þess efnis að hann hefði lýst yfir stuðningi við Donald Trump í forsetakosningunum. Óhætt er að segja að Denzel hafi tekið fjölmiðla um allan heim á teppið í frábæru svari sínu.

„Ef þú lest ekki blöðin eru óupplýstur, ef þú lest þau ertu illa upplýstur,“ sagði Denzel. Aðspurður hvað maður ætti þá til bragðs að taka sagði hann það góða spurningu. Hann velti í kjölfarið fyrir sér langtímaáhrifum offramboðs upplýsinga.

„Þvílík ábyrgð sem þið berið á því að segja sannleikann. Ekki bara að vera fyrst, heldur að segja satt. Við búum í samfélagi þar sem allt snýst um að vera fyrstur með fréttirnar,“ sagði hann. „Okkur er sama hvern það særir, hvaða mannorð það eyðileggur, okkur er sama hvort það sé satt, við viljum bara segja það og selja það. Maður verður góður í hverju sem maður æfir sig í, það á líka við um kjaftæði.“

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/denzel-washington-tekur-fjolmidla-a-teppid-i-magnadri-raedu-myndband

Benedikt V. Warén, 15.12.2016 kl. 10:37

6 identicon

Sæll Benedikt.

Ráðið gæti verið að fækka þingmönnum
niður í 41 og laun tækju mið af
meðallaunum ellilífeyrisþega og öryrkjaþví meiri von er um mannval þegar starfið
er hugsjón og þjónusta í nafni lands og þjóðar.

Húsari. (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 11:08

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Húsari.

"Selfi" kynslóðin gerir ekki handtak, ef ekki er greitt fyrir það.  Hugsjónastarf er löngu fyrir bí, nema í "Global Warming" og heilsutengdu áti og spríkli.  Með því að lækka launin, sé ég ekki hvernig hægt verður að fá einhvern í þessi verk, hvað þá 41.

Vandamálið við þingmennskuna er hve mikið pappírsfargan þarf að fara í gegnum.  Hugsanlega er að breyta hlutunum þannig, að Alþingi setur lögin, ráðherrar sjái um að framkvæma sameiginlegu mál þjóðarinnar s.s. utanríkismál, heilbrigðis- og menntmál.  Sveitastjórnum verði falið að hluta framkvæmdavaldið s.s. vega-, hafnar og flugvallarekstur, svo eitthvað sé nefnt.  Fjarmagni þarf svo að skipta betur, þannig að sveitarfélög geti sinnt sínu.  Það þarf einnig að sameina þau í stærri blokkir, líka á Reykjavíkursvæðinu.

Benedikt V. Warén, 18.12.2016 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband