Færsluflokkur: Umhverfismál

Sérgáfa stjórnenda í Múlaþingi, - er að hrapa að ályktunum!

Það er mikil skammsýni ef menn telja að skipulag í Egilsstaðabæ sé smá innanbæjarverkefni, sem menn geti leyft sér að þrasa um, eins og hvort eigi að leyfa lausagöngu katta eða ekki.  Málið er heldur betur stærra en það.

Greiðar samgöngur og tengingar milli samgöngumannvirkja og þjónustukjarna og er lykillinn að uppbyggingu og farsæld íbúanna.  Því ber öllum kjörnum fulltrúum að sjá til þess að þetta fari saman og stilla málum þannig upp að sem mestur heildarávinningur náist.  Pólitískur smáborgaraháttur verður að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar.

Það er beinlínis í lögum að tenginga milli samgöngumannvirkja skuli vera greið.  Þegar til uppbyggingar hafna í Finnafirði kemur, gæti Egilsstaðaflugvöllur gegnt þar lykilhlutverki í þeirri uppbyggingu.  Þá er mikilvæg tenging flugvallarins við önnur samgöngumannvirki séu hnökralaus og að önnur mannvirki við flugvöllinn hamla ekki stækkun hans né þrengi svo að honum að það spilli getu hans til stórra verkefna.  Kjörnir fulltrúar verða að átta sig á því, að í mannfagnaði vega skálræður ansi létt og loforð sem þá eru gefin.  Ítrekað hafa komið loforð og vilyrði fyrir uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og um að lenging hans sé forgangsmál.  Sögð orð sem hafa enga merkingu, eins og dæmin sanna.

Lagarfljótsbrúin er í grunnin frá 1905, endurbyggð 1906 og gerð tvíbreið 1958.  Brúin er háð þungatakmörkunum og er til ama fyrir þungavinnuvélar, sem flytja þarf á milli staða og þarf í nokkrum tilfellum að fara um Lagafossvirkjun til að koma þungu tæki milli Fellabæjar og Egilsstaða.

Aðal vandamál brúarframkvæmda eru undanfarnar bæjarstjórnir á Mið-Héraði, sem ekki geta höggvið á þann Gordíonshnút, sem búið er að hnýta svo hressilega um hvar ný brú yfir Lagarfljótið á að vera.  Ástæðan er götótt framtíðasýn bæjarfulltrúa í Múlaþingi þegar kemur að samgöngumálum.  Þessi staða setur jafnframt lengingu Egilsstaðaflugvallar í uppnám, vegna þess að ekki er hægt að lengja flugvöllinn, nema færa Þjóðveg eitt um tæpan kílómeter til suðurs.

Jarðgöng
Jarðgangagerð hefur lengi verið í skoðun til Vopnafjarðar, en lítt miðað.  Hér er lögð til leið um út-Héraðið og að landsamgöngur norður fyrir Smjörfjöllin fari þar um.  Með vegi og varanlegu slitlagi út Fljótsdalshérað til Bakkagerðis er komin hvati til frekari nýtingu á þeim samgPastedGraphic-3öngubótum með tenging norður fyrir Smjörfjöllin. Aðal vegtengingin til Vopnafjarðar væri þá ekki fyeie Heiðarendann, heldur um þjóðveg 94 að Móbergi.  Þaðan yrði lagður vegur þvert yfir sléttlendið un Hróarstungu og Jökulsárhlíð(sjá kort).  Brýr þarf að byggja á Lagarfljótið og Jökulsá á Brú/Dal og vegur að göngum (A) hjá Hlíðarhúsum/Torfastöðum í gegnum Hlíðarfjöllin og yfir í Böðvarsdal.   Vegur þaðan yrði lagður út dalinn og tengdur við veginn hjá Eyvindarstöðum.  Efnið úr göngunum nýttist í vegalagningu.  Þar með yrði rofin vetrareinangrun íbúa beggja vegna Smjörfjalla.  Seinna væri haldið áfram með önnur jarðgöng (B) gengt þeim fyrri, sem myndu opnast í hinn endann á svæðinu Skjaldþingsstaðir/Syðri-Vík.  Hæglega má skipta þessu verkefni í þrjá sjálfstæða áfanga.  

Tenging við Vopnafjörð er mikilvægt fyrir Austurland allt.  Tenging norður skýtur stoðum undir svæðið allt og er styrking að bættum lífskjörum.  Það gerir ekki síst Vopnafjörð áhugaverðara svæði til búsetu.  Vegstytting milli Vopnafjarðar og Egilsstaða verður umtalsverð, sem styttir tímann að komast í verslun, þjónustu, skóla og flug, allt innan klukkustundar aksturs.  Samlegðaráhrif við Bakkagerði mundu vega þungt er varðar aukna ferðaþjónustu, með bættum samgöngum. 

Allar þessar tengingar, búsetuúrræði og atvinnutækifæri eiga eitt sameiginlegt!
Að Norðurleiðin verði að veruleika við Egilsstaði


Gular viðvaranir fyrir Egilsstað þýðir bara eitt

Hvað þarftu öfluga sólarvörn?

Eins og karlinn sagði: "Þessar spár eru orðnar svo vitlausar að það er ekki einu sinni hægt að treysta því að þær séu vitlausar."

Að því sögðu legg ég til að Veðurstofan sé með veðurfræðinga á 24/7 vöktum á Egilsstöðum til að koma skikki á spárnar fyrir Mið-Austurland.


mbl.is Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að moka snjó með skrifborðum eða snjóruðningstækjum?

Það er alveg með ólíkindum hvað það kemur mörgum á óvart að það skuli snjóa á Íslandi og ekki er síður áhugavert hvernig sumir telja að leysa eigi málið.  Lausnarorðið er því LOKUN

Til þess að koma megi þessum lokunum í framkvæmd, þarf að skipa starfshóp til að skoða stöðuna, senda út fyrirspurnir og bíða svara, fara yfir málin, velta vöngum og taka síðan afdrifaríka ákvörðun. LOKUN.

Enginn reynslubolti, sem notar vegakerfið að staðaldri, skilur neitt í þessum aðgerðum.   Það er oftast hægt að finna aðrar lausnir, sem hafa minni inngrip í daglegt líf fólks og fyrirtækja, en þá þarf að sjálfsögðu að skipa nýjan starfshop til að fara yfir þau mál sérstaklega.

En það er auðvita komin lausn á vandamálinu hjá innviðaráðherranum, nefnilega að skipa starfshóp, sem á að fara yfir málin og finna lausn svo ekki þurfi að loka Reykjanesbrautinni næst þegar snjóar, til þess að innviðaráðherra geti sett "LOKUNAR-nefndinni" skýrari verklagsreglur.  Ekki getur hann það sjálfur.

En ekki dettur honum heldur í hug það augljósa:

Að láta selja skrifborðin og kaupa snjóruðningstæki í staðinn!


Virkja bæjarlækinn.

Hægri og vinstri hendin þurfa að vinna saman, það væri góð byrjun. Eitt dæmið er að gera bændum kleyft að nýta hlunnindi jarða sinna betur og gera þeim auðvelt fyrir í því sambandi.

Fimm ára áætlun væri t.d. að virkja bæjarlækinn, þar sem slík hlunnindi eru til staðar og nýta orkuna í þau tæki sem notuð eru í landbúnaði og á einkabílinn.

Með því að minnka verulega kaup á erlendri orku má minnka kolefnasporið umtalsvert.

 


mbl.is Svandís undirritaði samning um loftslagsvænan landbúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vindorkugörðum best komið fyrir á Esjunni

Frábær staður fyrir mörg vindorkuver er á Esjunni og fyrir því eru margar ástæður.

1. Nauðsyn á að framleiða raforku nálægt Reykjavík.

2. Stutt í kaupenda.

3. Ónotað landsvæði.

4. Alltaf vindur þar uppi.

5. Sjónmengun nær engin vegna þess hve láskýjað er oft þar.

6. Dregur væntanlega talsvert úr vindnæðingi í Reykjavík.

7. Hverfandi líkur á að fuglategund lendi í spöðunum vegna hæðar yfir sjó.

8. Engin sjónmengun af raflínum, gufu- og vatnsaflsvirkjunum.

9. Næga orku í vistvæna borgatlínu og græn orkuskipti.

Svona mætti áfram telja.  

Þetta verkefni steinliggur á þessum stað.


Malt og appelsín verður ekki jólagosið í ár.

Samkvæmt því sem jarðfræðingar telja líklegast, verður eitthvað um að vera í Vatnajökli, jafnvel á allra næstu dögum.

Grímsvötn eru búin að æla úr sér og skjálftavaktin gefur í skin að í vændum gæti verið eitthvað meira.

Jólagosið í ár gæti því sem best orðið Grímsvatnagos.


mbl.is „Þurfum að vera á varðbergi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tær snilld

Að fara þarna upp og virða fyrir sér útsýnið er frábært.

Það er ævintýri út af fyrir sig að fara þara upp í snjóflóðavarnirnar og horfa yfir Seyðisfjörð í góðu veðri.

Vegurinn upp er ekki upp á marga fiska og helst ekki fyrir aðra bíla en 4x4 og má byrja á að lagfæra hann þó hringurinn sé ekki kominn.

Hlakk til að fara hringinn þegar þar að kemur.


mbl.is Baugur Bjólfs verði aðdráttarafl eystra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband