Var ekki farið af stað með þetta verkefni sem einkaframkvæmd?

Er ekki rétt, að þeir sem hvað harðast gengu fram í þessu verkefni, axli nú abyrgð og finni fjármagnið sem vantar.

Ekki er ásættanlegt að láta ríkið lána í verk, sem flumbrast var á stað með, verk sem ekki var tilbúið í útboð, verk þar sem rannsóknum var verulega ábótavant.


mbl.is Ríkið láni Vaðlaheiðargöngum 4,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Er ekki rétt að aðdgragandi, undirbúingur og ákvaðanataka klúðurs af þessari stærðargráðu sé rannsakað og finnist eitthvað í því sem ekki geti flokkast undir góða stjórnhætti þá séu þeir sem þar eigi hlut að máli dæmdir frá allri aðkomu að stjórnsýslu um aldur og æfi.   

Hrossabrestur, 8.4.2017 kl. 09:18

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hrossabrestur.  Held að það sé ekki hægt að orða þetta betur en þú gerir.  Þakka innlitið

Benedikt V. Warén, 8.4.2017 kl. 11:25

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Vel mælt hjá Hrossabresti.

Það mætti einnig rannsaka Landeyjarhöfnina sem

ér ein botnlaus hýt fyrir peninga almennings.

Og svo að sjálfsögðu miklu meira sem ekki væri hægt

að telja upp, því það er af nógu að taka.

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.4.2017 kl. 14:25

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Benedikt. Jú, það var farið af stað með Vaðlaheiðargöng sem einkaframkvæmd, og réttlætt með því að einkaaðilar myndu borga, og ekki skaða ríkis skattþrælana.

Bankahrunið/ránið var líka 100% klínt á varnarlausra og bankarændra skattþrælaábyrg. Hvar eru almannavarnir fyrir aftökuhryðjuverkum bankanna?

Afleiðingarnar af einkabanka-útskipunarránum eru óverjandi baggi á skattrændum og skattpíndum almenningi út um allt land. Svona fúskvinnubrögð "einka" spillingar eitthvað, geta ekki bætt neitt í skattsviknu opinberlega rekna samfélaginu.

Spurning hvort þeir Rothschildara/Rokkefellandi bankasterar sendi einkaframkvæmdar reikningana yfir móðuna miklu, þegar skattgreiðendur hafa allir verið mergsognir til dauða? Eða ætla þeir banksterar að clóna nýja skattþræla? Hvernig kemur það út fyrir bankaræningjanna framtíðarplan?

Það verður fróðlegt að fylgjast með klúðurbankaeigenda atburðarrásinni handan frá móðunni miklu. Maður hlakkar bara til að sjá atburðarrásina frá því nýja sjónarhorni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2017 kl. 15:42

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það þyrfti að svipta þá eftirlaununum sem tóku ákvörðun um þessi afglöp. Það myndi sennilega fara langt með að fjármagna það sem upp á vantar.

Magnús Sigurðsson, 8.4.2017 kl. 17:43

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sigurður Kristján Hjaltested.  Takk fyrir innlitið.  Munurinn á Vaðlaheiðagöngum og Landeyjahöfn voru að miklar rannsóknir voru framkvæmdar áður en farið var í höfnina og búið m.a. til heljarinnar líkan til að kanna aðstæður.  Ég tel að þar hafi verið faglega staðið að undirbúning.  En eins og öll manna verk, þarf litlar breytur í í útreikningi til að skekkja heildarmyndina.  

Benedikt V. Warén, 9.4.2017 kl. 13:21

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Anna Sigríður.  Takk fyrir þitt innlegg.  Væri ekki rétt að rifja upp hverjir fóru fremstir í svokallaðri einkavæðingu, sem breyttist skyndilega í ríkisframkvæmd.  Er búið að setja ný viðmið um jarðgangnagerð með þessu?  Á að grafa jarðgöng ef fjallvegur er 325 metrar yfir sjó eða meira?  

Benedikt V. Warén, 9.4.2017 kl. 13:25

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Magnús vinur.  Langt um liðið að við höfum verið í sambandi.  

Afglapliðið fær sínar greiðslur, hvað sem tautar og raular.  Ýmislegt væri hægt að gera, ef fjármagnið rataði í réttan farveg og líka ef þeim sem taka rangar ákvarðanir sé refsað fyrir gjörðir sínar.  Þú mannst bankastjórana og kaupendur bankanna.  Þeir báru svo mikla ábyrgð, að laun þeirra þurftu að vera langt ofar öllu velsæmi, svo þeir gætu sópaðð til sín verðmætum landsmanna.  Við bjánarir horfðun upp á það með galopnum augum um hábartan dag, að vera rændir af þessari hálaunaklíku.

Þegar þeir keytu bankana, héldu þeir greinilega, að þeir ættu fé almennings sem inn á bankareikningum viðskiptavinanna var.  Hugsaðu út í það, hvað hefði orðið um börn landsmanna, ef þeir hefðu keypt barnaheimilin og hagað sér eins með þau verðmæti.

Benedikt V. Warén, 9.4.2017 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband