Færsluflokkur: Menning og listir

Gosórói

Litla-Hraun

Sjúkur í Covid spólar
og spændi í dalinn blíða
sá hann lítt til sólar
sá þó hraunið skríða.
Þeir sem kveða kunna
bönnin ljúfu, fínu
nefndin þæga, þunna
þótti standa á sínu.

Rétt við háa hóla
hraunastalli undir
sást til drullu drjóla
detta Webcam undir.
Ryðst þá fjöldinn rammi
rokna “selfie” háður
sem til fjalla frammi
fáir nennti áður.

Ræðst á laut og reitur
roðar fjall og hjalla.
Lækur hraunsins heitur
hamast í bakkans halla.
Gatast sumir sólar
skemma land og hrylla
Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla.

 

Stolið og stílfært orginalinn má finna hér:
https://www.snerpa.is/allt_hitt/textasafn/Hraun_i_Oxnadal/


mbl.is Fólk mætt fyrir klukkan sex í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband