Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Íslenska ríkið taki Vatnsmýrina eignarnámi....

....þar sem ríkir almannahagsmunir eru í húfi.  Reykjavíkurborg á eingöngu lítinn part í Vatnsmýrinni og létt verk ætti að vera slíta þessa fáu fermetra út úr borginni.

Stjórnarskráin segir:

72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Ef Reykjavíkurborg stendur við sinn keyp, verður að grípa til þeirra meðala sem þarf til að hnekkja því.  Ef skipulgasvaldið í stjórnarskránni er þessari grein yfirsterkari og ekki gengur að knýja fram eignarnám, verður að finna nýrri höfuðborg stað.  Stað þar sem allir þegnar þjóðarinnar verði velkomnir til að þyggja, ekki eingöngu að vera áhorfendur og greiðendur framkvæmda misvitra borgarfulltrúa. 

Þá kemur sterkt inn að fara að dusta rykið hugmyndum Trausta Valsonar og byggja höfuðborg landsins inn á hálendi Íslands og færa alla opinberan rekstur þangað.  Þá verða svipaðar vegalengdir fyrir alla í stjórnsýslu, menntun og á hátæknisjúkrahús.


mbl.is Tveir vilja flugvöll í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband