Stjórnarmyndun, - hráskinnaleikur.

Mögnuð framkoma við Framsóknarflokkinn. Margir flokkar setja það sem skilyrði að Framsóknarflokkurinn verði ekki með í ríkisstjórn. Sérstaklega er það athyglivert í ljósi þess að Sigmundur Davíð leiðir ekki flokkinn eins og er, en það eitt var sumum þingmönnum nægjanlegt tilefni, að fá hnakkahárin að rísa. Eftir formannsskiptin komu nokkrar meldingar frá þingmönnum.

“Össur (Skarphéðinsson) sagði allt annað að vinna með Sigurði Inga en Sigmundi Davíð, forsætisráðherrann nú bæri virðingu fyrir þinginu, hins vegar ætti stjórnin í miklum innanhúsátökum” http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/08/08/i-dag-er-stadan-thannig-ad-thessi-rikisstjorn-er-dead-man-walking-hun-er-daud/


“...sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í þættinum Sprengisandi að starfið á Alþingi hefði gengið vel í fjarveru hans (Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar).” http://nutiminn.is/bendir-thetta-bros-til-thess-ad-sigurdur-ingi-aetli-i-formannsframbod-gegn-sigmundi-david/


Með nýju fólki í Framsóknarflokknum, hefði átt að koma nýtt viðmót andstæðinganna í pólitíkinni, í framhaldi af hvernig sama fólkið fjallaði um formannsskiptin. En nei, það var borin von að vænta úr þeirri átt, - þroskaðri umræðu.

En á meðan eineltið og pólitískur rasismi ræður áfram för kjörinna fulltrúa, er ekki að vænta virðingar almennings til Alþingismanna.

 


mbl.is Hörð gagnrýni á formann VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband