Engin lausn að skipta um formann.

Í fótbolta viðgengst það að skipta um þjálfara ef liðið stendur ekki undir væntingum.

Í útgerðinni er skipt um kallinn í brúnni ef ekki fiskarst.

Í sumum stjórnmálaflokkum viðgengst að skipta um formann, ef flokkurinn dalar í könnunum.

Stundum gefst þetta stundum ekki.

Kratar hafa oft skipt um formann í gegnum tíðina og jafnvel nafn, en það hefur litlu sem engu skilað til lengdar.

Háværi raddir gerast nú innan Framsóknarflokksins, um að skipta um formann.  Einhverjir eru að fara á taugum vegna umfjöllunar RÚV, sem flestir flokka nú undir eineldi á núverandi formann flokksins.  

Mesti styrkur flokksins er að fara í gegnum næstu kosningar án stórra breytinga í forustuliðinu og sýna þannig RÚV og öðrum andstæðingum flokksins, að það eru flokksmenn sem velja í æðstu embætti í flokknum, ekki andstæðingar hans.  

Nú er mikilvægt að menn dragi djúpt andann, gangi samstíga til verka, því það er samstaðan sem gildir, dagsformið og liðsheildin. 

Að fara í harðan formannsslag núna gerir einungis þrennt.

1. Það skemmtir fréttastofu RÚV og öðrum andstæðingum Framsóknarflokksins.

2. Að óeining og vantraust grefur um sig og veikir flokkinn verulega fyrir kosningar.

3. Það eykur stórlega líkur á klofningi og/eða að margir segi sig úr flokknum.

Eftir kosningar taka menn svo stöðuna í ró og næði.  

Koma tímar, koma ráð.


mbl.is Metur stöðu sína innan flokksins góða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Benedikt. Ég gleypi ekki allt hrátt, sem sagt hefur verið um Sigmund Davíð, en það var ekki hægt að misskilja orð Hörskuldar Þórhallssonar fyrir stuttu síðan.

Ekki veit ég hvað fólki finnst um að halda flokksfélögum fyrir utan mjög stórar ákvarðanir flokksins. En eftir að hafa heyrt Höskuld Þórhallsson segja frá því að núverandi formaður hafi farið á Bessastaði til að rjúfa þing, án þess að ræða það við flokksfélagana, þá er sú framganga formannsins (forsætisráðherrans fyrrverandi), óverjandi. Sigmundur Davíð neitaði þessu ekki, en hefði getað ef þetta var ekki satt.

Það verður aldrei samstaða innan liðsins, þegar forystan hefur farið svona á bak við þingflokksfélagana.

Við vitum líklega minnst um hvað hefur raunverulega gengið á hjá flokksfélögum og Sigmundi Davíð. Svona hefur þessi hundsun formannsins trúlega viðgengist lengi, og þannig virðingarleysi og hundsun yfirmanns hefur tæplega byrjað nýlega.

Sigurður Ingi er af allt annarri og lífsreyndari sort, heldur en Sigmundur Davíð. Ekki veit ég hverjir stjórna Sigmundi Davíð bak við tjöldin, en hann virðist afskaplega ósjálfstæður og einförull í flokknum og formannssætinu. Sigurður Ingi er fastur fyrir, eins og bjarg sem ekki lætur aðra hagga sér né segja sér of mikið fyrir verkum. Hann er lífsreyndari, þroskaðri, samstöðuviljaðri og sjálfstæðari einstaklingur í formannsstöðu, heldur en Sigmundur Davíð. Enginn er fullkominn, en sumir eru margra eiginleika vegna, færari til að vera í forystu heldur en aðrir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.9.2016 kl. 21:26

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þakka innlitið Anna Sigríður Guðmundsdóttir.  

Enginn er fullkominn segir þú.  Það eru orð að sönnu.  Vissulega fór SDG á Bessastaði, það er óumdeilt.  Hins vegar fer tvennum sögum af því hvað þar fór fram og trúlega verður seint hægt að fá tæran sannleikann fram.  Mér finnst hins vegar athyglivert að þú skulir trúa Höskuldi Þórhallssyni betur en SDG, það gerðu fulltrúar Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi í Skjólbrekku ekki.

Ég tel hins vegar að það sem SDG er búinn að áorka á sínum stutta tíma í framvarðasveit Framsóknarflokksins, vega mun þyngra en það sem hann hefur gert rangt (orðið á í messunni) og því styð ég hann til góðra verka enn um sinn.

Að Sigurður Ingi fari nú fram, þvert á það sem hann hefur áður sagt, tel ég það eitt verða, flokkurinn gengur stór laskaður til kosninga.  

Sagt er að ekki sé heppilegt að skipta um hest í miðri á.  Fráleitt tel ég betra að skipta um knapa í miðri á.

Ég hef skipt um skoðun áður og get gert það aftur, ef gild rök koma gegn því sem ég tel rétt.

Benedikt V. Warén, 23.9.2016 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband