7.10.2020 | 13:53
Egilsstaðaflugvöllur. Svikið loforð Framsóknarflokksins.
AUSTURFRÉTT:
Viðspyrna fyrir Austurland
Höfundur: Sigurður Ingi Jóhannsson, Skrifað: 05. maí 2020.
Ríkisstjórnin kynnti nýverið annan áfanga efnahagsaðgerða sinna undir yfirskriftinni Viðspyrna fyrir Ísland. Í fyrsta áfanga fyrir um mánuði síðan voru kynntar miklar fjárfestingar í samgöngum og byggðamálum til að vinna gegn samdrætti. Mikill einhugur er um að bregðast hratt við þeim usla sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið um allan heim. Áskorunin er tvíþætt, annars vegar hefur innlend eftirspurn dregist saman og hins vegar er algert frost í ferðaþjónustu á heimsvísu
........
og áfram heldur Sigurður:
........
Gerðar verða nauðsynlegar endurbætur á Egilsstaðaflugvelli til að tryggja flugöryggi á Íslandi, efla varaflugvallarhlutverkið og auka virði og getu til aukinna umsvifa. Á Egilsstöðum verður hægt að taka á móti stærri og fleiri flugvélum sem gæti skapað atvinnu.
........
Var að glugga í fjárlagarumvarpið, sem er nú í vinnslu á Alþingi, ekki finn ég neitt sem byggir undir það sem Sigurður var að fjalla um og verður athyglivert hvort eitthvað rekur á fjörur hans til að hann hafi einhverja innistæðu fyrir digurbarkalegum yfirlýsingum þegar hann ríður um héröð Austurlands
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2020 | 14:22
47 bíla árekstur á gatnamótum Miklubrautar.....
....og Kringlumýrarbrautar, Ríkislögreglustjóri hefur lokað öllum gatnamótum landsins til að hindra fleiri árekstra.
Það sjá allir að þetta er rugl frétt og fráleitt að loka öllum gatnamótum landsins til að forða árekstrum. Vissulega væri það áhrifaríkt og kæmi sannanlega í veg fyrir árekstra á gatnamótum.
Sambærilegt er að 47 Covidsmit á afmörkuðu svæði, kalli á meiriháttar lokanir um allt land.
Eru sóttvarnayfirvöld ekki komin aðeins fram úr sér?
![]() |
Varasamt að grípa til aðgerða eftir landshlutum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2020 | 21:36
Máni Snær Þorláksson blaðamaður DV....
....notar í umfjöllun sinni samsetta mynd þar sem Covid-19 veirunni er smellt inn á myndina.
Að mínu mati er alls óviðeigandi að stilla Covidveirunni ávallt sem næst eða yfir Austurlandi á þessari skýringarmynd, sem jafnan fylgir fréttaflutningi af óværunni.
Austurland hefur verið lang minnst þjakað af veirunni og langtímum saman alveg frí við hana og því ómaklegt að stilla þessu þannig upp að svo virðist sem þar sé allt vaðandi í Covid 19.
Einfaldar sálir eins og ég, setja þetta klárlega í það samhengi.
Kveðja
Spaugilegt | Breytt 4.10.2020 kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2020 | 13:07
Skoðun Sidda
Að loknum kosningum á Austurlandi: Ég er sekur ... karlremba og afturhald
Ég varð fyrir talsverðu áfalli um daginn þegar ég uppgötvaði að ÉG, endurtek ég sjálfur, væri karlremba, afturhaldsseggur, dóni, og sennilega laumu kynþáttaníðingur og kvenhatari í þokkabót. Allt þetta af því mér hafi orðið það á að verða miðaldra og væri að sönnu karlmaður, bæði í grunninn og enn þann dag í dag.
Ég hélt í einfeldni minni að það væri lukka allra karlmanna að fá að verða miðaldra, en það virðist ekki vera samkvæmt ýmsu málsmetandi fólki sem telja menn af mínu sauðahúsi allt til foráttu og þegar mér varð það síðan á að krossa við Miðflokkinn í kosningum þá fyrst átti ég mér ekki viðreisnar von, útskúfaður til eilífðar bölvunar í ríki hinna fordæmdu.
Það mætti halda að ég væri bitur yfir úrslitum kosninganna, og það er alveg hárrétt, ég er mjög bitur og alveg miður mín. Ekki vegna þess að fólk hafi haft aðrar skoðanir en við, það er bara lýðræðislegt og ekkert við það að athuga og í raun byggir lýðræðið á því að fólk geti haft misjafna sýn á málin og geti rökrætt þau. En mér finnst afar ósanngjarnt að ég og aðrir sem unnum af heilindum í aðdraganda þessarra kosninga skyldum endalaust þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar á bar suður í Reykjavík, og allar þær hugmyndir og hugsjónir sem við hefðum væru einskis virði þess vegna.
Gunnar Bragi og aðrir sem hlut áttu að máli hafa sannarlega fengið að iðrast þessarra gjörða sinna, en ég er ekki viss um að aðrir sem létu fúkyrði og svívirðingar dynja á þeim á samfélagsmiðlum, jafnvel allsgáðir, hafi gert slíkt. Vissulega var fólki misboðið og margir tjáðu sig málefnalega og er það vel, við hina vil ég hinsvegar segja að netið gleymir engu og það verður gaman fyrir barnabörn þessa fólks að lesa svívirðingar forfeðra sinna seinna meir eða þannig.
Okkar nýja sveitarfélag getur orðið fyrirmynd og bjargað bæði landsbyggð og höfuðborg frá þeirri hnignum sem of mikil slagsiða á búsetu landsins getur valdið. Það er alveg ljóst í mínum huga að styrkur hvers þjóðfélags liggur í mannauðnum sem byggir allt landið, og nýtir auðlindir þess í eigin þágu á hverjum stað. Þannig geti þéttbýli og dreifbýli best stutt við hvort annað.
Við þurfum að láta allar raddir heyrast og nýta allan þann kraft sem býr í áhugasömu fólki, og hætta að troða inná það ábyrgð sem það hefur ekki, skoðunum sem það hefur ekki, og virkja alla sameiginlega að borðinu og hætta þessum átakastjórnmálum.
Það er undir okkur komið hvernig til tekst við sköpun þessa nýja sveitarfélags. Ég vona sannarlega og fólk fari að hugsa stórt, að ekkert sé ómögulegt. Við eigum frábært ungt fólk sem hefur alist upp við mun betri aðgang að heiminum í gegnum netmiðla, ferðalög, skiptinám, svo fátt eitt sé nefnt og með því öðlast mun meiri víðsýni á marga hluti en við áttum kost á.
Að lokum vil ég óska öllum bæjarstjórnarmönnum og heimastjórnarfulltrúm til hamingju, og þó ég sé svekktur þá veit ég að í öllum flokkum er gott fólk sem vill láta gott af sér leiða í að gera sveitarfélagið okkar enn betra og skemmtilegra fyrir komandi kynslóðir, og full ástæða til bjartsýni.
Með kærri kveðju,
Sigurður Ragnarsson (Siddi)
Tekið af Austurfrétt
https://www.austurfrett.is/umraedan/adh-loknum-kosningum-a-austurlandi-eg-er-sekur-karlremba-og-afturhald
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2020 | 11:23
Fyrirtæki níðast á landsbyggðinni
Það er alveg ljóst að eigendur orkufyrirtækja reyna hvað þeir geta til að ná sem mestum arði út úr fjárfestingu sinni og þá gildir einu hvaða meðul eru notuð. Til þess á t.d. að nýta margnýtta útfærslu skúffufyrirtæka til að selja eitthvað sem ekki er vel útskýrt og þokukennt, nú síðast hreinleika- og upprunavottorð, sem er með mjög óskýrum leikreglum svo ekki sé dýpra í árina tekið.
EES reglur heimila slíkan gjörning og að sjálfsögðu er hoppað á það vegna þess að það gefur eitthvað í aðra hönd til eigenda orkufyrirtækja, en skilar sér ekki á upprunastað orkunnar, þ.e. til þeirra sem leggja til land undir uppistöðulón og virkjunarmannvirkja nema í litlu.
Breyta þarf landslögum þannig að öll innkoman fyrir hreinleika- og upprunavottorð skili sér til sveitarfélags og eigenda þess lands, sem lögð eru undir uppistöðulón og virkjunarmannvirki. Jafnframt þarf að leiðrétta fasteignamat á uppistöðulónum og stíflumannvirkjum.
Auk þess á að taka til skoðunar hvernig flutningsfyrirtæki, sem hafa nær alla sína vinnu og tekjur af íbúum landsbyggðarinnar, greiði til landsbyggðarinnar réttlátt tillegg á kostnað þess byggðarlags sem er skráð heimili varnarþing fyrirtækisins.
![]() |
Sveitarfélög herja á orkufyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2020 | 17:21
Sá yðar sem syndlaus er, kastið fyrsta steininum í Miðflokkinn
Það er athyglivert hvað Miðflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni tekst að draga margar blogg-brækur úr bæli sínu og að tölvunum, bæði vegna þess hvað fram kemur og ekki síður hvað ekki. Það er umhugsunarvert hvað margir slíkir þursar hafa ekkert fyrir því að kynna sér stefnu og áherslur Miðflokksins áður en þeir skruna stjórnlaust um takkaborðið.
Síst er þó skárri kafbátahernaðurinn gegn Miðflokknum, því erfitt er að verjast slíkum árásum. Þetta þetta var lýðnum ljóst í sveitastjórnarkosningum á Fljótsdalshéraði 2018 og nú í sameiginlegu sveitarfélagi þann 19.9.2020 s.l. á Austurlandi.
Það er magnað að upplifa þá sérkennilegu stöðu, að vera að vinna af heilindum fyrir sitt sveitarfélag og uppskera hversu í litlu það er metið og að sú vinna falli í skuggann af ástæðum, sem kemur okkar sameiginlega sveitarfélagi ekki nokkurn skapaðan hlut við.
Boltinn var gefinn upp í sveitastjórnarkosningum 2018 þegar kjörnir fulltrúar hinna flokkanna gerðu með sér bandalag um að gera veg Miðflokksins sem minnstan og sammæltust um að gefa flokknum einungis færi á að vera með áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum, þvert á samþykktir sveitarfélagsins. Stórmannlegt framlag verður að segjast, a.m.k. virðist kjósendum sveitarfélagsins hafa hugnast það bærilega.
Þrátt fyrir þessi bolabrögð var unnið gott starf á vegum Miðflokksins á Fljótsdalshéraði, sem gaf tilefni til þess að sveitarfélagið allt nyti góðs af nýrri nálgun framboðsins, skýrri framtíðarsýn og auknum tekjum inn í samfélagið.
Ég játa það fúslega að ég var verulega svekktur þegar úrslitin voru gerð kunn. Þó það hafi verið súrt, verður að halda fram veginn og vinna okkar góð málstað framgang og kynna hann betur.
Það er ekki síður dapurlegt að skynja það, að hin framboðin til sveitastjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Borgafjarðar, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar, virðast hafa verið með það innistæðulausa og lélega málefnastöðu, að þau hafi þurft að grípa til þeirra örþrifaráða að grafa upp gamlar syndir Miðflokksins í örum sóknum, til að koma sér á framfæri í kosningabaráttunni. Aumt ef satt reynist. Neðar verður ekki komist í kosningabaráttu og klárlega höggi undir beltisstað.
Er það ef til vill ástæðan fyrir því að svo margir sáu þann kost vænstan, að mæta ekki á kjörstað á Fljótsdalshéraði?
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn, blessuð sé minning hans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2020 | 09:00
Stund milli stríða
Það var háflóð á Djúpavogi þegar formenn framboðanna gengu niður á bryggju. Þeir voru að rétta aðeins úr sér eftir langa setu í meirihlutaviðræðum. Þegar þeir komu niður á bryggju varð öðrum mál að pissa. Auðvita varð hinum mál líka. Það var fleira langt í lífi kappanna, en fundarsetan ein.
Þar sem þeir standa sperrtir á bryggjukantinum segir landkrabbinn.
Ekki oft sem ég hef migið í saltan sjó
Það er annað með mig svarar sá sigldi
Mikið djöfulli er sjórinn kaldur
Og botninn hrjúfur svaraði sá sigldi um hæl.
23.9.2020 | 09:51
Með eindæmum dræm kjörsókn á Fljótsdalshéraði.
Hvað er í gangi?
Afhverju nýta menn sér ekki kosningarétt sinn?
Fyrir margt löngu fór fram prestkosning í Kirkjubæ á Héraði og fylkingar um sitthvorn kandidatinn. Einar bóndi Sigfússon á Stórabakka var milli steins og sleggju. Hann vildi ekki ljá frambjóðanda vinar síns, Páls Ólafssonar á Hallfreðastöðum, atkvæði sitt á ákvað því að sitja heima.
Í tilefni þessa kvað Páll Ólafsson:
Einar minn ójá
ekki þorði á fundinn;
heima í rúmi lágt lág
líkt sem væri hann bundinn.
Flösku hefði þurft þá
því að smeik var lundin
að hella on-í hundinn!
https://timarit.is/page/2164043#page/n3/mode/2up
Í tilefni kosningaþáttöku Héraðsbúa (um fimmtíu og níu prósent, sem er fádæma léleg frammistaða) þykir rétt að misnota stöðu sína og lagfæra vísu Páls ögn. Þannig hljómar hún nú lítilsháttar breytt:
Kjósandinn ójá
ekki þorði á fundinn;*
heima í rúmi lágt lág
líkt sem væri hann bundinn.
Flösku hefði þurft þá
því að smeik var lundin
að hella on-í hundinn!
*Fundinn = Kjörfundinn
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2020 | 10:51
Rífa þetta ónýta hús, - strax.
Finna nýju húsi verðugt verkefni á flottum stað og byggja þar nýtt eftir teikningu Sigvalda.
Ónýtt hús verður aldrei nema ónýtt hús. Það kostar jafnvel meira að koma því í upprunalegt horf. Húsið stendur þar að auki á ömulegum stað og sem minnismerki um Sigvalda Thordarsonar og lífshlaups hans, er enginn sómi sýndur.
Teikningar standa hins vegar alltaf fyrir sínu. Í slíku húsi mætti hugsa sér að vera með standandi sýningu á módelum af byggingu Sigvalda og safna saman teikningum og myndum af húsum sem hann hefur hannað.
![]() |
Hyggjast rífa hús hannað af Sigvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2020 | 10:02
Í boði B-listans með málfrelsi og tillögurétt.
Það er fróðlegt að velta fyrir sér könnun í Austurfrétt vegna væntanlegra kosninga í okkar sameiginlega sveitarfélagi 19. september n.k. og sjá hvaða niðurstöður er unnið með þar. Eins og vera ber skal taka slíkum könnunum með fyrirvara, vegna þess að þær hafa nær eingöngu skemmtanagildi, ef orða má það þannig.
Hins vegar er það freistandi að láta hugann reika og velta upp þeirri hugmynd ef niðurstaðan verður eitthvað á þá leið, sem Austurfrétt birtir. Hvernig á að fara með fulltrúa Framsóknarflokksins í nefndum og ráðum? Eiga þeir að sitja þar eingöngu með málfrelsi og tillögurétt? Það er komið fordæmi fyrir því.
Framsóknarflokkurinn mælist með 16% fylgi í þessari könnun en í síðustu kosningu til sveitastjórnar á Fljótsdalshérað fékk Miðflokkurinn 17%. Þegar skipað var í nefndir og ráð eftir kosningar 2018, sannmæltust D-listi (ásamt leifum Á-listans) og L-listinn að frumkvæði B-listans, að ganga þvert á samþykktir sveitarfélagsins, og sniðganga M-listann.
Með þessu samkomulagi var gengið þannig frá hlutunum að Miðflokkurinn tæki einungis sæti sem áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt í nefndum og ráðum sveitarfélagsins. Miðflokkurinn fékk hvergi stöðu samkvæmt atkvæðavægi og þetta var gert með dyggum stuðningi VG í sameiginlegu framboði L-listans. Undanskilinn var kjörni fulltrúinn í bæjarstjórn, sem hélt sínum lögvarða rétti. Lengra varð ekki komist í aðförinni og einn snjallasta lögfræðingur sögunnar, varð að lúta í gras fyrir gildandi kosningalögum. Talsverður urgur var í Miðflokksmönnum við þetta ráðslag, en samt látið gott heita. Koma tímar koma ráð.
Þetta fyrirkomulag kom þó ekki í veg fyrir kraftmikið starf Miðflokksins í Atvinnu- og menningarnefnd, svo dæmi sé tekið.
- Í janúar 2019 var flutt tillaga um Gagnaver, þar sem unnið yrði að því að skapa grundvöll fyrir byggingu slíks vers og fá upplýsingar frá Landsneti um afhendingaöryggi rafmagns á Fljótsdalshéraði og tímaramma þess. Afhendingaöryggi raforku mun jafnframt nýtast öðrum, sem hyggja á starfsemi í sveitarfélaginu og þurfa tryggt rafmagn. Krafa Miðflokksins er að 2024 verði afhendingaöryggi rafmagns tryggt á svæðinu. Í nýrri sveitastjórn mun Miðflokkurinn gera kröfu um jöfnun raforkuverðs og að skilgreining á þéttbýli og dreifbýli verði afnumin.
- Í janúar 2019 var lagt til að hefja svæðið upp til fyrra horfs í skógrækt, en Fljótsdalshérað hafði lengi frumkvæði og talsvert forskot yfir aðra í þeim geira.
- Í febrúar 2019 var lagt til þess að gerð yrði ítarleg könnun á því, hvort hagkvæmt gæti verið að útvíkka starfsemi HEF (Hitaveitu Egilsstaða og Fella) þannig að til yrði öflugt fyrirtæki, Orkuveita Fljótsdalshéraðs. Rúmt ár tók að koma erindinu yfir Lagarfljótið eftir að það var samþykkt í bæjarstjórn.
- Í febrúar 2019 var lagt til að ráðinn yrði Atvinnu-, ferða- og kynningarfulltrúa fyrir árið 2020. Gert yrði ráð fyrir ráðningu hans við fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2020. Hvergi sjást þess merki, þrátt fyrir samþykkt bæjarstjórnar.
- Í febrúar 2019 var lagt til að skilgreint yrði í skipulagi á Valgerðarstöðum:
- Frístundahverfi á Fljótsdalshéraði
- Ræktunarhverfi á Fljótsdalshéraði
Verkefni a. miðaði að því að koma upp háþróuðu frístundahverfi í framhaldi af Vök og byggja upp frístundasvæði með víðtækri afþreyingu og heilsurækt í samvinnu við erlenda fjárfesta. Til eru gögn um yfirbyggðan skemmtigarð frá tíð Þróunarstofu Austurlands og tímabært að taka upp þráðinn þar sem hann slitnaði, vegna jákvæðra aðstæðna í samfélaginu.
Verkefni b. miðaði að því að koma upp lóðum fyrir stór gróðurhús á Valgerðastöðum og aðstöðu fyrir almenning til ræktunar. Auka Græna ímynd Fljótsdalshéraðs í víðustu mynd þessa orðs og marka sérstöðu í matarmenningu, s.s. Hollt úr heimabyggð, Hollur er heimfenginn baggi, beint frá býli eða okkar eigin slagorð: Hollur fengur úr Héraði.
- Í mars 2019 var lagt til til að gera úttekt á framboði flugsæta til Egilsstaða og hvaða verð væru í boði á flugleiðinni til og frá Egilsstöðum. Framkvæmdastjóri Austurbrúar mætti á fund Atvinnu- og menningarnefndar til að skýra frá vinnu Austurbrúar vegna markaðssetningar Austurlands og tengingu flugvallarins inn í þá vinnu. Í september var haldinn gagnlegur fundur að frumkvæði Miðflokksins með Árna Gunnarssyni framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands. Þar var farið yfir málið og hann spurður áleitinna spurninga um hvers vegna færri flugsæti væru í boði til Egilsstaða en Akureyrar og hvers vegna fargjöld til og frá Egilsstöðum væru umtalsvert hærri. Fátt var um svör en lofað að farið yrði yfir málið syðra.
- Í maí 2019 var lagt til að kanna með byggingu sjúkrahúss á Egilsstöðu, vegna þess að það ríkir ófremdarástand í þeim málum hér þegar flytja þarf sjúklinga aukalega sextíu og sjö kílómetra í greiningu og sömu leið til baka í sjúkraflug frá Egilsstaðaflugvelli. Niðurstaðan úr nefnd var að krefja heilbrigðisyfirvöld um greiningarstöð á Egilsstöðum. Lítill áfangi en þó í rétta átt.
- Í ágúst 2019 var lagt til að undirbúin yrði atvinnulífssýning sumarið 2020 með málssvara ungs fólks á Austurlandi, Ungt Austurland. Ekki tókst að þoka því verkefni áfram og vegna ástands í þjóðfélaginu og sameiningu sveitarfélagaga á mið-Austurlandi, þótti henta betur að halda slíka sýningu 2021. Þráðurinn verður tekinn upp strax eftir eftir kosningar.
- Í nóvember 2019 var lögð fram tillaga um Landsbyggðalínu samning við ríkisstjórnina um flugsamgöngu- og lífsgæðasáttmála á sömu nótum og borgarlína og lífsgæðasáttmála í Reykjavík. Á sama fundi var varað við því að þrengt yrði svo að Egilsstaðaflugvelli að það hefði afleiðingar um framtíðarskipulag hans, nýtingu og frekari uppbyggingu.
- Í febrúar 2020 var lagt til að sveitarfélagið ályktaði um brask með aflátsbréf um hreinleika orku, þar sem verulegur vafi var á því hver gæti hagnast á því undir hvaða formerkjum og hjá hverjum. Hvatt var til að finna leið til þess að fjarmagn, vegna vottunar hreinleika orku, enduðu í því sveitarfélagi sem sannanlega væri upphafspunktur orkuframleiðslu t.d. með að leggja til land undir uppistöðulón.
- Í mars 2020 var lagðar fram metnaðarfullar hugmyndir um heildstæða útfærslu á Egilsstaðaflugvelli til langrar framtíðar. Hugmyndin hefur vakið verðskuldaða athygli.
Þetta er brot af þeim verkefnum sem Miðflokkurinn hefur verið að vinna með og mun þoka áfram. Hverjum er best treystandi til að koma verkefnum í framkvæmd. Virkjum hugann og hugsum stórt.
Hér er að ofan er fjallað um Fljótsdalshérað fyrir sameiningu, sem þarf að aðlaga að breyttum veruleika eftir kosningar.
Benedikt V Warén
Skipar sæti 11 á lista Miðflokksins í Múlaþingi
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.9.2020 kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)