Með eindæmum dræm kjörsókn á Fljótsdalshéraði.

Hvað er í gangi?

Afhverju nýta menn sér ekki kosningarétt sinn?

Fyrir margt löngu fór fram prestkosning í Kirkjubæ á Héraði og fylkingar um sitthvorn kandidatinn. Einar bóndi Sigfússon á Stórabakka var milli steins og sleggju. Hann vildi ekki ljá frambjóðanda vinar síns, Páls Ólafssonar á Hallfreðastöðum, atkvæði sitt á ákvað því að sitja heima.

Í tilefni þessa kvað Páll Ólafsson:

Einar minn ójá
ekki þorði á fundinn;
heima í rúmi lágt lág
líkt sem væri hann bundinn.
Flösku hefði þurft þá
—því að smeik var lundin—
að hella on-í hundinn! 

https://timarit.is/page/2164043#page/n3/mode/2up

Í tilefni kosningaþáttöku Héraðsbúa (um fimmtíu og níu prósent, sem er fádæma léleg frammistaða) þykir rétt að misnota stöðu sína og lagfæra vísu Páls ögn. Þannig hljómar hún nú lítilsháttar breytt:

Kjósandinn ójá
ekki þorði á fundinn;*
heima í rúmi lágt lág
líkt sem væri hann bundinn.
Flösku hefði þurft þá
—því að smeik var lundin—
að hella on-í hundinn!

*Fundinn = Kjörfundinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband