Sá yðar sem syndlaus er, kastið fyrsta steininum – í Miðflokkinn

Það er athyglivert hvað Miðflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni tekst að draga  margar blogg-brækur úr bæli sínu og að tölvunum, bæði vegna þess hvað fram kemur og ekki síður hvað ekki.  Það er umhugsunarvert hvað margir slíkir þursar hafa ekkert fyrir því að kynna sér stefnu og áherslur Miðflokksins áður en þeir skruna stjórnlaust um takkaborðið.

Síst er þó skárri kafbátahernaðurinn gegn Miðflokknum, því erfitt er að verjast slíkum árásum.  Þetta þetta var lýðnum ljóst í sveitastjórnarkosningum á Fljótsdalshéraði 2018 og nú í sameiginlegu sveitarfélagi þann 19.9.2020 s.l. á Austurlandi.

Það er magnað að upplifa þá sérkennilegu stöðu, að vera að vinna af heilindum fyrir sitt sveitarfélag og uppskera hversu í litlu það er metið og að sú vinna falli í skuggann af ástæðum, sem kemur okkar sameiginlega sveitarfélagi ekki nokkurn skapaðan hlut við.

Boltinn var gefinn upp í sveitastjórnarkosningum 2018 þegar kjörnir fulltrúar hinna flokkanna gerðu með sér bandalag um að gera veg Miðflokksins sem minnstan og sammæltust um að gefa flokknum einungis færi á að vera með áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum, þvert á samþykktir sveitarfélagsins.  Stórmannlegt framlag verður að segjast, a.m.k. virðist kjósendum sveitarfélagsins hafa hugnast það bærilega.

Þrátt fyrir þessi bolabrögð var unnið gott starf á vegum Miðflokksins á Fljótsdalshéraði, sem gaf tilefni til þess að sveitarfélagið allt nyti góðs af nýrri nálgun framboðsins, skýrri framtíðarsýn og auknum tekjum inn í samfélagið.

Ég játa það fúslega að ég var verulega svekktur þegar úrslitin voru gerð kunn.  Þó það hafi verið súrt, verður að halda fram veginn og vinna okkar góð málstað framgang og kynna hann betur.

Það er ekki síður dapurlegt að skynja það, að hin framboðin til sveitastjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Borgafjarðar, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar, virðast hafa verið með það innistæðulausa og lélega málefnastöðu, að þau hafi þurft að grípa til þeirra örþrifaráða að grafa upp gamlar syndir Miðflokksins í örum sóknum, til að koma sér á framfæri í kosningabaráttunni.  Aumt ef satt reynist.  Neðar verður ekki komist í kosningabaráttu og klárlega höggi undir beltisstað.  


Er það ef til vill ástæðan fyrir því að svo margir sáu þann kost vænstan, að mæta ekki á kjörstað á Fljótsdalshéraði?


mbl.is „Sjálfstæðisflokkurinn, blessuð sé minning hans“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Held að dræm þátttaka hafi helgast af þvi að folk á ekki von a því að það verði neitt gert af kostningaloforðum enda verða allir 11 postularnir uppteknir í því að koma hinu sameinaða sveitafélagi a koppinn fyrir næstu kostningar.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.9.2020 kl. 22:24

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Hallgrímur.

Þetta er eflaust rétt hjá þér en það er samt lágmarks kurteisi við þá, sem eru að vinna fyrir samfélagið, að þeir upplifi áhuga samborgaranna á því framlagi.

Sama fólkið, sem ekki nennir að mæta, er ávallt tilbúin að gagnrýna og gera kröfur um að kjörnir fulltrúar eigi að vinna svikalaust að hugðarefnum þeirra sem ekki nenntu kjörstað.  Þá eru þeir fullfrískir og áhugasamir í gagnrýni sinni og enginn hörgull á athugasemdum.

Það er borgarleg skylda að mæta á kjörstað og kjósa. 

Benedikt V. Warén, 27.9.2020 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband