Egilsstaðaflugvöllur. Svikið loforð Framsóknarflokksins.

AUSTURFRÉTT:

Viðspyrna fyrir Austurland

Höfundur: Sigurður Ingi Jóhannsson, • Skrifað: 05. maí 2020.

Ríkisstjórnin kynnti nýverið annan áfanga efnahagsaðgerða sinna undir yfirskriftinni „Viðspyrna fyrir Ísland“. Í fyrsta áfanga fyrir um mánuði síðan voru kynntar miklar fjárfestingar í samgöngum og byggðamálum til að vinna gegn samdrætti. Mikill einhugur er um að bregðast hratt við þeim usla sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið um allan heim. Áskorunin er tvíþætt, annars vegar hefur innlend eftirspurn dregist saman og hins vegar er algert frost í ferðaþjónustu á heimsvísu

........

og áfram heldur Sigurður:

........

Gerðar verða nauðsynlegar endurbætur á Egilsstaðaflugvelli til að tryggja flugöryggi á Íslandi, efla varaflugvallarhlutverkið og auka virði og getu til aukinna umsvifa. Á Egilsstöðum verður hægt að taka á móti stærri og fleiri flugvélum sem gæti skapað atvinnu.


........

Var að glugga í fjárlagarumvarpið, sem er nú í vinnslu á Alþingi, ekki finn ég neitt sem byggir undir það sem Sigurður var að fjalla um og verður athyglivert hvort eitthvað rekur á fjörur hans til að hann hafi einhverja innistæðu fyrir digurbarkalegum yfirlýsingum þegar hann ríður um héröð Austurlands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband