Kristján Þór Júlíusson vafrar líka í Austfjarðaþokunni.

Í aðdraganda alþingiskonsinganna 2006 hélt Kristján Þór Júlíusson úti heimasíðu og þar kom fram aldeilis metnaðarfull greining hans á samgöngumálum kjördæmisins og vel að merkja, flestir vita að kjördæmið nær frá Lónsheiði á Austurlandi að Tröllaskaga á Norðurlandi.  

Samgöngumál
Ég tel bráðnauðsynlegt að halda áfram að bæta samgöngur innan kjördæmisins og ekki síður milli þess og annarra landshluta. Hér bíða fjölmörg brýn verkefni sem ég mun fjalla sérstaklega um annars staðar hér á vefsíðu minni en margir munu kannast við baráttu mína fyrir hálendisvegi milli Akureyrar og Reykjavíkur, Vaðlaheiðargöngum og flugsamgöngum milli Akureyrar og Reykjavíkur og fyrir beinu flugi til útlanda frá Akureyri
.  

Eftir nokkur skeyti okkar í milli á netinu hvarf þessi kafli, er K.Þ.J. varð það ljóst að kjördæmið náði örlítið út fyrir Eyjafjarðasvæðið.  Rétt er að vekja athygli á því að K.Þ.J. tók sérstaklega fram bættar samgöngur.  Ekki var hægt að skilja að í því fælist að lengja leiðir, heldur þvert á móti, að bættar samgöngur og stytting væri keppikeflið, - eða átti K.Þ.J. eingöngu við samgöngur til og frá Akureyri.  

Það vakti ekki síður furðu, þegar Kristján Þór opinberar skoðun sína á fundi í Fjarðabyggð, haustið 2010, að heppilegt væri að færa Þjóðveg eitt á Austurlandi um firði með tilheyrandi veglengingu.  Illa rímaði það við að bæta og stytta leiðir.  Í þessu tilfelli hefði verið nær að fjalla um að færa Þjóðveg eitt í fyllingu tímans, þannig að hann mundi liggja um Öxi og stytta þar með hringveginn umtalsvert. 

En þessar nýju áherslur K.Þ.J. gefa tilefni um að athuga legu Þjóðvegar eitt í víðara samhengi.  Á t.d. með bættum samgöngum út Eyjafjörð, að færa Þjóðveg eitt þannig að hann verði skilgreindur um Siglufjörð, en ekki um Öxnadalsheiði, sem þó liggur nokkrum metrum hærra en vegur um Öxi og liggur þar að auki hjá garði nokkurra stórra bæjarfélaga á Tröllaskaganum

Verður ekki að vera samræmi í hlutunum ágæti ráðherra Kristján Þór Júlíusson?


mbl.is Framsóknarmenn ósáttir með ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Pelli, það er ljótur leikur að rifja upp gömul loforð. Hvað þá ef á þau hefur verið minnst fyrir kosningar.

Ég man nú samt eftir Austragrein frá þér þar sem Axarvegur var talinn það óheppilegur vegna EES reglna um nagladekkjanotkun að réttast væri að gleyma honum og dvelja frekar kexruglaður í Köben yfir vetrarmánuðina.

En nú væri ekki úr vegi að stofna Axarvinafélagið og Fjarðarheiðarvini til að berjast fyrir friðlýsingu vegarins yfir Fjarðarheiði og um Öxi. Áður en sveitastjórnaséníin koma því gegn ásamt Sigurði flugvallabana að fólk verði rukkað alveg sérstaklega fyrir að fara að heiman. Eins og allt útlit er nú fyrir, allavega í tveimur varamannaskýlunum.

Magnús Sigurðsson, 7.10.2020 kl. 19:49

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Magnús.

Já satt er það, en góð og safarík loforð eru freistandi að endurvinna.

Hvað varðar ESB og EES þá er það kassalagaða gengi með eina lausn á hverju máli og af því að nagladekk fara illa með volgt malbik á Krít þá finnst þeim rétt að banna slíkan búnað heilt yfir í Evrópu, - eða því sem næst.

Svo eru það Íslenska ESB-gammagengið, sem gleypir allt hrátt sem frá Brussel kemur, því hugnast aldrei að sækja um undanþágu vegna sérstakra aðstæðna, nema það sé íþyngjandi fyrir okkur. 

Er ekki komið að því að létta okinu af Reykvíkingum og veita þeim frelsi frá landsbyggðinni og leyfa þeim að reka sitt borgríki sjálfir og án íþyngjandi kvaða um að halda landsbyggðinni á floti.

Benedikt V. Warén, 8.10.2020 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband