16.10.2021 | 13:47
Fornminjarnar yfir Lagarfljótið
Árið 1905 var brúað yfir Lagarfljótið við Hlaðir og var það mikið mannvirki og í tugi ára hefur brú verið á þessum stað, sem var sú lengsta á landinu. 1906 þurfti þó að endurbyggja brúna og endurbæta, vegna þess að hana tók af í leysingum er ísflekar tóku hana um koll. Árið 1956 var brúin endurbætt og gerð tvíbreið og hefur þjónað sem slík síðan.
Frá því að brúin var byggð hefur mikið vatn runnið til sjávar undir hana og notkunin breyst frá því að flytja mannskap, póst og varning á hestum í að fara yfir hana á þungum dráttarbifreiðum og flytja þunga farma á aftanívögnum. Brúin var ekki hönnuð til þeirra flutninga og er eðlilega háð þungatakmörkunum. Brúin er auk þess með klæðningu út timbri og þolir illa þá miklu umferð um hana og þarf því mikið viðhald af þeim sökum.
Löngu tímabær endurbygging hefur dregist úr hömlu og skrifast eingöngu á vandræðagang og ákvarðanafælni ráðamanna í sveitastjórn á mið-Héraði. Þeir hafa ítrekað ýtt verkefninu á undan sér án þess að koma því inn á aðalskipulagið. Vandamálið mun vaxa hratt úr þessu og nú þegar eru talsverð vandræði að koma þungum tækjum milli staða og eigendur og umráðamenn þeirra þurfa að aka um langan veg til að koma stórum vinnuvélum á milli staða. Það kostar bæði tíma, fyrirhöfn og fjármuni.
Lagarfljótið er grunnt rétt sunnan við núverandi brú og því auðvelt með nútímatækni að brúa Lagarfljótið þar og færa vegstæðið allt sunnar á nesinu. Þá skapast svigrúm til að klára lengingu flugvallarins, sem hefur setið á hakanum vegna ráðaleysis fyrrnefndra fulltrúa sveitarfélagsins um að tryggja framtíðarlausn tveggja mikilvægustu samgöngumannvirkja sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga byggir á því að grafa og dæla upp efni úr botninum og skapa eyju í miðju Lagarfljóti um 3-400 metrum sunnan við núverandi brú (sjá kort). Byggð yrði lágreist brú frá landi Egilsstaðamegin út í eyjuna og á hinum bakkanum ögn háreistari yfir á bakkann rétt norðan við Stekk. Ný veglína kæmi á landamerkjum Ekkjufells og Skipalækjar með stefnu upp á bakvið Vínland og Ekkjufellssel og kæmi inn á þjóðveg eitt við enda Urriðavatns.
Egilsstaðamegin færðist vegurinn að Nátthagavíkinni og væri allur nær klettunum norðan við Egilsstaðabýlið. Þar mætti hæglega koma fyrir undirgöngum fyrir bústofninn, til að skerða sem minnst aðkomu bænda að landi sínu á Egilsstaðanesinu.Gamla brúin fengi það hlutverk að vera samgöngumannvirki fyrir létta bílaumferð, hjólandi og gangandi milli þéttbýliskjarnanna sitt hvoru megin Lagarfljóts og veginum breytt til samræmis við breytta nýtingu á Egilsstaðanesinu.
Eyjan hefði fjölþættan tilgang. Syðst væri hægt að koma fyrir höfn fyrir áhugasama um siglingar á Lagarfljóti. Þar væri einnig kjörinn staður fyrir hundagerði til útivistar til að spranga með fjórfætta vini og til viðra eigendur þeirra í leiðinni.
Norðan við nýjan þjóðveg eitt á eyjunni, væri yfirbyggð nútímaleg sorpflokkunarmóttaka og þar skammt frá yrði byggð hátækni skólphreinsistöð fyrir skólp frá byggð beggja megin Lagarfljóts. Við þessar breytingar nýttist skipulögð landspilda fyrir löngu tímabæra lengingu flugvallarins til suðurs.
Byggingasvæði í Fellabæ yrði mun vænlegri kostur, þ.e. að vera ekki skorið að endilöngu af þjóðvegi eitt og þungaflutningum sem þeirri leið fylgir.
Næsta grein mín verður um vegtengingu til Vopnafjarðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2021 | 00:12
Fréttamannafimbulfamb
Til hvers eru fréttamenn?
Flestir telja að þeim sé tamt að segja satt og rétt frá og upplýsa alþjóð.
Hver er helsta spurning þeirra í viðtölum vegna vinnu við stjórnarmyndun?
Hver verður forsætisráðherra?
Leitun er að fregna um málefni, sem vinna á með næsta kjörtímabil. Er ágreiningur um þau?
Hver eru í sátt og hver ekki?
Fróðlegt er einnig að sjá hvernig sumir lenda í orrahríð fréttamanna á meðan aðrir sigla lygnan sjó þeirra.
Oft bögglast fyrir manni hvað hlutlaus fréttamennska þýðir í raun.
![]() |
Spennandi ráðherrakapall hafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2021 | 15:32
Gengur ristvél fyrir bensíni eða díselolíu?
Ég á hins vegar tæki sem notar rafmagn og nefnist brauðrist.
Ristvél er eitthvað sem mér er hulið hvað er.
![]() |
Sætkartöflusnakkið sem krakkarnir elska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.10.2021 | 21:42
Það er lengi að gerjast messuvínið í Minna-Knarranesi
Oft er talað um skipta um hest út í miðri á, en Birgir gerir betur, leggur á dráttarklár Íhaldsins áður en heldur til þings og sendir þann hvíta á beit út í haga. Hugsanlega til að ríða honum síðar ef hann fær sömu tilfinninguna og Gunnar heitinn á Hlíðarenda er hann leit til baka á leið sinni í útlegð.
Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi.
Þar að auki hugsar maður um siðferði Biblíunnar um fyrirgefningu, yfirbót og iðrun. Hvenær á hún við og hvenær ekki?
En... Biblían er eins og önnur mannana verk, - bara túlkunaratriði.
![]() |
Vita ekki hvort Erna fylgi Birgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2021 | 14:09
Enn eitt dómadagsruglið hjá ESB-mafíunni,,,,,
...hótanir, yfirgangur og þvinganir eina ferðina enn ef ekki er farið að gerræðislegu ofríki sambandsins. Þetta heitir frekjustjórnun, sem reynt er að venja óþekka krakkagemlinga snarlega af.
Vona að aldrei verði farið í að tengja Ísland meira við Evrópu en nú er orðið, hvorki efnahagslega né með rafstreng.
Sjálfstæði okkar er of dýrmætt til að láta sér detta í hug að rétta þessu gengi litla fingurinn, hvað þá meira.
![]() |
Vilja banna íslenskan lax í Hollandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2021 | 14:14
Bæjarstjórnin í Múlaþingi og Seyðisfjarðagöngin
Nokkuð hefur verið fjallað um Seyðisfjarðagöng og sýnist þar sitt hverjum. Stjórnendur í Múlaþingi eru tvístígandi í hvar gangamunninn á að koma út Héraðsmegin og virðist bæjarstjórninni frekar hlusta á rök annarra en að líta til þess hvar vilji Seyðfirðinga liggur og hvernig samspil vegfarenda og íbúa Egilsstaða og Seyðisfjarðar fara best saman.
Hver er vilji Seyðfirðinga? Hefur verið gerð könnun á vilja hvar hugur þeirra stendur til samganga til og frá sveitarfélaginu þeirra? Hvert er samspil flugvallarins á Egilsstöðum við Seyðisfjarðagöng og höfnina á Seyðisfirði? Er hægt að vinna með skemmtiferðaskip og nýta þetta samspil til að koma á verkefni um farþegaskipti?
Tvær leiðir
Í þessu verkefni virðast einungis tvær leiðir færar, suðurleið eða norðurleið. Þær leiðir þurfa ítarlega skoðun og verður að greina kosti og galla með hvar framtíðarlega vegarins skili hámarks arði til langrar framtíðar. Aðrar tillögur, sem hafa komið fram eru illa ígrundaðar og meingallaðar, að mínu mati. Hafa ber í huga að þessi vegur mun vega þungt í framtíðarskipulagi Egilsstaðabæjar til langrar framtíðar. Nokkuð hefur borið á áhyggjum á að fyrirtæki hafi sett sig niður við þjóðbraut. Vissulega er það svo og taka verður sérstakt tillit til þeirra sjónarmiða við færslu þjóðbrauta. Hitt er svo að þessi framkvæmd tekur nokkurn tíma og breytingar eiga sér stað hjá fyrirtækjum í miðbæjum. Þau þróast og þurfa meira rými, sem oft á tímum er ekki í boði í hjarta bæjarfélags auk þess eru sum bæjarfélög betur staðsett í þjónustulegu tilliti og mikið þarf til að það breytist.
Leið eitt, norðurleið (Blá á korti)
Unnið með tillöguna um að gangamunninn verði fyrir ofan Steinholt með vegtengingu inn á þjóðveg 93 fyrir neðan Lönguhlíðina. Ekki þarf að gera annað að þessu sinni en að leggja vegstubb að núverandi vegi og brúa Miðhúsaána og umferð fer sömu leið og nú, yfir núverandi brú á Eyvindará og inn á Fagradalsbraut. Jafnframt verði unnið með eldri hugmyndir Vegagerðarinnar um brú við Melshorn og í framhaldi þarf stjórn Múlaþings að girða sig í brók, er varðar skipulag vegna nýrrar brúar á Lagarfljót með tilliti um lengingu Egilsstaðaflugvallar til suðurs. Þegar þessi fram
kvæmd verður öll komin til framkvæmda, þá léttist verulega á umferð um miðbæ Egilsstaða, sérstaklega vegna þungaflutninga. Svörtu brotastrikin á kortinu eru jarðgöng.
Leið tvö, suðurleið (Rauð á korti)
Verði valið að fara svokallaða Dalhúsaleið, skal gerð krafa um að gera um eins kílómetra löng göng í gegnum Egilsstaðaháls, gengt gangamunnanum við Dalhús og þaðan beint niður á Vallaveg við Kollstaði. Þá næst sama niðurstaða og við norðurleiðina, það mundi létta á allri umferð um miðbæinn.
Leið tvö er það langt frá núverandi þéttbýli á Egilsstöðum að ekki þarf að taka tillit til skipulags bæjarins í bráð og helgunarréttur vegarins verður virtur við skipulag umhverfis veginn á síðari stigum. Auðvelt verður að hanna að- og fráreinar frá veginum og mislæg gatnamót í fyllingu tímans.
Hvor leiðin sem farin verður, breytir samt ekki þeirri staðreynd að það verður að byggja nýja brú á Lagarfljót fyrr en seinna.
Næsta grein mín fjallar um það mál.
4.10.2021 | 21:36
Niðurskurður sem litlu skilar
Í tæp eitthundrað og fimmtíu ár hefur riðan verið að hrella bændur á Íslandi. Enn er hún að stinga sér niður hjá bændum víða um land. Það er morgunljóst að niðurskurður er ekki lausnin á vandamálinu.
Er búið að leita annarra leiða í baráttunni við þennan vágest?
Er gerlegt að girða af hólf og skera eingöngu fé innan þess, sem fær riðu?
Er líklegt að einhver fjárstofn sé ónæmur fyrir riðu?
Hefur það verið kannað rækilega á vísindalegan hátt?
![]() |
Misvísandi og ótímabær umræða um niðurskurð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 5.10.2021 kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2021 | 08:38
Trúarbragðastríðið um nýja stjórnarskrá
Merkilegur er málflutningur þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá, - strax. Ekki einasta hvað það fer mikið í taugarnar á þeim að sú gamla sé þýdd og staðfærð að íslenskum veruleika úr dönsku, heldur tala þeir niður Stjórnarskrána án þess að vita um innihald hennar að neinu marki.
Ekki síst er það magnað, að sama grúppan er alveg föst á því að taka upp allar greinar, sem frá ESB koma, og þýða þær beint án þess að nokkur velti fyrir sér hve margar greinar þaðan eiga illa við okkar samfélag, - sumar bara alls ekki.
Að skýla sér á bakvið samþykktir stjórnlagaráðs, sem stofnað var til undir skuggalegum formerkjum og öll vinnubrögð þess í takt við það. En náttúrulega var það bara enn eitt ruglið í samfélaginu. Svona klúbbur getur ályktað út og suður án þess að það hafi aðrar afleiðingar en að vera vettvangur skoðanaskipta. Það er hins vegar athyglivert að gefa sér það að Alþingi beri að taka þetta fyrir og nýti sem nýja stjórnarskrá. Af sinni sérstöku hógværð telur þessi klúbbur sig vera fulltrúa meirihluta þjóðarinnar. Það jafnast fátt á við slíkt lítillæti.
Þessi klúbbur skirrist ekki við að nota blekkingar og beinlínis lygar við að koma sínu á framfæri og svo kyrjar söfnuðurinn í kór og lítur á skoðun sína sem heilagan sannleik.
Þetta eru trúarbrögð, hver nýta sér heimatilbúna útfærslu á sannleikanum.
24.9.2021 | 10:39
Viðreisn, - skúffuklúbbur Samfylkingarinnar.
Samfylkingin og Viðreisn eru helteknir af því að GERA SAMNING við ESB. Það vita allir upplýstir einstaklingar að krafa um inngöngu er ekki samningsatriði, frekar en að það sé samningsatriði að fá að vera í gallabuxum og strigaskóm á fundum Frímúrara.
Reglur ESB eru ófrávíkjanlegar og um það eitt hægt að semja, hve langan tíma ríkistjórnir gefa sér að fullgilda inngönguskilyrði ESB. Þetta er margbúið tyggja ofan í mannskapinn en á einhvern óskiljanlegan hátt hefur það farið framhjá þingmönnum Viðreisnar og kjósendum hans.
Það vita allir upplýstir einstaklingar að innganga í ESB hefur það í för með sér að opna landhelgina fyrir veiðiskipaflota Evrópu. Það er EKKI samningsatriði, það er krafa ESB og ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir inngöngu.
Viðreisn heldur að þeir geti unnið sigur á ESB, eins og Don Quixote, sem var að berjast við vindmyllur í líki aðalsins á Spáni á sextándu og sautjándu öld.
Samsvörun Viðreisnar og baráttan við vindmillurnar eru ótrúleg og merki Viðreisnar er þar punkturinn yfir i-ið, - eins og spaði vindmillunnar.
![]() |
Ríkisstjórnin gæti haldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.9.2021 kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.9.2021 | 18:58
Er RÚV með augnleppa gagnvart Samfylkingunni?
Nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar kominn á þunnan, hálan ís. Það vekur athygli hve hljótt er á göngum RÚV um fjármál Kristrúnu Frostadóttur.
Öðru vísi áður brá hjá RÚV, þegar framsóknarmenn máttu ekki ganga fyrir húshorn án þess að samsæriskenningar voru komnar á flug hjá RÚV. Allt sem miður fór í samfélaginu var framsóknarmennska og þar gilti einu hvort það var í fréttatíma, umræðuþætti eða skemmtiþætti.
Nú er öldin önnur og Miðflokkurinn hefur tekið við þessum eitraða kaleik RÚV, sem gerir það sem í þeirra valdi stendur að hunsa Miðflokkinn og og formann hans.
Þetta er sérkennileg hlið á óháðri umfjöllun.
![]() |
Sagði að Kristrún myndi svara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.9.2021 kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)