Það er lengi að gerjast messuvínið í Minna-Knarranesi

Oft er talað um skipta um hest út í miðri á, en Birgir gerir betur, leggur á dráttarklár Íhaldsins áður en heldur til þings og sendir þann hvíta á beit út í haga.  Hugsanlega til að ríða honum síðar ef hann fær sömu tilfinninguna og Gunnar heitinn á Hlíðarenda er hann leit til baka á leið sinni í útlegð.

Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi.

Þar að auki hugsar maður um siðferði Biblíunnar um fyrirgefningu, yfirbót og iðrun.  Hvenær á hún við og hvenær ekki? 

En... Biblían er eins og önnur mannana verk, - bara túlkunaratriði.

 


mbl.is Vita ekki hvort Erna fylgi Birgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll æfinlega Benedikt; sem og aðrir þínir gestir !

Lengi skal manninn reyna; Benedikt minn / jeg: ásamt fjölmörgum annarra hjer á Suðurlandi hugðum Birgi stærri í sniðum en á daginn kom, ágæti Hjeraðsbúi.

Með beztu kveðjum.; sem optar, hjeðan af Suðurlandi yfir til Austurlands /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.10.2021 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband