Gengur ristvél fyrir bensíni eða díselolíu?

Ég á hins vegar tæki sem notar rafmagn og nefnist brauðrist.

Ristvél er eitthvað sem mér er hulið hvað er.


mbl.is Sætkartöflusnakkið sem krakkarnir elska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rafmagni, eins og eldavélin, þvottavélin og hrærivélin. Og í bakarofni eldavélarinnar minnar er krómuð stálrist (vita gagnslaus ef hún væri úr brauði). Stígvél ganga svo fyrir mannafli. Svo þvær maður í þvottavélinni og ristar í ristavélinni, stígandi í stígvélunum ef uppþvottavélin lekur.

Ristavél, vél sem ristar, er rökréttara en brauðrist, rist úr brauði. En þér er auðvitað frjálst að nota hvaða gælunöfn sem þú vilt á þín heimilistæki. Bara ekki halda að allir telji nafngiftirnar rökréttar þó þú sért vanur þeim.

Glúmm (IP-tala skráð) 13.10.2021 kl. 17:48

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og landið sem á máli innfæddra heitir Moldova kallast á íslensku Moldavía.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2021 kl. 17:59

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Glúmm.

Þakka þitt skemmtilega innlegg við athugasemd minni.  Getur þú nefnt mér dæmi um orðabók, sem skýrir út hvað ristvél er?

Stígvél gæti sem best verið reiðhjól, en orðabókin segir annað.

Mbkv. 

Benedikt V. Warén, 13.10.2021 kl. 23:27

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Já Guðmundur og bein þýðing á landinu Helvetia er þá ......?

Benedikt V. Warén, 13.10.2021 kl. 23:34

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helvetia er nafnið á kvenkyns holdgervingi (nokkurskonar "fjallkonu") landsins Confoederatio Helvetica, en í beinni þýðingu útleggst það á íslensku sem Sambandsríkið Sviss.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2021 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband