Þolir heilbrigðiskerfið meiri afskipti Vinstri Grænna?

Heilbrigðiskerfið er búið að vera á forræði Vinstri grænna síðasta kjörtímabil.  Hver og einn getur svarað fyrir sig hvernig til hefur tekist.  Meirihlutinn hefur þá sögu að flest hafi þar farið hressilega úrskeiðis á vakt núverandi heilbrigðisráðherra Vinstri Grænna.

Katrín Jakobsdóttir skorar nú á landsmenn að framlengja umboð sitt og síns flokks, til að vinna betur í heilbrigðismálum þjóðarinnar.

Er hún að tala um að það þurfi lengri tíma til að rústa heilbrigðismálunum endanlega?


Maður spyr sig.


Bragð er að, þá barnið finnur

Ásmundur Stefánsson:

Ég kaus Sam­fylk­ing­una síðast en hún blaðrar bara út í eitt og hef­ur ekk­ert inn á borðið að setja.

Er hægt að orða þetta betur?

 


mbl.is „Samfylkingin blaðrar út í eitt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður forsetinn sá næsti sem verður látinn taka pokann sinn?

Miðað við múgsefjun síðustu daga má búast við að Stígamót gangi í málið og dómstóll götunnar krefjist aðgerða á Bessastöðum.

Ekki verður því að óreyndu trúað, að þessir aðilar verði uppvís að gróflegri mismunun.


mbl.is Fyrrverandi starfsmaður forseta lagði fram kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sennilega mundi Helgi sleppa.....

.....frá þessu öllu ef hann greiddi Stígamótum einhverja milljón kalla og fengi í kaupbæti aflátsbréf.

Hvort eru Stígamót trúfélag eða pólitísk samtök?  


mbl.is Stígamót skora á Áslaugu að setja Helga af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjáningarfrelsi bara fyrir suma.

Dónar pirra dömurnar

og djöflast á Facebook, Helgi

Það eru meiri þrautirnar

að þola slíka belgi.


mbl.is Helgi áður lent í klandri á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki benda á mig, sagði,,,

...varðstjórinn.

Auðvita er ljótt að segja að einhver sé að gera eitthvað sem má ekki, - jafnvel þó það sé sannleikanum samkvæmt.

Fróðlegt verður að fylgjast með framvindunni.  

Lögfræðingar ráðherra fá verk að vinna.


mbl.is Sakar Persónuvernd um rógburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikin loforð í Norðausturkjördæmi.

Það er að verða nokkuð ljóst, að það á að stinga öllum framkvæmdaáætlunum við Egilsstaðaflugvöll undir stól fyrir þessar kosningar.  Sveitastjórn Múlaþings þegir þunnu hljóði eins og þeim komi málið hreint ekkert við.  Aðeins mjóróma rödd Austurbrúar, um Loftbrú kemur tröllinu syðra til að rumska. „Hver er að trampa á brúnni minni“, heyrist úr samgönguráðuneytinu. 

Reyndar er þetta nær dæmisögunni um Litlu gulu hænuna þar sem margir gera tilkall til að hafa „fattað upp á“ Loftbrúnni.   Vandamálið er hinsvegar; - hver er Litla gula hænan í þessu ævintýri?

Loforð Framsóknarflokksins um stórkostlegar framkvæmdir 2020 breyttust á einni nóttu 2021 í björgunaraðgerðir til þess að flugvellinum yrði ekki lokað um óákveðinn tíma.  Hugmyndir samgönguráðherra um að færa verkefni Egilsstaðaflugvallar undir ISAVIA Keflavík hurfu eins og dögg fyrir sólu, þegar stjórn ISAVIA hunsaði vilja Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem lyppaðist niður undan ströngu augnaráði undirmanna sinna.  Einhver hefði haft döngun í sér að skipa nýja stjórn við þessar aðstæður.  Fyrsta sæti Framsóknarlistans vermir þingmannsefni úr Eyjafirði.  Hvers má vænta?  Loforð, sem auðvelt verður að svíkja?  Sporin hræða, það er eina sem er alveg víst.

Sjálfstæðismenn, með Njál Trausta Friðbertsson við stjórnvölinn, sjá ekki austar en sem nemur Vaðlaheiðinni, þó búið sé að gera rándýrt gægjugat í hana.  Kjósendur Sjálfstæðisflokksins handan Vaðlaheiðarinnar geta gengið að því vísu, að atkvæði greidd flokknum núna, gera það eitt að efla efstu menn listans að auka lífsgæði fólksins á Eyjafjarðasvæðinu á kostnað hinna.  Egilsstaðaflugvöllur á ekki talsmann meðal þingmannaefna í fyrstu sætum D-listans í Norðausturkjördæmi.

Skammarlegast er þó, að sveitastjórnarmenn (-konur) nefndra flokka í Múlaþingi virðast ekki vera í neinu sambandið við móðurflokka sína á Alþingi, um málefni Egilsstaðaflugvallar,  frekar en að hvorki sé búið að finna upp síma né önnur fjarskiptatæki.

Máski er það annað sem veldur:

Algjört áhugaleysi á verkefninu hjá umræddum fulltrúum í Múlaþingi. 

 

 


Nú er fyrsta haustlægðin á leiðinni, - kosningalægðin...

...sem samkvæmt gleggstu manna, spá verður ekki kröpp.  Lítil þáttaka kjósenda mun setja mark sitt á þessar kosningar.  Athyglivert er að verða vitni að þessum takmarkaða áhuga á pólitík en að sama skapi kröfuhörku um öflugan og heilsteyptan þingheim.  Þingheimur verður þó aldrei betri en þeir sem kjósa hann, - eða kjósa ekki.

Þeir sem ekki kjósa eru hins vega mjög áhugasamir um Alþingi og vita allt betur en kjörnir flulltrúar.  Þeir hafa því miður aðeins yfir að ráða, röfli og dónalegri útgeislun á netinu. 

Þeir sem ekki kjósa ættu að sjá sóma sinn að halda sig til hlés í umræðunni a.m.k. þar til kosið verður næst.


Fílar í postulínsbúðum

Fyrir nokkru bloggaði ég; Stór-Reykjavíkursvæðið og Kraginn = Eitt kjördæmi

Ég setti þetta svona upp til að fá umræður um hve óheppilegt er að hafa einn stóran áhrifavald inn í stóru kjördæmi lítilla eininga, þar sem valdahlutföllin eru þeim minni mjög í óhag.  Sá stóri er eins og fíll í postulínsbúð. 

Svo merkilegt sem það kanna að virðast hafði einungis einn skoðun á málinu.  Ég verð að biðja vin minn, Magnús Sigurðsson, afsökunar á þessari útfærslu, þar sem ég ruglaði hann í ríminu með að setja hlutinn upp þvert á hug minn.

Ég hef nokkrum sinnum bent á að það sé óheppilegt að hafa Eyjafjörðinn í einni sæng í NA-kjördæminu og eins og að setja Reykjavík í kjördæmi með Kraganum, þá verður þyngdarpunkturinn á röngum stað og raddir minni sveitarfélaganna eru kæfðar af því stóra.

Þetta sést best á því að efstu menn framboðslistanna raða sér eftir búsetu í stærsta kjarnanum og hinir minni fá þann „heiður“ að raða sér neðar á listann, til að öllu „réttlæti“ sé fullnægt.  Allir vita að þar eru þeir eingöngu sem uppfylling.

Næsta þing verður að taka á þessu misvægi og í NA-kjördæmi verður að færa hlutina til betri vegar og kanna hvort ekki sé heppilegra að Eyjafjörður verði eitt kjördæmi í framtíðinni, og NA-kjördæmið nái frá Vaðlaheiðinni að Skeiðarársandi. 


Afréttarinn mættir til að rétta kúrsinn á....

...kútter D-listans áður Bjarni Ben siglir öllu í strand.

Hefði betur verið kominn við umræðuna um Orkupakka 3.


mbl.is Arnar þiggur sætið: „Ekki á móti alþjóðasamstarfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband