Er RÚV með augnleppa gagnvart Samfylkingunni?

Nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar kominn á þunnan, hálan ís.  Það vekur athygli hve hljótt er á göngum RÚV um fjármál Kristrúnu Frosta­dótt­ur.

Öðru vísi áður brá hjá RÚV, þegar framsóknarmenn máttu ekki ganga fyrir húshorn án þess að samsæriskenningar voru komnar á flug hjá RÚV.  Allt sem miður fór í samfélaginu var framsóknarmennska og þar gilti einu hvort það var í fréttatíma, umræðuþætti eða skemmtiþætti.

Nú er öldin önnur og Miðflokkurinn hefur tekið við þessum eitraða kaleik RÚV, sem gerir það sem í þeirra valdi stendur að hunsa Miðflokkinn og og formann hans.

Þetta er sérkennileg hlið á óháðri umfjöllun.


mbl.is Sagði að Kristrún myndi svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband