14.2.2011 | 20:40
Þökk sé stjórnarskránni, að höfum við forseta....
Það sem er merkilegast við þetta, er að lögfróðir menn skulu ekki sjá ruglið í þessu. Bretar og Hollendingar væru fyrir löngu búnir að fara dómstólaleiðina, ef þeir vissu ekki eins og er. Sú leið er mjög torsótt, svo ekki sé meira sagt.
Í venjulegu siðuðu samfélagi er dómstólaleiðin stundum eina færa leiðin til að leysa úr ágreiningi. Það breytir hins vegar ekki því, að allt að þeim tímapunkti þar til dómur fellur, - er sáttaleiðin fær.
Þetta er sú leið sem ég hef fyrir löngu ákveðið með sjálfum mér að sé eina leiðin út úr þessu máli. Látum Breta og Hollendinga leggja þetta fyrir dóm. Þá fáum við rökin og þær málsgreinar sem vitnað er í, þeirra máli til stuðnings. Þá, og ekki fyrr en þá eigum við að hugsa okkar gang. Það segir mér hugur að Bretar og Hollendingar láti sér aldrei detta það í hug að fara þá leið, til þess er lagastoðin of veik.
Mín skoðun er samt sem áður sú, að það á að dæma í málinu. Það hefur forræðisgildi og það þarf að fá niðurstöðu í þetta mál, - klippt og skorið.
![]() |
Icesave afgreitt af fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2011 | 17:05
Ekki spurning......
Vill hún henda birgðum á axlir barna og barnabarna?
Viljum við gera gegn lögum um innustæðutryggingu?
Viljum við gangast í ábyrgð við fjárglæframenn, sem virðast hafa rænt banka okkar innanfrá?
Mitt svar er:
NEI!!!! Ég samþykki aldrei ICESAVE-KLAFANN hvorki á mig né fjölskyldu mína.
![]() |
Tillaga um þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2011 | 16:58
Þar af alltaf ein á Egilsstaðaflugvelli.
Rökin:
- Gjöful mið eru út af Austurlandi. Fiskiskipaflotinn því oft stór. Langt að bíða eftir björgun úr Reykjavík.
- Siglingaleið stórra skipa út af Austurlandi, m.a. Norræna.
- Yfirflug stórra flugvéla, heimsálfa á minni er mjög oft yfir Austurlandi.
- Með því að hafa eina þyrlu í Reykjavík og aðra á Egilsstöðum, næst besta nýting vélakostsins.
![]() |
Ávallt verði tvær þyrlur til staðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2011 | 13:13
Var Svandís Svavarsdóttir á móti ESB umsókn?
Tilefni fyrirspurnar minnar eru orð hennar, þar sem hennar túlkun á lögum sé sú, að það sem er ekki leyft skv. lögu sé bannað.
Hvar í landslögum er stjórnvöldum veitt heimild til að:
a) Sækja um aðild að ESB?
b) Þiggja pening frá ESB til að auðvelda umsókn?
Því hítur að vera rökrétt að varpa fram þessari fyrirspurn:
Var Svandís Svavarsdóttir á móti ESB umsókn?
Svandís dró jafnframt í efa að einhver annar, en Flóahreppur mætti greiða fyrir skipulagsvinnu hreppsins.
Því hlítur maður að einnig velta öðru fyrir sér?
Er í þessu samhengi rétt að ESB veiti styrk til að auðvelda inngöngu í sambandið. Var það í þökk Svandísar Svavarsdóttur að þeim styrki var veitt viðtöku?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2011 | 22:27
Þar í landi er herinn fær um að koma óhæfu fóli frá.
Samt hvarflar að manni þeir hafa þó von um að allt lagist, vegna þess að þeir hafa her sem getur tekið í taumana og komið frá óhæfum stjórnendum, sem hafa gert langt upp á bak.
Vonandi rennur aldrei upp sá dagur, að maður óski þess að hafa þannig her hér.
![]() |
Mubarak segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2011 | 17:08
Er ekki rétt af manni........

Vel til fundið að hafa þessa sýningu í Sláturhúsinu, þar sem flest hefur verið skotið til bana, að vísu með til þess að gera, - einföldu vopnasafni.
![]() |
Byssur til sýnis í sláturhúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2011 | 17:01
Umhverfisráðherra fær á snúðinn.
Væntanlega er með þessu, einum steininum rutt úr vegi í atvinnuuppbyggingu á landinu. Næsti steinninn er ríkisstjórnin sjálf.
![]() |
Ákvörðun ráðherra ógilt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2011 | 00:42
Hvað segir Óðinn Jónsson fréttastjóri núna??
Ekki var hægt að skilja snúðshátt fréttastjórans á annan hátt, en að mál- og skoðanafrelsi á líðandi stund, væru einskorðaðar við fréttastofur og þar kæmi engum við efnistök né fréttamat.
Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðunum við þessari ályktun.
Sjá það sem áður var fjallað um þetta: http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/1136278/
![]() |
Eyþing bókar vegna fréttamanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2011 | 00:24
Er allt sem sýnist?
Ekki ætla ég að deila á þessa ágætu konu, en fæstir eru sáttir við það sem þeir fá í laun, hvort sem það er fyrir starfslok eða eftir. Þannig er nú einu sinni lífið.
Þegar fólk fer á elliheimili (stofnun) þá er væntanlega innifalið í þeim pakka fæði og húsnæði. Trúlega er innifalin einhver gæsla, þrif á húsnæði og jafnvel almennur þvottur. Allt kostar þetta peninga. Auðvita má endalaust deila um hvað er réttlátt.
Það má líka deila um hvernig lífeyissjóðirnir eiga að virka. Eru þeir bankar? Eru þeir líftrygginga- eða söfnunarsjóðir?
Ef þeir eru bankar, þar sem hærri greiðsla kemur til útborgunar í saræmi við hærra framlag á lífsleiðinni. Hvers vegna fæst þá ekki allt féð út úr því kerfi? Ætti þá ekki að greiða til baka alla upphæðina með vöxtum? Eiga erfingjar ekki að fá útborgað, ef eitthvað er eftir við andlát reikningseigenda?
Ef þetta er hreinn lífeyrissjóður, á þá ekki að greiða sama til allra sjóðfélaga úr sjóðnum, óháð því hvað lagt hefur verið hliðar verið af launum launþega? Eru þarfir eldri borgara ekki það svipaðar að mismunur sé óþarfur. Sá sem hærri tekjur hefur haft á lífsleiðinni, hefur einnig væntanlega geta lagt meira fyrir á annan hátt.
Þeir sem greiða í lífeyrissjóð er að kaupa sér þannig tryggingu, að fái við starfslok fá þeir tiltekna upphæð útborgaða til æfiloka. Sumir lifa lengur en nemur því sem þeir hafa lagt til. Þá blæðir lífeyrissjóðurinn. Ef sjóðfélagi deyr áður en "sjóður hans" tæmist er erfingjum ekki greiddur mismunurinn. Sjóðurinn fær mismuninn og græðir.
Hvað varðar skattana, þá frestast að greiða skatt af þeirri upphæð sem lögð er inn vegna lífeyris og skatturinn tekur ekki sitt fyrr en kemur til útborgurar til lífeyrisþega. Þess misskilnings hefur jafnan gætt, að um tvísköttun sé að ræða.
![]() |
Heldur eftir 65.000 krónum af lífeyrinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2011 | 18:21
Bílstjórar á Toyota jeppum eru skæðir......
Ekki veit ég hvort þetta er eingöngu bílstjórum að kenna. Ef til vill er stefnuljósabúnaðurinn bara svona lélegur í þessum bílum.

Ég skora á menn að skoða þetta hver fyrir sig og sannfærast.

![]() |
Enn aðrir 80 ökumenn teknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)