Er allt sem sýnist?

Ekki ætla ég að deila á þessa ágætu konu, en fæstir eru sáttir við það sem þeir fá í laun, hvort sem það er fyrir starfslok eða eftir.  Þannig er nú einu sinni lífið.

Þegar fólk fer á elliheimili (stofnun) þá er væntanlega innifalið í þeim pakka fæði og húsnæði.  Trúlega er innifalin einhver gæsla, þrif á húsnæði og jafnvel almennur þvottur.  Allt kostar þetta peninga.  Auðvita má endalaust deila um hvað er réttlátt. 

Það má líka deila um hvernig lífeyissjóðirnir eiga að virka.  Eru þeir bankar?  Eru þeir líftrygginga- eða söfnunarsjóðir? 

Ef þeir eru bankar, þar sem hærri greiðsla kemur til útborgunar í saræmi við hærra framlag á lífsleiðinni.  Hvers vegna fæst þá ekki allt féð út úr því kerfi?  Ætti þá ekki að greiða til baka alla upphæðina með vöxtum?  Eiga erfingjar ekki að fá útborgað, ef eitthvað er eftir við andlát reikningseigenda?

Ef þetta er hreinn lífeyrissjóður, á þá ekki að greiða sama til allra sjóðfélaga úr sjóðnum, óháð því hvað lagt hefur verið hliðar verið af launum launþega?  Eru þarfir eldri borgara ekki það svipaðar að mismunur sé óþarfur.  Sá sem hærri tekjur hefur haft á lífsleiðinni, hefur einnig væntanlega geta lagt meira fyrir á annan hátt. 

Þeir sem greiða í lífeyrissjóð er að kaupa sér þannig tryggingu, að fái við starfslok fá þeir tiltekna upphæð útborgaða til æfiloka.  Sumir lifa lengur en nemur því sem þeir hafa lagt til.  Þá blæðir lífeyrissjóðurinn.  Ef sjóðfélagi deyr áður en "sjóður hans" tæmist er erfingjum ekki greiddur mismunurinn.  Sjóðurinn fær mismuninn og græðir.

Hvað varðar skattana, þá frestast að greiða skatt af þeirri upphæð sem lögð er inn vegna lífeyris og skatturinn tekur ekki sitt fyrr en kemur til útborgurar til lífeyrisþega.  Þess misskilnings hefur jafnan gætt, að um tvísköttun sé að ræða.    


mbl.is Heldur eftir 65.000 krónum af lífeyrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband