Umhverfisráðherra fær á snúðinn.

Einhver, með smá snefil af sjálfsvirðingu, hefði í þessu tilfelli íhugað alvarlega að taka pokann sinn.  Ráðherra sem vinnur ekki skv. lögum er ekki trúverðugur.  Hér mun það ekki eiga við, enda stjórnarliðar þekktir að öðru en að vera vandir að virðingu sinni.

Væntanlega er með þessu, einum steininum rutt úr vegi í atvinnuuppbyggingu á landinu.  Næsti steinninn er ríkisstjórnin sjálf.
mbl.is Ákvörðun ráðherra ógilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

"Einhver, með smá snefil af sjálfsvirðingu, hefði í þessu tilfelli íhugað alvarlega að taka pokann sinn."

Já, en það er bara í öðrum löndum, sem stjórnmálamenn hafa pólítískan þroska.

Rangar gjörðir virðast vera einkenni þessarar fjölskyldu. Fyrst var Svavarssamningurinn afgreiddur með mest afgerandi synjun í mannkynssögunni, og nú fær Svandís synjun frá sjálfum Hæstarétti, því að hún hefur özlazt áfram með báli og brand án þess að setja sig inn í lögin.

Eitt dagblað í Danmörku lætur lesendur kjósa "nýársþorskinn" um hver áramót. Blaðið tilnefnir 10 - 12 þekktar persónur í Danmörku, sem hafa klúðrað einhverju máli eftirminnilega, gert sig að fífli eða sýnt stórfellt dómgreindarleysi. Lesendur blaðsins kjósa síðan einn þeirra og viðkomandi fær svo glænýjan þorsk að gjöf. Fyrrv. utanríkisráðherrra Dana, öfga-ESB-sinninn Uffe Elleman-Jensen hefur fengið þessi skammarverðlaun þrisvar sinnum.

Ef einhver íslenzkur fjölmiðill héldi álíka samkeppni, þá held ég að þau feðgin fengju þó nokkrar tilnefningar. 

Vendetta, 10.2.2011 kl. 17:28

2 identicon

og þá ættum við ekki meiri kvóta

gisli (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband