Hátæknihótel afbrotamanna á Hólmsheiðinni.

Hugmyndir um fangelsi á Reyðarfirði, hafa ekki kallað fram mikil jákvæð viðbrögð né gleði hjá fangelsisyfirvöldum.  Nú um stundir er mikill hörgull á úrræðum, vegna mikils fjölda einstaklinga, sem bíða þess að taka út sinn dóm og sitja af sér.   Því ætti það að gleðja yfirvöld sérstaklega, þegar hægt er að benda á ódýra lausn til að taka á vandanum.   Hroki og yfirlæti ríður hins vegar húsum hjá yfirstjórn dómsmála hér á landi.  Það er svo sem í takt við öll vinnubrögð stjórnvalda gagnvart nýjum tækifærum í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.

Hér er verkefni í sjónmáli, sem kostar einungis brot af því að byggja fangelsi á Hólmsheiðinni.  Hér er verið að tala um einhverja tugi milljóna en ekki á þriðja milljarð,  eins og Hátæknihótel afbrotamanna á Hólmsheiðinni mun kosta. 

Merkilegt hvað "2007syndromið" er lengi að rjátla af fólki, sér í lagi í stjórnsýslunni.  Þetta er sér í lagi athyglivert, þegar tekið er tillit til þess að það tók enga stund að búa til eitt EXEL-skjal, sem notað var til að réttlæta ógnvekjandi niðurskurð á velferðarkerfi landsbyggðarinnar, sem átti að framvæna snöggvast rétt eftir hádegislúr ráðuneytismannanna.  Hér er átt sérstaklega við fyrirhugaðan milljóna sparnað í heilbrigðisgeiranum.

Ég legg hér með til, að Austfirðingar stofni nú þegar félag um fangelsismál á Reyðarfirði og geri dómsmálaráðuneytinu tilboð í gæslu fanga.  Félagið nefnist "Fangavaktin hf" og er með heimili og varnarþing á Reyðarfirði.

Er þá talið með innbrot þeirra alþingismanna....

....sem brutust inn á heimili landsmanna í gær, með samþykki ICESAVE III???? 

Það er næst mesti glæpurinn að stela úr buddum landsmanna til að greiða skuldir óreiðumanna í útlöndum.  Mesti glæpurinn er að ræna banka innan frá og hirða þar með sparifé landsmanna.  Ósvífnin nær svo nýjum hæðum með gjörningi Alþingis.

Skömm Bjarna Benediktssonar er mikil.  Það mun koma í ljós þó síðar verði.  Hann virðist hafa látið undan einhverjum hagsmunaþrýstingi eða tekið við mútum, nema hvorutveggja hafi verið.

Bjarni er pólitískur flækjufótur.  Segir eitt í dag og annað á morgun.
mbl.is Sjötíu innbrot upplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komst Bjarni í pillubox Steingríms?

Þessar töfrapillur Steingríms J virðast fá foringja stjórnmálaflokkanna til að gleyma á einu augabragði kosningaloforðum og flokkssamþykktum, - á einu augabragði er allt gleymt.

Þessar töfrapillur virðast svæfa bæði samvisku og dómgreind.

Þessar töfrapillur virðast stramma foringjana þannig af, að þeir sýni á sér sparihliðina korter fyrir kosningar.

Þessar töfrapillur virðast hafa þann mátt, að foringjar flokkanna komast klakklaust í gegnum samþykktir flokka sinna, en síðan er minnið autt, - tilbúið fyrir ný svik við kjósendur og stuðningsmenn sína.

 Þetta er Ísland í dag, - í pólitíkinni.


mbl.is Afstaða þingflokksins óskiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Sjálfstæðismenn komnir með skakkan kompás....

...í Icesave málinu?  Er kúrsinn ef til vill settur á stjórnarsamstarf?  Er búið að lofa Bjarna Ben volgum stól í ríkisstjórninni?

Er von að maður velti þessu fyrir sér.  Er ekki enn það mikill vafi á lögmæti Hollendinga og Breta, að litlar líkur séu á því að Íslendingar þurfi að greiða þessa tryggingu?  Vinnur tíminn ekki með Íslendingum?  Hvers vegna eru Bretar og Hollendingar ekki löngu búnir að stefna Íslendingum, ef málið liggur ljóst fyrir?

Fyrir mér er þetta einfalt mál.  Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn hræddur vegna hótana Breta og Hollendinga og er komnir með í magann.
mbl.is Óánægja kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstiréttur hefur áður gert undir sig....

...svo ekki þurfa menn að hafa áhyggjur af því að Alþingi skipi þessa fulltrúa, sem voru tilnefndir.  

Ekkert í kosningaferlinu sjálfu sem var ámælisvert, eingöngu undirbúningurinn og umgjörðin.  Engin kosningasvik hafa verið upplýst né hafa kjörgögn misfarist.  Hæstiréttur tekur því mjög stórt upp í sig, í stað þess að koma með föðurlegar ráðleggingar og athugasemdir um það sem betur hefði mátti fara.

Lítum á þetta verkefni sem tilnefningu þjóðarinnar, ekki kosningu.  Þá getur Hæstiréttur átt sig.

Það er morgunljóst að ekki er grundvöllur til að kjósa aftur, kosningaþáttakan verður þá engin.  Fólk lætur ekki draga sig á kjörstað aftur í þessu máli, - nema samfara alþingiskosningum.
mbl.is Kjörið er ótraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirmenn fangelsismála í Reykjavíkurhreppi, eru fastir í viðjum vanans.

Ítrekað hafa borist fréttir um það, að fangelsi á Íslandi séu yfirfull og fjöldi brotamanna gangi lausir og geti ekki hafið afplánun.  Nokkur dæmi eru um það að brot fyrnist vegna ásandsins.

Í nokkurn tíma hefur því verið haldið að yfirmönnum fangelsismála, að nýta vinnubúðir við Reyðarfjörð til að koma upp öryggisfangelsi með lágmarksgæslu.  Búðirnar hafa staðið auðar um nokkurt skeið, en þær hýstu verkamenn sem reistu álver Alcoa.

Ljóst er að lítið þarf að gera til þess að koma þessu verkefni á.  Girða þarf svæðið og yfirfara og breyta lítilshátta til að uppfylla staðla.  Það sem hins vegar vekur athygli eins og oft áður, þetta er of langt frá skrifborðum alræðisins í Reykjavíkurhreppi og því hefur þetta legið þar og rykfallið án þess að afgreiða það mál.

Það er ekki annað en hægt að fordæma þessi vinnubrögð.  Möppudýr kerfisins með ráðherra þessa mála fá hroll við tilhugsunina eina að þetta verkefni verði "svona rosalega langt úti á landsbyggðinni".

Hverja á að vista þarna?  Þá sem ekki eru forhertir glæpamenn, en þurf að sitja af sér dóm.  Þeir forhertu verða áfram í gæslu "sérfræðinganna" sem trúa því að þeir séu lang bestu fangaverðirnir og draga það jafnframt stórlega í efa að aðrir geti gert það, sem þessir guðs útvaldir sýsla daglega við.

Kosturinn við þessa útfærslu er, að hún kostar ríkiskassann lítið, sem hlítur að vera kostur á þessum niðurskurðartímum.  Hægt að taka fangelsið í notkun á nokkrum vikum.  Störf verða til á Reyðarfirði og nágrannasveitum.  Ódýrt húsnæði er til staðar fyrir fangaverði og annað starfsfólk sem kæmi að þessu verkefni.  Ekkert þarf að byggja, bara bæta lítilsháttarr.  Vinna "við eitthvað annað" gengur hér upp.

Að flytja búðirnar að Litla-Hrauni er svo víðáttuvitlaust að engum, nema íbúum í Reykvíkiurhreppi og stöku þingmanni, gæti dottið slík fyrra í hug.  Til þess er kostnaðurinn of mikill. 

Menn geta hins vegar andað rólega.  Þessar búðir standa á hrauni og nálægt örnefninu Hraun, svo fangelsið getur sem best heitið "FJARÐA-HRAUN" ef það er nafngiftin sem hefur vafist fyrir dómsvaldinu á Íslandi.

Áður bloggað um þetta:  http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/882299/

Að skamma Ögmund fyrir það að segja.......

.....það sem allir sjá, opinberar það eitt, að Jóhanna er ekki kona einsömul í flokki sínum sem þannig er komið fyrir.

Annað.  Er Sigmundur sáttur við að skattleggja farþega í innanlandsflug um hundruði milljóna?


mbl.is Deilir á Ögmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG að skattleggja sig út af þingi.

Merkilegt að sumir geta aldrei lært neitt.  Það er ekki hægt að fara í uppbyggingu og endurreisn með því að skattleggja allt í botn.  Það er búið að marg reyna þá aðferð.

Fólk er komið að hengifluginu fjárhagslega.  Skjaldborgin um fjármagnseigendur sem óvinnandi vígi.  Umsókn um aðild að ESB þvert á kosningarloforð flokksins og samningur að komast á koppinn, vegna ICESAVE, þrátt fyrir háværan málflutning Steingríms um að gera það ekki.

Furðu sætir að ekki séu fleiri búnir að yfirgefa þetta sökkvandi rekald.
mbl.is Formaður svæðisfélags VG hættur í flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er langt í að upp úr sjóði á Íslandi.

Hvað er þanþolið mikið hjá íslenskum almenningi gagnvart stjórnvöldum? 

Við erum búin að sjá ráðist inn í þinghúsið, pottar og tunnur barðar á Austurvelli og eldar kveiktir.  Ráðamenn hafa orðið fyrir ónæði og eignir þeirra skemmdar. 

Hvenær sýður endanlega uppúr?
mbl.is Flýja átökin í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og setja upp starfsstöð fyrir eina þyrlu á Egilsstaðaflugvelli

Austfirðingar eru lengst frá hátæknisjúkrahúsum landsins, stórt viðerni í "bakgarðinum" með fjölda ferðamanna og stórt úthaf umlykur fjórðunginn með mikilli umferð skipa af öllum stærðum og gerðum.

Með því að hafa þyrlu staðsetta á Egilsstaðaflugvelli er hægt að ná í sjúka og slasaða og koma þeim á flugvöllinn í veg fyrir hraðfleygari flugvél.  Eins og allir vita eru þyrlur ekki heppilegur kostur í langflug né blindflug, en henta prýðilega við erfiðar aðstæður s.s. björgun úr skipum.

Hef áður bloggað um þetta verkefni:
http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/418255/
http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/373937/


mbl.is Landhelgisgæslan verði flutt í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband