Óvenju ósvífinn fréttastjóri RÚV.

„Óvenju ósvífið að halda að RÚV taki við leiðbeiningum um hvað sé fréttnæmt“                          

Gunnar Gunnarsson skrifar frétt í www.agl.is föstudaginn 21 jan. sl með þessari yfirskrift.  Áfram heldur hann:

„Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, hafnar því að efni á fréttastofu sé unnið eftir listum frá forsvarsmönnum sveitarfélaga. Hann vonast til að aðrir Austfirðingar hafi meiri skilning á hlutverki fjölmiðla en þeir sem sendi fjölmiðlum slíka lista. „

Og áfram í þessum dúr:

„Þetta er einstakt og óvenjulega ósvífið að láta sér til hugar koma að Fréttastofa RÚV taki við leiðbeiningum frá sveitarstjórnarmönnum eða nokkrum öðrum um hvað sé fréttnæmt og hvað ekki.,“ sagði Óðinn í samtali við Agl.is í dag. „Ég tek þetta ekki alvarlega. Vona bara að aðrir í þessu ágæta sveitarfélagi hafi meiri skilning á hlutverki fjölmiðla.“

Upphaf þessa máls er að formaður SSA og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, hafði sagt frá því að hann hefði óskað eftir því að fréttamaður RÚV á Austurlandi tæki jákvæðara sjónarhorn á fréttaflutningi sínum úr fjórðungnum.  Jafnframt voru ábendingar sendar um helstu mál sem umræddur fulltrúi vildi sjá fjölmiðla fjalla um.

Viðbrögð fréttastjóra RÚV eru í senn hrokafull og sorgleg.  Þarna fer maður fyrir fréttastofu, hver á að túlka hlutlaust það sem fram fer og til þess að sinna því verkefni, vill hann að fréttastofan geti starfað sjálfstætt og haft fullt mál- og skoðanafrelsi til að „matreiða“ fréttir og fréttatengt efni ofan í landsmenn.   Þetta vilja fréttamenn gera á sinn eigin hátt.  Þetta er í sjálfu sér gott og blessað.  En þetta eitt og sér gefur fréttamönnum ekkert einkaleyfi á því að koma fram með sínar skoðanir og sjónarhorn á líðandi stundu. 

Eins og allir vita, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, litast oft umfjöllunarefni skoðunum þess sem frá segir, hversu ákveðinn sem viðkomandi er í að gera það ekki.  Þetta er mannlegt og ekkert við því að segja. 

Því skýtur það skökku við, þegar frétta- og dagskrárgerðarmaður hrekkur upp af standinum við það eitt, að einhver hefur samband og er á allt annarri skoðun og viðrar hana við viðkomandi.  Frétta og dagskrárgerðamaður, sem nýbúinn var að koma með sinn eigin viknil í einhverju máli, verður oftar en ekki, fjúkandi illur á því að einhver annar skuli vera það ósvífinn að hafa aðra skoðun á málinu.  Svo tekur steininn úr að vera ofan í kaupið það óforskammaður hringja í fréttamanninn og halda fram annarri skoðun og verja hana.  Sveiattan.

Hér eru menn nú heldur betur komnir fram úr sjálfum sér, því það er málfrelsi á Íslandi og það gildir um alla.    Frétta- og dagskrárgerðamenn hafa engan einkarétt á því.  Mál- og skoðanafrelsi er bundið í landslög.  Frétta- og dagskrármönnum er hins vegar frjálst að taka gildar ábendingar sem þeir fá, - eða hunsa.

Svona hroka á að uppræta.  Menn sem svona láta, eru orðnir sjálfum glaðir og heimaríkir, svo ekki sé dýpra á árina tekið.  Þeir eru hættulegir lýðræðinu og  ættu að velja sér starfsvettvang þar sem mannlegra samskipta er ekki krafist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Benedikt, rétt hjá þér. En það þarf að ganga lengra. Það er með óllu ólíðandi að ríkisfjölmiðill skuli rekinn sem áróðursmiðill fyrir innlimun Islands í Þýska alríkið, rétt eins og nær allir fjölmiðlar á Islandi nema Morgunblaðið. Rekum þetta hyski útí hafsauga.

Björn Emilsson, 24.1.2011 kl. 22:55

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er alveg rétt hjá þér Björn einhliða áróðurinn um inngöngu í ESB er að verða pínlegur fyrir "frjálsan og óháðan" fjölmiðil.

Að öðru.  Er ekki rétt að menn ræði það í alvöru hvor við viljum bara ekki skríða uppí hjá dönum aftur og hvíla þar til fóta?  Hvernig fannst okkur það í "den"?  Hver er munurinn á því og að vera næsta tól við náttgagnið hjá ESB?

Benedikt V. Warén, 24.1.2011 kl. 23:22

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Pelli, veistu hvað var á þessum lista?

Magnús Sigurðsson, 24.1.2011 kl. 23:36

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Nei Magnús.  Ég veit það ekki.  Etthvað gott úr Fjarðabyggð, - giska ég á. 

Spurðu Esther Ösp Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúa Fjarðalistans í Fjarðabyggð.  Sjálfsagt hægt að finna þetta á www.fjardalistinn.is

Benedikt V. Warén, 24.1.2011 kl. 23:48

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég gæti ímyndað mér að harkaleg viðbrögð Óðins snúist snúist að einhverju leiti um það hvernig formálin var að listanum, ef ég þekki sveitarstjórnarmenn rétt.

Magnús Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 00:01

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Góð frétt í www.agl.is þar sem Þorbjörn Broddason fer yfir þetta mál.

Það má ekki anda á þessa fréttamenn, halda að þeir séu heilagir. 

Einu sini hringdi ég í fréttastofu RÚV vegna "ekki fréttar" í tíufrétturm einn laugardagsmorgun.  Þar var lesin upp fréttatilkynning frá, að mig minnir, félagi farastjóra um hálendi Íslands.  Þetta var fréttatilkynning þar sem varað var alvarlega við hruni í gönguferðum um hálendið vegna framkvæmdanna við Kárahnjúkana.  Ekkert annað var í fréttatímanum en þessi fréttatilkynning.

Ég hringdi og spurði þann sem flutti þessa fréttatilkynningu hver hefði verið fréttin. 
Hann hreytti einhverju í þá áttina að ef ég skildi hana ekki þá væri það ekki hans mál.
Ég spurði þá hvort ég gæti sent fréttatilkynningu frá stuðningsmönnum framkvæmdanna og fengið hana lesna.
Þú getur ímyndað þér hvernig tekið var í það. 
Síðan kvaddi hann í styttingi og lagði á. 

Fréttatilkynningin var hins vegar ekki lesin upp aftur, aðeins vitnað lauslega í hana innan um og saman við aðrar fréttir.

Benedikt V. Warén, 25.1.2011 kl. 00:17

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Magnús.  það er siður sveitastjórnamanna að ota sínum tota, ekkert ragnt við það.  Góður fréttamaður á að greina hvað er fréttnæmt og hvað ekki.

Þessi viðbrögð Óðins eru í anda Guðmundar Þorgrímssonar á Fáskrúðsfirði, þegar einhverjar tillögur koma um að færa einhver verkefni eða fund til Egilsstaða. 

Benedikt V. Warén, 25.1.2011 kl. 00:29

8 identicon

Spurningin er þessi: eru einhverjar jákvæðar fréttir frá austfjörðum??...annað en að fólk flyst frá austfjörðum þrátt fyrir monster álver og kvótagreifum sem eru að klappa hver öðrum á bakið og óskandi hver öðrum til hamingju með söluna á kvótanum úr byggðalaginu...??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 08:41

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Magnús.  það er siður sveitastjórnamanna að ota sínum tota"  Það veit ég og er sammála þér um ekkert rangt er við það.  En ég hefði áhuga á því að vita hver formálin var, því ef hann hefur verið svipaður og þarna um "laugardagsmorguninn" getur þetta farið öfugt í fréttamanninn. 

Þar að auki eiga sveitastjórnarmenn það til að finnast aðrar fréttir merkilegri úr sínum bæjarfélögum en íbúarnir og eru þá stundum alls ekki sáttir við að Jón og Gunna fái að  tjá sían sýn í fjölmiðlum.  Þá þarf formálinn að vera sérstaklega vandaður ef ekki á að sjást í gegnum plottið.

Helgi Rúnar;  jú, jú það eru fleiri jákvæðar fréttir t.d. búum við Pelli hér þrátt fyrir monster álver og kvótagreifa, ekki það að ég hafi sérstaka ástæðu til að ætla að við höfum verið á listanum til Óðins um fréttnæmt efni.

Magnús Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 09:44

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Magnús, Þorbjörn kemur fram með grundvallaratriðin á þessu þegar hann segir:

„Eitt grundvallarboðorð góðs fréttamanns er að tortryggja það sem honum er sagt. Þessi ágæti austfirski sveitarstjórnarmaður, sem hér um ræðir er blessunarlega laus við allar hugmyndir um pr-klæki og þess vegna er vandalaust að bregðast við umvöndunum hans."

og...

"Í anda þeirrar nauðsynlegu tortryggni, sem ég nefndi hér áðan, ætti fréttamaðurinn m.a. að hafa þá tilgátu í huga að hin hörðu viðbrögð sveitarstjórnarmannsins stafi af því að raunverulegt ástand sé verra en komið hefur fram.“

Svo vitum við það báðir, að það sem er að gerast innan okkar eigin sjóndeildahrings er mun merkilegra en það sem er að gerast hjá öðrum.  Þannig er nú lífið bara, hverjum þykir sinn fugl fagur, í þessu tilfelli trúlega fallegastur.

Benedikt V. Warén, 25.1.2011 kl. 13:00

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Helgi Rúnar.  Ef ekki væri fyrir álver og virkjanir væru a.m.k 800 fleiri einstaklingar fluttir burt af Austurlandi.  Álverið breytti þar verulega um.

Þrátt fyrir "kvótagreifana" þína, er útflutningurinn á fiski héðan, umtalsverður miðað við önnur kjördæmi.  Hins vegar hefur fólki fækkað í þessum geira vegna tæknivæðingar.  Það hefði hvort eð er gerst, þar sem erfitt reynist að fá fólk að vinna við fisk. 

Ekki falla í sömu gryfjuna og aðrir að bera saman árið sem flestir voru á Austurlandi vegna framkvæmdanna, við fólksfjöldann nú.  Það verður að líta á árið 2001 og árin þar á undan þegar fækkaði um 200 á ári í fjórðungnum.  Alheimskreppan skekkti myndina hjá okkur eins og öðrum. 

Væntingar stóðu til að fleira fólk findi hjá sér þörf að búa hér.  Gleymdu því ekki, hátt í 20.000 íslendingar hafa flutt utan á sl árum og það fer aldrei svo að það komi ekki við Austurlandið líka. 

Þökk sé ríkistjórninni fyrir liðleskjuháttinn í að bjarga heimilunum og fyrirtækjum.  Björtu hliðarnar eru að það verða færri á atvinnuleysisskrá.  Það gleðjast þau mjög yfir, - Jóhanna og Steingrímur.

Benedikt V. Warén, 25.1.2011 kl. 13:56

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"það sem er að gerast innan okkar eigin sjóndeildahrings er mun merkilegra en það sem er að gerast hjá öðrum" 

Þetta er það merkilegt að jafnvel þó prófessorinn hafi tjáð sig um það skil ég ekki baun í því. 

Er þetta ekki hinn svokallaði stormur í vatnsglasi?

Magnús Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 15:25

13 identicon

Pelli: Ert þú þá ekki ánægður með að Rúv lagðist á hliðina hér á Austurlandi ? Þá eru a.m.k ekki sagðar "neikvæðir" fréttir úr frábæra fjórðungnum þar sem ekkert "neikvætt" gerist og jákvæða stóriðjan er...ekki satt ?

Daus (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 17:24

14 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Hjalti.

Þó ég hafi ekki alltaf verið sammála efnistökum RÚVAUST, var ég mjög ósammála því að leggja niður þá starfsstöð.  Ég hafði samband við bæjarstjórann á Egilsstöðum og hvatti hann mög til að mótmæla, sama gerði ég við stjórnarformann SSA.  Ég veit þó full vel að mitt litla lóð seig ekki þungt á móti steinþursunum í Efstaleiti.

Það var miður að þessi starfsemi hafi lagst af.  Mun minna af austfirskum fréttum birtist á RÚV eftir lokun starfstöðvarinnar.

Vona að þú sért ekki, hér fyrir ofan, að bera það á féttamennina hér að þeir hafi   eingöngu verið að flytja neikvæðar fréttir af svæðinu.   Mín upplifun var ekki þannig.

Benedikt V. Warén, 28.1.2011 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband