Einhver fer að nefna hlutina og aðrir apa eftir

Þetta er ekki einsdæmi á Íslandi.  Einhverjum sjálfskipuðum sérfræðingi finnst eitthvað vera rangt og gengur þá bara í verkið, óháð því hvort hann hefur umboð til þess eða ekki.

Heitið Lögurinn er seinni tíma nafn. Lagarfljótið hefur alltaf heitið Lagarfljótið þar til einhverjum datt það í hug að setja inn á landakort orðið Lögurinn, skilgreint svæði frá Lagarfljótsbrú inn að botni þar sem Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá renna saman í Lagarfljótið. Ég veit ekki til þess að heimamenn hafið verið spurðir.

Fagradalsbraut yfir Fagradal hefur haft þetta heiti frá upphafi.  Á einhverjum tímapunkti virðist Vegagerð ríkisins hafa ákveðið að kalla veginn Norðfjarðaveg, án þess að hafa á bak við sig nokkrar samþykktir um nafnabreytinguna. Nú er þetta Þjóðvegur 1 og liggur ekki einu sinni til Norðfjarðar, nema sem afleggjari númer 92.

Svona gerast hlutirnir og festast í málinu ef menn halda ekki vöku sinni.

 


mbl.is Nafnlausidalur er merkingarleysa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG vilja ekki sjúkrahús á Egilsstöðum

Við alla flugvelli landsins eru boðlegt sjúkrahús, - ekki á Egilsstöðum.

Þetta stendur samfélaginu fyrir þrifum vegna þess að eitt af atriðum, sem ungt fólk setur fyrir sig þegar það ákveður hvar það vill búa, er sjúkrahús.

Þetta ástand er í boði VG og rétt að muna það í kjörklefanum í haust.

 


mbl.is Flestir hafna einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já er það?

En peniningarnir frá Samherja eru vel þegnar í kosningasjóðinn, - eða hvað?


mbl.is Listinn laus við fingraför Samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór-Reykjavíkursvæðið og Kraginn = Eitt kjördæmi

Um nokkurn tíma hefur talsverður þrýstingur á sveitarfélög Íslands að sameinast.  Það ku vera svo hagkvæmt.  Kjördæmaskipan hefur hins vegar verið óbreytt, að kalla, í langan tíma fyrir utan það að NA-kjördæmi varð til með hrókeringum frá Tröllaskaga að Lónsheiði.

Nú tel ég, að fenginni reynslu í NA-kjördæmi, að hafin verði vinna við sameiningu Stór-Reykjavíkursvæðisins og Kragans í eitt kjördæmi og jafnframt að innlima Akranes í leiðinni.

Þetta ætti að verða gríðarleg hagræðing í stjórnsýslunni, ekki síst ef Hafnafjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnanes, Mosfellsbær og Reykjavík yrðu sameinuð.  Illmögulegt er hvort eð er að vita innan hvaða bæjarmarka maður er í kerfinu eins og það er uppbyggt núna.


Loforð og efndir Sigurðar Inga Jóhannssonar í öryggismálum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ítrekað talað fyrir því að endurbætur á Egilsstaðaflugvelli séu rétt handan við hornið og tæplega það. Tvö ár eru nú liðin síðan samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lofaði því að verkið væri að fara í útboð, ekki aðeins það, heldur átti að byggja fyrsta hluta akstursbrautar meðfram flugbrautinni, til þess að liðka fyrir umferð um brautina, og að sá hluti mundi jafnframt nýtast til að leggja flugvélum skamma hríð.

Þannig hafði akstursbrautin tvíþætt áhrif, liðka fyrir umferð loftfara á flugbrautinni, og flýta fyrir að rýma brautina fyrir annarri umferð. Að auki átti sá kostur að vera fyrir hendi að nota akstursbrautina sem stæði fyrir flugvélar þegar ástand lokaði öðrum flugvöllum á Íslandi um stundarsakir. Hugmyndin var góðra gjalda verð og ekki að sjá annað en hún gæti virkað fullkomlega, enda kviknaði hugmyndin heima fyrir.

Nú er loks búið að bjóða út endurbætur á flugvellinum sem felast í því að endurnýja yfirborð brautarinnar. Brautin er orðin mjög varasöm að mati Öryggisnefndar íslenskra flugmanna og flugrekenda almennt. Það voru vissulega mikil tíðindi að nú skyldi standa við stór orð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og hefja framkvæmdir. En sælan varði ekki lengi hjá áhugafólki um Egilsstaðaflugvöll sem þó er löngu orðið vant því að loforð séu ekki efnd þegar kemur að framkvæmdum á landsbyggðinni. Stóra áfallið var að akstursbrautin var skorin frá verkinu og framkvæmdum frestað um óákveðinn tíma en eins og allir vita getur slík frestun varað í áratugi.

Austfirðingar hafa þagað þunnu hljóði vegna annars flugvallaverkefnis í NA-kjördæmi, sem virðist hafa betri aðgang að ríkiskassanum. Eflaust blöskrar mörgum eyðslan í það verkefni, einkum Austfirðingum. Samkvæmt áætlunum verður, árið 2025, framkvæmdakostnaður við það eina verk kominn í sjö milljarða frá aldamótum talið. Þar er ekki stýft úr hnefa. Ljóst er að digur sjóður er í umsjá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ætti honum ekki verða skotaskuld úr því að koma myndarlega að verkefni um Egilsstaðaflugvöll, standa við gefin loforð, og leggja það fé sem til þarf í Egilsstaðaflugvöll.

Flugvöllinn er einn sá fremsti í flugöryggislegu tilliti á Íslandi.


Háskólaklasi á Austurlandi

Austurland hefur lengi mátt sæta því að vera langt á eftir þegar kemur að samfélagsþjónustu og verklegum framkvæmdum með þátttöku hins opinbera.  Að hluta til má kenna heimamönnum um, vegna þess að þeir eru mun orkuríkari í hrepparíg en þegar kemur að sameiginlegum hagsmunum heildarinnar.  Undantekningin var verkefnið í kringum Kárahnjúka og Álver Alcoa á Reyðarfirði.  Þar sannaðist að þegar allir ýta vagninum í sömu átt, verður framvinda.

Í mörg ár hefur verið þrýst á um háskóla á Austurlandi.  Lítið hefur þokast m.a. vegna alkular á slíku verkefni hjá Háskóla Íslands.  Ráðamenn skólans eru haldnir Ártúnsbrekkusyndrominu eins og flestir ráðamenn með heimilisfestu í Reykjavíkurhreppi.  Fleiri íslenskar menntastofnanir á háskólastigi hafa verið þuklaðir, en þær beiddu allar upp.

Ekki er hallað á nokkurn mann þó nefndur sé Jón Þórðarson, fyrrverandi sveitastjóri á Borgarfirði eystra.  Hann hefur vakinn og sofinn unnið að þessu verkefni og dregið vagninn í átt að endapunktinum svo hlutirnir eru nú farnir að skýrast.

Austurfrétt 20.5.2021:

Forsvarsmenn skoska háskólans University of the Highlands and Islands (UHI) segjast líta björtum augum til væntanlegs samstarfs á sviði háskólastarf og rannsókna sem gert var við sveitarfélagið Múlaþing í mars.

„Tilgangur okkar að breyta framtíðarmöguleikum svæðisins okkar, efnahags þess, fólki og samfélögum. Í gegnum þetta samstarf reynum við að færa þetta markmið út fyrir landsteinana og hjálpa Múlaþingi til að takast á við sínar áskoranir og væntingar. Þetta er spennandi samstarf sem ég vona að við getum byggt á til framtíðar,“ segir Todd Walker, rektor skólans í tilkynningu.

Til hamingju Austurland!

 


Sjaldan launa orkufyrirtækin ofeldið.

Þetta er af heimasíðu RÚV: 

https://www.ruv.is/frett/2021/05/20/thrifasa-rafmagn-fylgir-ekki-ljosleidara-a-heradi

RARIK ætlar ekki að nýta tækifærið þegar ljósleiðari verður lagður í sveitir á Héraði í sumar og leggja þrífasa jarðstreng samhliða. Forstjóri RARIK segir efni og vinnu við þrífasa jarðstrengjavæðingu rafmagns mun dýrara en við ljósleiðara, og fyrirtækið þurfi tæp 10 ár héðan af til að ljúka þrífasavæðingu allra býla í ábúð til sveita.

Svona rétt til að halda því til haga, að Lagarfossvirkjun var stækkuð 2007.  Það eru fjórtán ár síðan!

Þetta er enn eitt dæmið um hroka orkufyrirtækja í garð landsbyggðarinnar og ekki skánaði það við Orkupakka 3, sem stjórnvöldum tókst að hnoða í gegnum þingið án þess að þorri þingmanna hefði hugmynd um til hvers það leiddi.  Meðal annars var því fleygt fram, að það mundi flýta fyrir styrking raforkukerfisins á Íslandi og bæta á allan hátt.  

Þegar spurt var fengust engin svör.

Á Egilsstöðum er ekki nægjanlega tryggt rafmagn til að hægt sé að bjóða fyrirtækjum s.s. gagnaverum, aðstöðu á Egilsstöðum.  Þetta er ótrúlegt á sama tíma og eitt stæðsta orkuver í Evrópu er innan sveitarfélagsins.

Við virkjunar Kárahnjúka voru miklir vatnaflutningar milli Jökulsár á Brú yfir í Lagarfljótið á Fljótsdalshéraði.  Enungis lítilsháttar bætur fengust vegna sannanlegs landrofs á bökkum Lagarfljótsins til landeigenda, sem áttu land að því.

Aukaafurð fylgdi þessu aukna vatnsmagni í Lagarfljóti og það nýtti eigandi Lagarfossvirkjunar og stækkaði orkumannvirkið og meira en tvöfaldaði orkuöflun sína með litlum tilkostnaði.  Ekki fékk sveitafélagið við þá aukningu, nema sem nam fasteignagjöldum á stækkun mannvirkja.

Nú er enn öll tormerki að orkufyrirtæki geti séð sóma sinn í að koma á móti samfélaginu með því að koma íbúum þess í samband við nútíma orkuafhendingu.  Hvernig væri að girða sig í brók og afhenda orðalaust þriggja fasa rafmagn sem víðast. 

Nei. - Það er svo mikill kostnaður fyrir aumingja orkufyrirtækið.

Er furða þó landsbyggðarmönnum sé í nöp við DAS-liðið að sunnan!

 

 

 

 

 

 

 


Veit vinstri hönd ASÍ ekki hvað hægri hönd ASÍ er að gera

Bjarg íbúðafélag og IKEA í samstarf um hagkvæmar íbúðir

Bjarg íbúðafélag og IKEA í samstarf um hagkvæmar íbúðir
 

Bjarg íbúðafélag og IKEA hafa gert samkomulag um samstarf vegna íbúða Bjargs.  Í samkomulaginu fellst að Bjarg mun leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins.  IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma.

Íbúðir Bjargs íbúðafélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið virkir á vinnumarkaði og fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB í a.m.k. 16 mánuð, sl. 24 mánuði miðað við úthlutun.

 

Hvað með félaga innan vébanda ASÍ, sem eru að vinna við að smíða innréttingar í íbúðir?  

Er í lagi að sniðganga vinnustað þeirra?

Hvað er PLAY að gera öðruvísi en ASÍ?


mbl.is ASÍ hvetur fólk til að sniðganga Play
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugsveit Landhelgisgæslunnar

ÞAÐ er eflaust að bera í bakkafullan lækinn að koma með tillögu um staðsetningu á aukaþyrlusveit Landhelgisgæslunnar þar sem ákveðnar hugmyndir virðast nú vera rétt handan við hornið, ef marka má fréttir í fjölmiðlum.

Læknar hafa enn og aftur hvatt til þess að þyrlur verði staðsettar á landsbyggðinni og ekki er hægt að vera meira sammála þeim samþykktum. Þeir eru hins vegar fastir í að staðsetja fyrstu þyrluna á Akureyri, sem er illskiljanlegt. Þeir líta eingöngu á þyrlur sem tæki til sjúkraflugs en þyrlur eru fyrst og fremst heppilegar til björgunarstarfa við erfiðar aðstæður en geta nýst ágætlega til flutninga á sjúklingum um styttri veg.

*Ég vil benda á Egilsstaðaflugvöll sem valkost fyrir þetta verkefni og í því samhengi hef ég látið teikna inn á meðfylgjandi kort 200NM radíus út frá Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Rauði fleygurinn er ávinningurinn að hafa þyrlu á Akureyri, umfram Egilsstaði. Blái fleygurinn er ávinningurinn að hafa þyrlu á Egilsstöðum umfram Akureyri. Þar sést gjörla hvar ávinningurinn er meiri í drægi, að því gefnu að alltaf verði þyrlur staðsettar í næsta nágrenni við Reykjavík.

*Suður af landinPastedGraphic-4u eru einnig helstu siglingaleiðir fragtskipa og megnið af flugleiðum til og frá Íslandi liggja einnig þar um. Norræna siglir suðaustur af landinu og þetta er það svæði sem flest skemmtiferðaskip eiga leið um ár hvert.

Tekið skal fram að þetta er ekki vísindaleg úttekt, en gefur tilefni til þess að kanna nánar þessa tvo þætti, sem taka þarf tillit til við ákvörðun um staðsetningu þyrlunnar. Nánari rannsóknir þarf að framkvæma með tilliti til flugumferðar í samráði við Flugstoðir ohf. og afla upplýsinga um siglingaleiðir ferja og fragtskipa, sem eru væntanlega til í gögnum Landhelgisgæslunnar.

Staðsetning björgunarþyrlu og starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar er um margt ákjósanleg á Egilsstaðaflugvelli.

1. Sjónflugleiðir frá Egilsstöðum eru góðar út á sjó, Héraðsflóinn, Fagridalur og Öxi. Ekki má gleyma vaxandi umferð um hálendi norðanverðs Austurlands og slysum vegna óhappa, m.a. á hópferðabifreiðum þar og á þjóðvegi eitt um hálendi Austurlands.

2. Upp hafa komið tilfelli þar sem ekki hefur reynst unnt að fljúga þyrlum frá Reykjavík til leitar og björgunar, sem hefðu tekið fullan þátt í aðgerðum með staðsetningu á Egilsstaðaflugvelli.

3. Ég bendi á að um Egilsstaðaflugvöll er mikil flugumferð og í ljósi atburða fyrir skömmu, þegar Fokker flugvél Flugfélagsins varð að lenda þar með annan hreyfilinn dauðan, þarf ekki ríkt ímyndunarafl til að sjá að þá má á ekki mikið út af bera til þess að flugvöllurinn lokist.

4. Ef flugvél brotlendir á flugvellinum er líklegast að vellinum verði lokað og þar með er ekki hægt að lenda venjulegum flugvélum á vellinum til ná í sjúklinga. Þyrlur geta þrátt fyrir það athafnað sig á svæðinu.

5. Næsta aðgerðasjúkrahús er á Norðfirði og það tekur þyrlu um 15 mínútur að fara þangað með slasaða en um klukkustund tekur að fara þessa leið í sjúkrabíl. Þar er einnig flugvöllur til að ná í sjúklinga, ef flytja þarf þá annað, t.d. til Reykjavíkur.

6. Verði óhapp á Akureyrarflugvelli er einungis um fimm mínútna akstur á mun betra og fullkomnara sjúkrahús en hægt er að státa af í öllum Austurlandsfjórðungi.

Ég vil einnig vekja athygli á eftirfarandi:

A. Engin sjúkraflugvél er staðsett á Egilsstaðaflugvelli þrátt fyrir um 10.000 manna byggð innan áhrifasvæðis flugvallarins og lengst að fara á bestu sjúkrahús landsmanna. Þetta er þó talið nauðsynlegt í Vestmannaeyjum þar sem flugleiðin er 57NM á Reykjavíkurflugvöll með allar öflugustu vélar í íslenska flugflotanum og björgunarþyrlur tiltækar.

B. Á Ísafirði er einnig talin þörf á sjúkraflugvél.

C. Öflugasta sjúkraflugvélin er staðsett á Akureyri.

D. Á Ísafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum eru öflugar sjúkrastofnanir en ég tel einsýnt að sjúkrastofnun á Austurlandi standi þeim öllum langt að baki.

E. Það er hins vegar staðreynd að best búnu sjúkrahús landsins eru í Reykjavík, næstbest búna á Akureyri og síðan slappast þetta allt niður í kofaþyrpingu eins og á Egilsstöðum, þar sem menn skilja bara ekkert í því að enginn læknir vilji ráða sig til starfa.

F. Það er líka staðreynd að nær allt sjúkraflug er til Reykjavíkur. Örfá eru til Akureyrar og þar af eru flutningar með sjúka milli sjúkrahúsa sem ekki eru eiginleg sjúkraflug.

G. Ég bendi jafnframt á það, ef talin er þörf á að staðsetja flugvél á Ísafirði og í Vestmannaeyjum, hljóta að gilda sömu rök fyrir Austurland, sem er lengst frá hátækniþjónustu sjúkrahúsanna.

H. Hvernig reka á sjúkraflug og heilbrigðisþjónustuna er mat til þess bærra manna. Það eru sömu „sérfræðingarnir“ sem eru ráðuneyti heilbrigðismála til ráðgjafar um starfsemi vítt og breitt um Ísland og það ráðuneyti stjórnar, merkilegt nokk, einnig heilbrigðismálunum hér á Austurlandi. Því hljóta sömu rökin að gilda.

 

Grein mín í Morgunblaðinu 3.3.2008


Gosórói

Litla-Hraun

Sjúkur í Covid spólar
og spændi í dalinn blíða
sá hann lítt til sólar
sá þó hraunið skríða.
Þeir sem kveða kunna
bönnin ljúfu, fínu
nefndin þæga, þunna
þótti standa á sínu.

Rétt við háa hóla
hraunastalli undir
sást til drullu drjóla
detta Webcam undir.
Ryðst þá fjöldinn rammi
rokna “selfie” háður
sem til fjalla frammi
fáir nennti áður.

Ræðst á laut og reitur
roðar fjall og hjalla.
Lækur hraunsins heitur
hamast í bakkans halla.
Gatast sumir sólar
skemma land og hrylla
Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla.

 

Stolið og stílfært orginalinn má finna hér:
https://www.snerpa.is/allt_hitt/textasafn/Hraun_i_Oxnadal/


mbl.is Fólk mætt fyrir klukkan sex í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband