Sjaldan launa orkufyrirtækin ofeldið.

Þetta er af heimasíðu RÚV: 

https://www.ruv.is/frett/2021/05/20/thrifasa-rafmagn-fylgir-ekki-ljosleidara-a-heradi

RARIK ætlar ekki að nýta tækifærið þegar ljósleiðari verður lagður í sveitir á Héraði í sumar og leggja þrífasa jarðstreng samhliða. Forstjóri RARIK segir efni og vinnu við þrífasa jarðstrengjavæðingu rafmagns mun dýrara en við ljósleiðara, og fyrirtækið þurfi tæp 10 ár héðan af til að ljúka þrífasavæðingu allra býla í ábúð til sveita.

Svona rétt til að halda því til haga, að Lagarfossvirkjun var stækkuð 2007.  Það eru fjórtán ár síðan!

Þetta er enn eitt dæmið um hroka orkufyrirtækja í garð landsbyggðarinnar og ekki skánaði það við Orkupakka 3, sem stjórnvöldum tókst að hnoða í gegnum þingið án þess að þorri þingmanna hefði hugmynd um til hvers það leiddi.  Meðal annars var því fleygt fram, að það mundi flýta fyrir styrking raforkukerfisins á Íslandi og bæta á allan hátt.  

Þegar spurt var fengust engin svör.

Á Egilsstöðum er ekki nægjanlega tryggt rafmagn til að hægt sé að bjóða fyrirtækjum s.s. gagnaverum, aðstöðu á Egilsstöðum.  Þetta er ótrúlegt á sama tíma og eitt stæðsta orkuver í Evrópu er innan sveitarfélagsins.

Við virkjunar Kárahnjúka voru miklir vatnaflutningar milli Jökulsár á Brú yfir í Lagarfljótið á Fljótsdalshéraði.  Enungis lítilsháttar bætur fengust vegna sannanlegs landrofs á bökkum Lagarfljótsins til landeigenda, sem áttu land að því.

Aukaafurð fylgdi þessu aukna vatnsmagni í Lagarfljóti og það nýtti eigandi Lagarfossvirkjunar og stækkaði orkumannvirkið og meira en tvöfaldaði orkuöflun sína með litlum tilkostnaði.  Ekki fékk sveitafélagið við þá aukningu, nema sem nam fasteignagjöldum á stækkun mannvirkja.

Nú er enn öll tormerki að orkufyrirtæki geti séð sóma sinn í að koma á móti samfélaginu með því að koma íbúum þess í samband við nútíma orkuafhendingu.  Hvernig væri að girða sig í brók og afhenda orðalaust þriggja fasa rafmagn sem víðast. 

Nei. - Það er svo mikill kostnaður fyrir aumingja orkufyrirtækið.

Er furða þó landsbyggðarmönnum sé í nöp við DAS-liðið að sunnan!

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband