Háskólaklasi á Austurlandi

Austurland hefur lengi mátt sæta því að vera langt á eftir þegar kemur að samfélagsþjónustu og verklegum framkvæmdum með þátttöku hins opinbera.  Að hluta til má kenna heimamönnum um, vegna þess að þeir eru mun orkuríkari í hrepparíg en þegar kemur að sameiginlegum hagsmunum heildarinnar.  Undantekningin var verkefnið í kringum Kárahnjúka og Álver Alcoa á Reyðarfirði.  Þar sannaðist að þegar allir ýta vagninum í sömu átt, verður framvinda.

Í mörg ár hefur verið þrýst á um háskóla á Austurlandi.  Lítið hefur þokast m.a. vegna alkular á slíku verkefni hjá Háskóla Íslands.  Ráðamenn skólans eru haldnir Ártúnsbrekkusyndrominu eins og flestir ráðamenn með heimilisfestu í Reykjavíkurhreppi.  Fleiri íslenskar menntastofnanir á háskólastigi hafa verið þuklaðir, en þær beiddu allar upp.

Ekki er hallað á nokkurn mann þó nefndur sé Jón Þórðarson, fyrrverandi sveitastjóri á Borgarfirði eystra.  Hann hefur vakinn og sofinn unnið að þessu verkefni og dregið vagninn í átt að endapunktinum svo hlutirnir eru nú farnir að skýrast.

Austurfrétt 20.5.2021:

Forsvarsmenn skoska háskólans University of the Highlands and Islands (UHI) segjast líta björtum augum til væntanlegs samstarfs á sviði háskólastarf og rannsókna sem gert var við sveitarfélagið Múlaþing í mars.

„Tilgangur okkar að breyta framtíðarmöguleikum svæðisins okkar, efnahags þess, fólki og samfélögum. Í gegnum þetta samstarf reynum við að færa þetta markmið út fyrir landsteinana og hjálpa Múlaþingi til að takast á við sínar áskoranir og væntingar. Þetta er spennandi samstarf sem ég vona að við getum byggt á til framtíðar,“ segir Todd Walker, rektor skólans í tilkynningu.

Til hamingju Austurland!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað hefur það eiginlega upp á sig að bæta við enn einum háskólanum hér á landi??????

Jóhann Elíasson, 21.5.2021 kl. 10:03

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það skiptir öllu Jóhann.

Það hefur sýnt sig í Skotlandi að yngra fólkið flytur síður úr heimabyggð, ef það getur stundað nám sitt þar og að því loknu unnið þar einnig. 

Á þessum árum eru fjölskylduböndin að hnýtast og einstaklingar fædd og uppalin í nágrenni háskólasamfélags, eru þar af leiðandi líklegri að setjast þar að í framhaldinu.

Þetta sýna tölur innanlands og utan. 

Benedikt V. Warén, 21.5.2021 kl. 10:26

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru að verða svo gríðarleg miklar breytingar að staðsetning háskóla skiptir ENGU MÁLI.  Þetta hef ég reynt á eigin skinni, ég stundaði fjarnám í Viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og það nám var engu síðra en ef staðarnám hefði verið um að ræða og er engu síður metið af  atvinnulífinu.  Því gef ég ekkert fyrir svona skrif, menn eiga að fylgjast með tíðarandanum.......

Jóhann Elíasson, 21.5.2021 kl. 12:44

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Jóhann.

Ég þakka þér sýndan áhuga á verkefninu.  Málið er að þú ert alveg með þetta. 

Verkefnið snýst alls ekki um að byggja húsnæði yfir háskólastarfsemi heldur "brýr" yfir netið svo hægt sé að vinna það úr heimabyggð. Heima eða í húsnæði, nýtt eða notað, er ekki stóra málið. Mannlegi þátturinn kallar hins vegar á að fólk geti hist og borið sig saman við aðra, bæði námslega og vegna annarra hugðarefna. Sumum hentar að vinna einir aðrir vilja eitthvað annað fyrirkomulag. 

Til þess þarf að gera samkomulag við við skóla sem hefur þekkingu, reynslu og áhuga á slíku og nægjanlegt framboð námsbrauta.  Slíkir skólar þurfa einnig að vera tengdir atvinnulífinu. 

Aðalatriðið er að tengjast einni skólastofnun, svo ekki þurfi að sprengjast um víðan völl eftir námsefni. 

Þú getur skoðað þetta á:

https://www.austurfrett.is/frettir/vonast-til-adh-haskolasamstarf-efli-austurlands

og nánar á:

https://www.uhi.ac.uk/en/

Benedikt V. Warén, 21.5.2021 kl. 13:35

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við vorum bara ekki á sömu blaðsíðunni í upphafi en þegar upp var staðið vorum við algjörlega sammála.  Ég biðst afsökunar á því að ég var full harðorður. Að mínu  áliti þá þar að leggja áherslu á að "netvæðing" Austfjarða verði gerð góð þegar það er frá á að gera samning við háskóla um að hægt verði að stunda nám við skólann hvar sem er fyrir austan og svo verða sveitarfélögin á svæðinu að aðstoða fólk á svæðinu kleyft að stunda námið.  Það sem mér þótti einna verst að eiga við í mínu fjarnámi, var að ná fólki sem var með nógu og góa "nettengingu svo hægt væri að vinna hópverkefni með þeim......

Jóhann Elíasson, 21.5.2021 kl. 13:49

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Eins og karlinn sagði "Þetta var rangur misskilningur".

Þetta var heldur ekki nægjanlega skýrt hjá mér í upphafi, að vinna um netið.  Þar skiptir hraði netsins öllu máli, eins og þú bendir réttileg á, Jóhann.

Benedikt V. Warén, 21.5.2021 kl. 15:26

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ef það er eitthvað sem hefur haft af okkur unga fólkið Pelli, þá eru það háskólarnir.

Ungt fólk menntar sig hreinlega að heiman, -og ekki einungis úr foreldrahúsum, heldur úr heimabyggð.

Það þarf eitthvað vitrænt að vera fyrir latínuliðið að gera annað en fylkja sér með fíflunum sem þú hélst að Sigga hefði séð á lóðinni ykkar um árið.

Farið hefur fé betra en háskóli.

Magnús Sigurðsson, 21.5.2021 kl. 15:40

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það eru tvær hliðar á öllum málum, Magnús, -jafnvel fleiri.

Hagnýtt háskólanám kemur öllum vel, en það þarf að hlúa að öllu námi.  Háskólanám eitt og sér er til lítils ef ekki er til mannskapur til að vinna verkin.

Vandamálið við skóla á framhaldssviðinu á landsbyggðinni er að stöðugt þarf að berjast fyrir sínu í Reykjavíkurhreppi. 

Nærtækast er Hallormsstaðaskóli, sem stöðugt berst í bökkum fjárhagslega.  Þar er unnið frábært starf sem vert er að kynna sér.

https://www.hskolinn.is/

Benedikt V. Warén, 21.5.2021 kl. 16:15

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Einmitt hagnýtt nám.

En þegar til stendur að koma skurðgreftri á háskólastig og latínuliðið kenni fólki að koma sér þaki yfir höfuðið þá er voðinn vís.

Hvorki verður til skurður né þak, -ekki einu sinni raunsönn skýrsla um hvers vegna.

Og fíflarnir blómstra verkefnalausir á tekjutengdum hlutabótum í garðinum.

Það er langt síðan það varð ofgnótt af latínuliði.

Magnús Sigurðsson, 21.5.2021 kl. 19:16

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þetta er góður vinkill hjá þér Magnús.  Háskólarnir kenna hvernig á að byggja þök á hús. 

Hvernig hefur til tekist?

Lek þök, mygla og hús endast ekki mannsaldur þar til þau eru dæmd óíbúðarhæf og rifin.

Þetta er náttúruleg óboðleg staða.  

Hver er ábyrgur fyrir lélegri hönnun?

Háskólarnir?

Ómenntaðir bændur byggðu torfbæi sem entust svipað.

Það dylst engum, að eitthvað verulega er bogið við hönnun á nútíma þökum hjá hámenntuðum fræðingum í faginu.

Auðvita gengur þetta ekki svona, einhver verður að axla ábyrgð og verkferla þarf að laga.

Það skal samt varast að dæma allar kartölurnar ónýtar í gámnum, út frá einni skemmdri.

Benedikt V. Warén, 21.5.2021 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband