11.12.2007 | 21:04
A4 er málið.
Það er að verða sama hvar borið er niður í okkar ágæta samfélagi, A4 er farið að gilda í einu og öllu. Hér er átt við vélritunarblað af stærðinni A4. Þökk sé misvitrum þingmönnum.
Það er sama hvað hlutirnir eru verðmætir, þeir eru það ekki fyrr en einhver nefnd (stjórnsýslustig)hefur haft rænu á að koma því á A4 og þá fyrst eru hlutirnir orðnir "löglega" verðmætir.
Það væri einnig fróðlegt að fá að vita hverjir eru í húsfriðunarnefnd, sem hafa þetta ægivald að ákveða hvað er merkilegt og hvað ekki.
Það er einnig athyglivert viðtalið við fulltrúa húsfriðunarnefndar, þar sem hann tíundar gildi þessarar innréttingar og sögu hennar og hússins.
En það breytir engu um það, húsið og innréttingarnar eru best geymdar í sinni heimabyggð, - á Seyðisfirði.
![]() |
Innréttingarnar ekki friðaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2007 | 16:40
Vér mótmælum allir.
Hér er enn ein aðförin að hinum dreyfðu byggðum landsins. Hér eru misvitrir ráðamenn í Reykjavíkurhreppi að ráðast gegn menningarverðmæturm landsbyggðarinnar með það eitt í huga að setja þær upp í sínum hreppi, sér og gestum sínum til yndisauka.
Eins og kemur fram í fréttinni eru um gamlar sögulegar minjar að ræða, sem hvergi annarsstaðar eiga heima en á Seyðisfirði. Þar hefur verið lyft grettistaki í að gera upp gömul hús á undanförnum árum og þessi aðför eru hrein og klár skemmdarstarfsemi.
Skora hér með á alla landsmenn að mótmæla þessum gjörningi kröftuglega.
Svei þeim, sem standa fyrir þessu niðurrifi.
Sjá frekar um umfjöllun fornminjar hér neðar.
![]() |
Innréttingar ríkisins skemmdar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 09:32
Hvernig er fjármagni betur varið til flugvallamála?
Mikilvægt er að mörkuð verði ákveðnari stefna í flugmálum og ekki skipt takmörkuðu fjármagni í marga staði á sama tíma. Fara verður vel með fjármuni skattborgaranna og velta því yfirvegað fyrir sér, hvað kemur best fyrir samfélagið í heild.
Eins og fram kemur hér á blogginu, var við undirbyggingu núverandi flugbrautar á Egilsstöðum, gert ráð fyrir lengingu í 2700 metra og frumhönnun verksins er til á teikniborðinu hjá Flugstoðum ( áður Flugmálastjórn) og aðstæður eru ákjósanlegar frá landfræðilegu sjónarmiði.
Stöðugt er verið að knýa á um að bætt öryggi á millilandaflugvöllum. Gerðar eru auknar kröfur um dýran öryggisbúnað til að mæta því, m.a. með því að gegnumlýsa allar töskur, handfarangur og skoðun á farþegum. Auk þess þarf fullkominn og dýran búnað til að hlaða og afhlaða stórar flugvélar, bæði í farþega- og fraktflugi.
Ljóst er að ekki verður grundvöllur til þess að margir flugvellir verði þannig búnir, vegna mikils stofnkostnar, í þrjúhundruð manna samfélagi. Hverjum flugvelli fylgir einnig mikill kostnaðar við að þjálfa starfsfólks og búa flugvellina viðeigandi tækjakosti og síðan fylgir rekstrarkostnaðar og viðhald á tækjum og búnaði.
Hér þarf að forgangsraða og ljúka því sem byrjað er á, ella stöndum frammi fyrir því að við höfum nokkra flugvelli, sem ekki eru í stakk búnir að geta tekið við þeim flugvélum sem þó gætu nýtt sér Keflavíkurflugvöll. Stórar flugvélar geta t.d. ekki athafnað sig innan fjallahringsins á Akureyri, sama hve löng brautin þar yrði.
Hvort sem okkur dreyfbýlismönnum líkar það betur eða verr, eru ákveðnar staðreyndir sem ekki er hægt að líta framhjá. Það er meira fjölmenni á suð-vesturhorninu og þar af leiðandi eru mestar líkur á að auka flug þangað, auk þess er best búni flugvöllur Íslands í Keflavík. Nýting hans gæti orðið mun betri, við að koma upp góðum varaflugvelli á Egilsstöðum.
Tækifærin eru þarna úti,- okkar er að grípa þau. Það kemur öllum landsmönnum til góða.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 15:41
Keflavíkurflugvöllur vs. Egilsstaðaflugvöllur.
Með því að lengja flugbrautina á Egilsstöðum í 2700 metra skapast nýir og fjölbreyttari möguleikar á nýtingu Keflavíkurflugvallar. Möguleikinn felst í að markaðssetja Keflavíkur- og Egilsstaðaflugvöll sem par. Þar yrði sýnt fram á að Íslendingar hefðu upp á að bjóða flugvelli, sem bættu hvorn annan upp. Enginn annar flugvöllur utan Keflavíkur, hefur í dag tærnar þar sem Egilsstaðaflugvöllur hefur hælana.
Þessir flugvellir eru á sitthvoru veðursvæðinu og hverfandi líkur á að þeir lokist báðir á sama tíma. Flugfélög geta þá með hátt í 99.9% öruggi planað flug til Íslands á stórum flugvélum eins og Boeing 747. Enn sem komið er, ekki annar valkostur fyrir stærri vélar, sem nýta Keflavíkurflugvöll til að taka eldsneyti, en að nota Glasgow eða Prestwick sem varaflugvelli og er því sparnaður nær enginn.
Flugfélög eins og t.d Cargolux, velja því að nota þá flugvelli frekar til eldsneytistöku, en að lenda á Íslandi. Í rekstri fyrirtækja skiptir máli að halda kostnaði í lámarki og ná inn hámarks tekjum. Í flugi gilda sömu lögmálin. Þegar flogið er á milli staða þarf að gera ráð fyrir eldsneyti, það er á kosntað fraktarinnar, sem verður minni eftir því sem vegalengdirnar verða lengri og ágóðinn á viðkomandi fluglegg minnkar.
Flugvélar þurfa að millilenda reglulega til að taka eldsneyti og Ísland er staður, sem mundi henta mörgum flugfélögum mjög vel til eldsneytistöku. Ef varaflugvöllur væri innan seilingar, kæmi Keflavíkurflugvöllur enn sterkari inn sem áhugaverður staður fyrir eigendur stærri flutningavéla.
Þegar flugvél lendir, er ýmiskonar umstang og umsýsla því samfara. Það þarf mannskap, tæki og tól til að afgreiða flugvélar. Við slíka millilendingu skapast miklir möguleikar á fraktflutningum til og frá Íslandi. Það mundi jafnframt opna á möguleika á að nýta betir þau mannvirki, sem standa á Keflavíkurflugvelli.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 14:15
Hriktir í stoðum velferðakerfisins.
Það er alltaf jafn fróðlegt að lesa um það í byrjun aðventu undanfarið, um hinn mikla tekjuafgang fjárlaga ríkisins, sem fjármálaráðherra kynnir ár hvert og sjá síðan endalausan vandræðaganginn við að leysa rekstrarvanda sjúkrahúsanna. Ríkisstjórnin er þarna að bregðast í veigamiklum málaflokki og með ólíkindum að ekki skuli vera hægt í yfirlýstu góðæri, að höggva af þennan skluldahala.
Vissulega er hægt að færa eihvern hluta heilbrigðiskerfisins frá ríkinu til einkageirans, en það á eingöngu við um þéttbýlustu staði landsins. Hlutfallslega standa minni staðirnir verr, þar sem þeir þurfa ár eftir ár að sæta því, að lifa langt fyrir neðan hungurmörk í heilsugæslunni, vegna ákvarðana ríkistjórnarinnar.
![]() |
VG: Einkavæðing heilsugæslu framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2007 | 00:30
Næst besti flugvöllur íslendinga?
Egilsstaðaflugvöllur var tekinn í formlega notkun 23. sept 1993 eftir gagngerar endurbætur og hefur frá þeim tíma þjónustað flugflotann. Frá því í desember 1995 hafa verið 24 tíma vaktir á flugvellinum alla daga ársins og hefur hann síðan þjónað sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug og yfirflug fyrir þær vélar sem nýtt geta völlinn. Vægi Egilsstaðaflugvallar er mjög vanmetið hjá öðrum en þeim sem stunda flugrekstur. Varla líður sú klukkustund, að Egilsstaðflugvöllur er ekki skráður varaflugvöllur hjá einhverju flugfélagi.
Flugvélar Flugleiða, Boeing 757 og 767 nota oftast Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll og það munu nýjar flugvélar þeirra, Boeing 787 einnig geta. Flugrekendur Boeing 747 hafa engan varaflugvöll á Íslandi ef þeir hyggjast nýta sér Keflavíkurflugvöll. Við núverandi aðstæður getur Egilsstaðaflugvöllur ekki sinnt fullkomlega því hlutverki sem að var stefnt, að vera aðal varaflugvöllur fyrir Keflavík fyrir allar flugvélar. Það dregur úr áhuga flugrekenda Boeing 747 að nýta Ísland sem valkost til eldsneytistöku.
Flugbrautin á Egilsstöðum er malbikuð og skráð 2000 x 45 metrar með burðarlagi til að taka við flugvélum með hámarksflugtaksþunga allt að 250 tonnum (PCN 35). Einn hængur er þó á, að Þjóðvegur 1 liggur það nálægt suðurenda brautarinnar að lendinga punkturinn (touch down) færist inn á brautina og rýrir hana um 153 metra þegar lent er til norðurs.
Þetta er bagalegt fyrir stærri vélar þegar brautarskilyrði eru slök, t.d. vegna þess að krapi, snjór eða ís er á brautinni og/eða hliðarvindur. Við erfiðustu veðurskilyrðin á svæðinu, þarf því að nota skerta braut vegna legu Þjóðvegar 1, sem lítið mál er að færa. Með frekari lengingu um 700 metra, verður flugbrautin fær um að taka við flestum vélum, sem eru í notkun um þessar mundir, þar með talin Boeing 747 og trúlega einnig Airbus 380.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 22:38
Ríkisstjórnarsamþykkt um Egilsstaðaflugvöll.
Við byggingu á flugvellinum á Egilsstöðum var áformað að endanleg lengd vallarins yrði 2700 metrar og við hönnun hans var það haft að leiðarljósi. Það var ekki að áeggjan heimamanna að það var gert, heldur var það ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar að frumkvæði Steingríms J. Sigfússonar samgönguráðherra. Nú er hann heillum horfinn í þessu máli og hefur ekki beitt sér í því.
Ákvörðun um þessa uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar var mjög skynsamleg og í fyrsta þætti verkefnisins var brautin 2000 metrar, en dregist hefur að taka seinna skrefið við verkefnið og koma henni í fulla áformaða lengd. Hugsanlega hefur aðkoma Halldórs Blöndal í ráðuneyti samgöngumála á sínum tíma, haft einhver letjandi áhrif þar á. Hugur hans hefur gjarnan hvarflað til annars flugvallar í hans heimasveit. Hugmyndafræðin á bak við þessa framkvæmd var, að Egilsstaðaflugvöllur gæti nýst sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll þá sjaldan sem sá síðar nefndi lokast. Til að fullnægja því markmiði, verður Egilsstaðaflugvöllur að geta tekið við öllum flugvélum sem gera flugáætlanir sínar inn á Keflavíkurflugvöll.
Þeir flugvellir sem þá voru í athugun vegna umræðunnar um varaflugvöll auk Egilsstaðaflugvallar voru, Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók og Húsavíkurflugvöllur. Aðrir flugvellir voru ekki inni í myndinni, ýmist vegna veðurfarslegra ástæðna eða landfræðilegra. Egilsstaðaflugvöllur varð að lokum fyrir valinu, vegna þess að umferðin var vaxandi inn á hann, en dvinandi inn á hina staðina, auk þess sem veðurfarslegir þættir þóttu vega þungt.
Ég mun halda áfam að fjalla um Egilsstaðaflugvöll næstu daga.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 12:58
Hvert er raunverulegt verðmæti Vatnsmýrarinnar?
Hvað er í nágrenni Vatnsmýrarinnar og hvað hefur Reykjavíkurhreppur haft upp úr þeim viðskiptum?
Mörg gömul og léleg hús voru á sínum tíma, flutt vestur í bæ, vegna þess að þar voru ódýrar lóðir í gömlu kartöflugörðunum. Þar var fátæklingum og sérvitringum gefinn kostur á að endurbyggja þessa kofa. Fyrirtæki Kára Stefánssonar hefur efalaust þurft að borga eitthvað fyrir sína lóð. Askja, náttúruvísindabygging Háskóla Íslands hefur ekki greitt ofurverð fyrir sína lóð og þá ekki Umferðarmiðstöðin, innan um gróðurhús og ónýta kofa. Hvað kostaði lóð Listaháskóla Íslands þegar þeir fengu hana úthlutaða?
Varla eru íþróttafélög á Íslandi það vel stæð, að þau velji dýrustu lóðirnar í Reykjavík undir sparkvelli og íþróttaskemmur, eins og gert er við Hlíðarsmára. Braggarnir við Flugvallarveg stæðu ekki þarna, ef lóða verð væri hátt og varla hafa Björgunarsveitirnar greitt hátt verð fyrir sína lóð. Margar lóðir standa óhreyfðar, sem hægt væri að skipuleggja með Öskjuhliðinni og alla leið niður í Nauthórsvík, ef einhver væri eftirspurnin. Hver er svo rúsínan í pylsuendanum í öllu þessu ferli, - Reykjavíkurborg gaf lóð undir Háskóla Reykjavíkur, - að hluta til land í eigu ríkisins.
Hvert er svo hið raunverulega verð Vatnsmýrarinnar? Svar óskast.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 11:32
Hvar eru Vinstri-Grænir núna?
Hvernig ber að túlka þessa frétt? Hver er afstaða Vinstri-Grænna?? Eru upphrópanir Vinstri-Grænna marklausar, eru þeir í sífellu að hrópa "Úlfur....úlfur" ???
Það er talað um trúarbrögð þegar hugsandi einstaklingar vilja nýta þau gæði sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða, m.a. vistvæna orku.
Hvað nefnist þá hitt, að vera alltaf á móti framförum og auknum lífsgæðum??
![]() |
Ísland í fremstu röð í umhverfismálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2007 | 10:11
Veðurguðirnir rugla blaðamann.
Í fréttinni kom fram að ekkert hafi verið flogið um Egilsstaðaflugvöll umræddan dag, sem er alrangt. Aðvörun var í gildi frá Veðurstofu Íslands, um ókyrrð og ísingu yfir miðju landinu, af þeim sökum lá innanlandsflug niðri. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir það að tvær vélar Wizzair komu frá Katowice og sóttu þá verkamenn sem þeir höfðu tekið að sér að koma til síns heima og flugvél Flugleiða kom frá Keflavík og hélt utan til Katowice með einn hóp.
Það er greinilegt að Veðurguðirnir hafa hrellt blaðamanninn svo, að hann hefur legið undir sæng þennan dag, með dregið upp fyrir haus og ekki verið meðvitaður um lífið utandyra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)