Hriktir í stoðum velferðakerfisins.

Það er alltaf jafn fróðlegt að lesa um það í byrjun aðventu undanfarið, um hinn mikla tekjuafgang fjárlaga ríkisins, sem fjármálaráðherra kynnir ár hvert og sjá síðan endalausan vandræðaganginn við að leysa rekstrarvanda sjúkrahúsanna.  Ríkisstjórnin er þarna að bregðast í veigamiklum málaflokki og með ólíkindum að ekki skuli vera hægt í yfirlýstu góðæri, að höggva af þennan skluldahala.

Vissulega er hægt að færa eihvern hluta heilbrigðiskerfisins frá ríkinu til einkageirans, en það á eingöngu við um þéttbýlustu staði landsins.  Hlutfallslega standa minni staðirnir verr, þar sem þeir þurfa ár eftir ár að sæta því, að lifa langt fyrir neðan hungurmörk í heilsugæslunni, vegna ákvarðana ríkistjórnarinnar.   


mbl.is VG: Einkavæðing heilsugæslu framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og thu bendir rettilega å, er thad vegna åkvardana rikisstjornarinnar, thad er stjornmålamanna = hins opinbera, ad bæir og thorp um allt land eru svelt årum og åratugum saman er kemur ad heilbrigdisthjonustu.  Thvi vil eg meina ad sjålfsagt se ad leyfa einkaadilum ad syna fram å ad their geti bodid betri thjonustu å sama, eda jafnvel lægra verdi, å fleiri svidum heilbrigdismåla en nu er.  En thå verdur ad tryggja ad ALLIR ibuar landsins njoti godra sjukratrygginga.  Einkageirinn og hid opinbera munu alltaf thurfa ad vinna saman hvort ed er å svo storu og veigamiklu svidi, og hid opinbera gæti thå sed um trygginga og utbodshlidina en einkageirinn um reksturinn.  En thetta er stor og flokinn målaflokkur og audvelt ad einfalda målin um of.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband