Hvert er raunverulegt verðmæti Vatnsmýrarinnar?

Fjöldi íbúa í Reykvíkurhreppi hafa apað hver eftir öðrum um hið gríðarlega miklu verðmæti Vatnsmýrarinnar. Þar hefur verið settur á hana einhver ótilgreindur verðmiði, sem við hin eigum síðan að trúa eins og guðspjöllunum, lóð sem ekki er lengur í miðju hreppsins.

Hvað er í nágrenni Vatnsmýrarinnar og hvað hefur Reykjavíkurhreppur haft upp úr þeim viðskiptum?

Mörg gömul og léleg hús voru á sínum tíma, flutt vestur í bæ, vegna þess að þar voru ódýrar lóðir í gömlu kartöflugörðunum. Þar var fátæklingum og sérvitringum gefinn kostur á að endurbyggja þessa kofa. Fyrirtæki Kára Stefánssonar hefur efalaust þurft að borga eitthvað fyrir sína lóð. Askja, náttúruvísindabygging Háskóla Íslands hefur ekki greitt ofurverð fyrir sína lóð og þá ekki Umferðarmiðstöðin, innan um gróðurhús og ónýta kofa. Hvað kostaði lóð Listaháskóla Íslands þegar þeir fengu hana úthlutaða?

Varla eru íþróttafélög á Íslandi það vel stæð, að þau velji dýrustu lóðirnar í Reykjavík undir sparkvelli og íþróttaskemmur, eins og gert er við Hlíðarsmára.  Braggarnir við Flugvallarveg stæðu ekki þarna, ef lóða verð væri hátt og varla hafa Björgunarsveitirnar greitt hátt verð fyrir sína lóð. Margar lóðir standa óhreyfðar, sem hægt væri að skipuleggja með Öskjuhliðinni og alla leið niður í Nauthórsvík, ef einhver væri eftirspurnin. Hver er svo rúsínan í pylsuendanum í öllu þessu ferli, - Reykjavíkurborg gaf lóð undir Háskóla Reykjavíkur, - að hluta til land í eigu ríkisins.

Hvert er svo hið raunverulega verð Vatnsmýrarinnar?  Svar óskast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband