Hvernig er fjármagni betur varið til flugvallamála?

Mikilvægt er að mörkuð verði ákveðnari stefna í flugmálum og ekki skipt takmörkuðu fjármagni í marga staði á sama tíma.  Fara verður vel með fjármuni skattborgaranna og velta því yfirvegað fyrir sér, hvað kemur best fyrir samfélagið í heild. 

Eins og fram kemur hér á blogginu, var við undirbyggingu núverandi flugbrautar á Egilsstöðum, gert ráð fyrir lengingu í 2700 metra og frumhönnun verksins er til á teikniborðinu hjá Flugstoðum ( áður Flugmálastjórn) og aðstæður eru ákjósanlegar frá landfræðilegu sjónarmiði. 

Stöðugt er verið að knýa á um að bætt öryggi á millilandaflugvöllum.  Gerðar eru auknar kröfur um dýran öryggisbúnað til að mæta því, m.a. með því að gegnumlýsa allar töskur, handfarangur og skoðun á farþegum.  Auk þess þarf fullkominn og dýran búnað til að hlaða og afhlaða stórar flugvélar, bæði í farþega- og fraktflugi. 

Ljóst er að ekki verður grundvöllur til þess að margir flugvellir verði þannig búnir, vegna mikils stofnkostnar, í þrjúhundruð manna samfélagi.  Hverjum flugvelli fylgir einnig mikill kostnaðar við að þjálfa starfsfólks og búa flugvellina viðeigandi tækjakosti og síðan fylgir rekstrarkostnaðar og viðhald á tækjum og búnaði. 

Hér þarf að forgangsraða og ljúka því sem byrjað er á, ella stöndum frammi fyrir því að við höfum nokkra flugvelli, sem ekki eru í stakk búnir að geta tekið við þeim flugvélum sem þó gætu nýtt sér Keflavíkurflugvöll.  Stórar flugvélar geta t.d. ekki athafnað sig innan fjallahringsins á Akureyri, sama hve löng brautin þar yrði.

Hvort sem okkur dreyfbýlismönnum líkar það betur eða verr, eru ákveðnar staðreyndir sem ekki er hægt að líta framhjá.  Það er meira fjölmenni á suð-vesturhorninu og þar af leiðandi eru mestar líkur á að auka flug þangað, auk þess er best búni flugvöllur Íslands í Keflavík.   Nýting hans gæti orðið mun betri, við að koma upp góðum varaflugvelli á Egilsstöðum.  

Tækifærin eru þarna úti,- okkar er að grípa þau.  Það kemur öllum landsmönnum til góða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband