Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni.

Það má þakka fyrir að ekki fór verr með laus sæti í ókyrrð. 

Einnig má Svandís prísa sig sæla, að hugmyndir félaga Dags B Eggertssonar hafa enn ekki náð fram að ganga.  Hugmyndir hans um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og bæta á sjúklinga þeirri kvöl og pínu ofan á sjúkraflugið, að fara erfiða leið frá Keflavíkurflugvelli á sjúkrahús í Reykjavík. 

Núna, þegar Svandís Svavarsdóttir hefur þurft að reyna þetta á eigin skinni, ætti hún að skilja betur áhyggjur okkar á Austurlandi og annara sem búa á landsbyggðinni.


mbl.is „Það er allt í lagi með mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Híbýli foreldra okkar eru fornminjar barna okkar.

Það er einkennilegt af þjóð, sem leggur miljónir í það að eiga flottustu og nýustu bílana, skuli vera heltekin af gömlu kofarusli, og það á besta og dyrasta stað Íslands.  Er ekki allt í lagi með þessa þjóð?  

Það er einkennlileg staða sem komin er upp í Reykjavík.  Eigandi gamalla kofa vill rífa þá til að byggja hótel, komim með öll leyfi upp á vasann, þá vakna allt í einu nokkrir borgarbúar og fara að berjast um á hæl og hnakka og sjá einhver verðmæti í rusli.  Þessir drullukofar voru ekki fallegir þegar þeir voru byggðir þeir urðu ekki fallegri þó þeim væri ítrekað breytt og fráleitt eru þeir fallegir núna.

Það er marg búið að umturna húsunum og breyta án þess að þeir skáni hætis hót.  Upp í hugann kemur sagan um gamla manninn, sem fékk hamar hjá afa sínum og hafði átt hann í rúm sextíu ár og hélt mikið upp á gripinn.  Hann var búinn að skipta þrisvar um hausinn á honum og fimm sinnum um skaft, en þetta var samt alltaf sami gamli góði hamarinn.

Húsfriðunarnefnd sá ekkert verðmætti í kofunum og gaf leyfi til að fjarlægja þá.  Það kemur því nokkuð spanskt fyrir sjónir þegar nefndin rumskar á elleftu stundu og breytir  ákvörðun sinni.  Það er hreint með ólíkindum að þegar Húsfriðunarnefnd er farin að vinna eins og Samfylkingin og þá er ekki von á góðu.  Húsfriðunarnefnd tók faglega ákvörðun en þorir svo ekki að standa við hana þegar ljós kom að einhverjir eru nefndinni ósammála og hafa hátt.  Húsfriðunarnefndin fó á taugum og beygði af.  Því miður er hér of seint í rassinn gripið og rétt að Húsfriðunarnefnd fái sjálf að hafa áhyggjur af vinnubrögúm sínum í þessu máli.

Í miðborg Reykjavíkur er vilji til að hlutirnir blómstri og að líf sé í borginni.  Hvað er betra en að byggja hótel á þessum stað til þess að laða ferðamenn að miðborginni?  Er ekki vilji  til þess að nýta kaffihús í 101 Rvík?  Er ekki vilji að nýta aðra ferðatengda þjónustu sem er í boði í miðborginni?  Er ekki verið að byggja tónlistarhús við höfnina? 

Er ekki hægt að átta sig á því að byggingar gærdagsins eru menningarverðmæti morgundagsins og fornminjar?  Áttið ykkur á því, einu sinni voru þessi kofaskrifli nýbyggingar, þá og aðeins þá voru einhver verðmæti fólgin i þeim.

Það er einnig erfitt að átta sig á þessu söfnunaræði Reykvíkinga, nema láta hugann hvarfla til leikstykkisins "Hellisbúinn" þar sem kerlingarnar eru safnarar en karlarnir veiðimenn.  Einkennilegt hvað margar "kerlingar" af báðum kynjum búa í Reykjavík.

Einkavinavæðingin ekki dauð.

Það er gaman að skoða ráðningu Guðna A. Jóhannessonar og líffræðingsins Ólöfu Ýrr Atladóttur í samhengi.  Í tilfelli Guðna er mikið lagt upp úr yfirgrips mikilli þekkingu hans, en hjá Ólöfu skiptir menntun í faginu ekki máli.

Það er því ljóst að dagsformið hjá Össuri ræður ferðinni, -nema pólitíkin hafi hlaupið með ráðherrann í gönur.

Hins vegar getur varla nokkur maður verið hissa á svona verklagi.  Síðan Samfylkingin komst á koppinn hefur stefnan verið ein í dag og önnur á morgun og ekkert í takt við það sem hún var í gær. 

Frambjóðendur í Reykjavík hafa einnig haft allt aðrar pólitískar áherslur en þingmenn flokksins á landsbyggðinni.


mbl.is Segir Guðna hafa sterka framtíðarsýn fyrir Orkustofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrós til starfsmanna Egilsstaðaflugvallar

Andri Ólafsson skrifar í Vísi, 06. jan. 2008 eftirfarandi:

"Fólkið á Egilsstöðum stóð sig eins og hetjur
 
Halldóra Bergsdóttir skrifstofukona er ein þeirra tæplega 200 flugfarþega sem voru að koma frá Kanarí í leiguflugvél sem reyndi tvær misheppnaðar aðflugstilraunir í Keflavík og þurfti á endanum að lenda á Egilsstöðum.Hún segir að starfsfólk sem tók á móti sér og öðrum farþegum á flugvellinum á Egilsstöðum hafi staðið sig eins og hetjur.

Nokkrar fréttir hafa borist af þessari flugferð enda gekk mikið á áður en tókst að lenda í Egilstöðum. Margir hafa lýst flugerðinni sem hreinni martröð.

Halldóra Bergsdóttir telur að í hamagangnum við að rifja upp dramatíkina í flugvélinni hafi gleymst að minnast á gott starf þeirra sem falið var að hlúa að ferþegunum þegar þangað var komið.

"Þarna voru konur sem smurðu samlokur langt fram á nótt og dreifðu teppum. Svo voru þarna aðrir sem geru hvað eina sem þeir gátu til að aðstoða okkur. Það var kannski ekki mikið hægt að gera enda erfitt að vera viðbúinn því að fá 200 manna hóp með svona stuttum fyrirvara en ég var djúpt snortinn að sjá hvernir allir lögðust á eitt um að gera þetta eins bærileg fyrir okkur og mögulegt var," segir Halldóra Bergsdóttir og bætir því við að hún sé þess fólki innilega þakklát."

 


Hættan í flugi.

Oft hef ég róað eiginkonu mína og nána ættingja þegar ég hef farið í flugtúr á einkavél minni, með þeim orðum, að eini hættulegi kaflinn í flugtúrnum sé að aka til og frá flugvellinum í bílnum.

Þetta hef ég sagt oft og mörgu sinnum og stend við það.  Þetta hefur greinilega síast inn, vegna þess að þegar alnafni minn kom með foreldrum sínum austur um jólin, til að heiðra ömmu og afa með nærveru sinni, var sem oftar notast við þjónustu Flugfélags Íslands.

Í miðjum klíðum kvað sá stutti úpp úr með það að hann ætlaði að verða flugmaður þegar hann yrði stór.

"Er það ekku svo hættulegt?" spurði manna hans.

"Hva.... ertu hrædd um að ég lendi í bílslysi?" spurði sá stutti á móti.

Segið svo að börnin taki ekki eftir því sem fyrir þeim er haft. LoL


Sýnir nauðsyn þess að hafa góðan varaflugvöll.....

....á Íslandi, vegna þess að það getur komið upp að Keflavík lokist.  Oftast eru það ekki nema um þrjár til sex klukkustundir sem það ástand varir, örsjaldan lengri tími.

Margir sem fóru af á Egilsstöðum voru heimamenn, en gefið er í skyn í fréttum að fjöldi manns hafi farið af eingöngu vegna hræðslu.

Það sem brást í þessu tilfelli er aðstaða fyrir fólkið á Egilsstöðum.  Það er úr nægjanlegu húsrými að spila á þessum árstíma, en vegna áhugaleysis er lítið gert í málinu.  Á þessum tímapunkti var ekki hægt að komast inn í Valaskjálf, vegna þess að nýr eigandi hefur takmarkaðan áhuga á að sýna þjónustu.  Eiðar geta hýst um 100 manns og skólinn á Hallormsstað eitthvað um 80 manns.  En sama sagan enginn áhuginn enginn og lítil þjónustulund.

Gisting á Hótel Hérað var í góðu lagi og eins á Gistihúsinu á Egilsstöðum, sem hafði nokkur herbergi laus.  Sama gilti um nokkra eigendur smærri gistiþjónustu í nágrenni flugvallarins.

Hér þurfa heimamenn að taka myndarlega á málunum og laga hlutina  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi staða kemur upp og fráleitt sú síðasta.

Sjá meira um flugvallarmál Egilsstaða á bloggi mínu: 

http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/386814/

http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/387308/

http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/385866/


mbl.is Héldu að þetta væru endalokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru prestar að verða úreltir?

Allir vita að það er ljótt að gera "dodo" áður en prestur er búinn að segja að það sé í lagi og hann segi að Guð sé búinn að samþykkja gjörninginn. Þegar presturinn hefur lokið sér af, eru hjónin send út á Guð og gaddinn.  Prestar hafa gleymt að gæta hagsmuna hjóna, sem ganga í það heilaga hjá þeim. Það er engin ábyrgð tekin á gjörningnum. Prestar eru hins vegar mjög uppteknir af eignum prestasjóðs og hlunnindum brauða sinna. Þeir eru mjög passasamir við það að enginn nái neinu af veraldlegum gæðum þeirra. 

Það er nöturlegt að hagsmunagæslumenn hjónabandsins, prestarnir, skulu ekki sinna betur einstaklingunum sem ganga í heilaga hjá þeim og að þeir skulu ekki hafa frumkvæði að því að borin sé virðing fyrir hjónaböndunum og viðurkennd ákveðin forréttindi þeim til handa. Það er umhugsunarvert hverjir eiga að standa vörð um að hjónabandið, ef ekki prestarnir. Þeir ættu að standa vörð um að hjónabandið sé sá trausti hornsteinn samfélagsins, sem það hefur verið í aldanna rás. 

Þannig hafa hjónaböndin verði "skattlögð" meira en en þeir sem syndga og stunda lauslæti og saurlífi. Einstætt foreldri fær gjarnan meira út úr sameiginlegum sjóðum. Þeir einstæðu ganga einnig fyrir í ýmsum málum, eins og t.d. á barnaheimilum. Það hefur sýnt sig að hjónabandið er fjárhagslega óhagkvæm eining.  Það er níðst á þeim sem ganga í hjónaband eða skrá sig í sambúð.  Hjón skilja af fjárhagslegum ástæðum, einnig eldri borgarar.  Það er komin "skekkja" í samfélagið, hjónabandinu í óhag, sem þarf að laga.

Það er ef til vill tímabært að endurskoða þessi mál og leysa presta undan þeirri kvöð að sjá um vígslu hjóna og eftirfylgni um að þau haldi.  Er ekki runninn upp sá tími til að skoða hvort ekki eigi að fækka brauðum og senda presta til annarra verka? Ríkið gæti síðan stofnað nýtt embætti til að sinna þessu sértæka verkefni. Það þyrfti ekki nema einn starfsmann til þess halda utan um lagasetningar er varðar hjúskap og sambúð. Hann gæti borið titilinn - "Umboðsmaður hjóna og sambýlinga".

Var Reykjavíkurborg að stela?

Samkvæmt því sem ég veit best (ég verð þá leiðréttur) voru Sogsvirkjanir fjármagnaðar að stórum hluta með fé frá Marshall-hjálpinni sem voru stríðsbætur til þjóðarinnar. Það var samþykkt á sínum tíma að nota þetta fé í umræddar virkjanir og hefur Reykjavíkurborg notið góðs af þeim alla tíð síðan, án þess að greiða sérstaklega fyrir það.

Það virðist því skjóta nokkuð skökku við, að Reykjavíkurborg gat selt þessar bætur, sem þjóðin fékk og það er einnig í meira lagi einkennilegt að Borgin taldi sig "eiga" 45% í Landsvirkjun, sem er í raun eign þjóðarinnar.

----------------------

Á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/130/O5/r28110330.sgml

Er Kjartan Ólafsson þingmaður að velta sama fyrir sér og segir m.a. eftirfarandi:

"..... Ég held að þegar rætt er um þennan sokkna kostnað og farið verður yfir það hver eignarhlutur Landsvirkjunar og þar með eignarhlutur Reykjavíkurborgar í flutningskerfinu er, og hversu stór hluti af honum er til kominn vegna Marshall-hjálparinnar, sem mér skilst að gæti verið u.þ.b. 60% af þeim fjármunum sem fóru til uppbyggingar á Sogsvirkjununum á sínum tíma, þá verður sá kostnaður að metast eins og annar sokkinn kostnaður í þessum þætti

Ég vildi, frú forseti, koma hér upp til að halda þessu til haga og að þetta hafi komið fram."

---------------------------

Reykjavíkurborg komst að samkomulagi við ríkið í sambandi við meintan eignarhlut sinn í Landsvirkjun.  Hvar voru alþingismenn þjóðarinnar er þessi gjörningur fór fram?

Eru menn almennt sáttir við það, að Reykjavíkurborg geti selt hlut í fyrirtæki, sem byggt var upp að stórum hluta fyrir fé úr Marshall-hjálpinni?

Bróðurpart þess fjármagns, sem notað var til að byggja Sogsvirkjanir, fékk þjóðin í stríðsbætur, - ekki Reykjavíkurborg.

Einhvern tíma hefði þetta verið kallað, - að versla með illafengið fé.


Fyrirséð bírókratísk vandamál

Kom aðeins inn á þetta á bloggi mínu 21.11 sl. sem er samhljóða grein sem ég sendi Morgunblaðinu nokkrum vikum fyrr.  Þar var ég að benda á ósamræmi í afgreiðslu tollayfirvalda, hvað varðar innheimtu gjalda vegna tollafgreiðslu.  Með þeim breytingum sem voru þá gerðar, aukast líkurnar á vandamálum vegna ferjuflugs lítilla véla milli landa, eins og kemur fram í þessari frétt.

Bírókratarnir setja oft fram vanhugsaðar tillögur, eingöngu vegna þess að þær líta svo vel út á pappír.  Það má lítið útaf bera til þess að litlar og hægfara flugvélar lendi ekki í hremmingum, þegar fljúga þarf um langan veg og upplýsingar um veður af skornum skammti og stundum ekki réttar.

"AIP-ICELAND er handbók flugmanna, með aðflugskortum flugvalla, upplýsingum um þá og reglur sem gilda í Íslenskri lofthelgi. Nýlega var sett í lög að eingöngu fjórir íslenskir flugvellir skyldu bera það sæmdarheiti að vera alþjóðlegir flugvellir í millilandaflugi. Þetta þýðir með öðrum orðum að ekki er heimilt að fljúga til og frá landinu frá öðrum flugvöllum, nema með sérstakri undanþágu.  

Þetta hefur meðal annars það í för með sér að sumir flugmenn minni véla þurfa að leggja lykkju á leið sína til (eða frá) Evrópu og fara um Egilsstaðaflugvöll í stað þess að nýta sér Hornafjarðarflugvöll, sem er þó nær flugleið þeirra. Flestir flugmanna áforma millilendingu í Reykjavík, á leið sinni milli heimsálfa og eru margir hverjir að ferja flugvélar til nýrra eigenda." 

Sjá nánar á:
 
http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/371185/


mbl.is Til Skotlands á síðustu dropunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni

Íslendingar eru um 312 þúsund og 500 þúsund farþegar fljúga í innanlandsflugi, flestir til og frá Reykjavík.  Þess verður ekki langt að bíða að hver íslendingur fljúgi að meðaltali, tvisvar á ári  í innanlandsflugi.

Í ljósi þessa, er það ótrúlegt að nokkrum hugsandi manni skuli detta það í hug, að byggja nýjan flugvöll fjarri miðbænum.  Hvaða borg, sem vill gera sig gildandi í samfélaginu, mundi senda aðal járnbrautarstöðina 45 km út fyrir miðbæinn? 

Engum nema, fáum þröngsýnum einstaklingum með ríkan smáborgarahátt. 


mbl.is Hálf milljón farþega með innanlandsflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband