Fyrirséð bírókratísk vandamál

Kom aðeins inn á þetta á bloggi mínu 21.11 sl. sem er samhljóða grein sem ég sendi Morgunblaðinu nokkrum vikum fyrr.  Þar var ég að benda á ósamræmi í afgreiðslu tollayfirvalda, hvað varðar innheimtu gjalda vegna tollafgreiðslu.  Með þeim breytingum sem voru þá gerðar, aukast líkurnar á vandamálum vegna ferjuflugs lítilla véla milli landa, eins og kemur fram í þessari frétt.

Bírókratarnir setja oft fram vanhugsaðar tillögur, eingöngu vegna þess að þær líta svo vel út á pappír.  Það má lítið útaf bera til þess að litlar og hægfara flugvélar lendi ekki í hremmingum, þegar fljúga þarf um langan veg og upplýsingar um veður af skornum skammti og stundum ekki réttar.

"AIP-ICELAND er handbók flugmanna, með aðflugskortum flugvalla, upplýsingum um þá og reglur sem gilda í Íslenskri lofthelgi. Nýlega var sett í lög að eingöngu fjórir íslenskir flugvellir skyldu bera það sæmdarheiti að vera alþjóðlegir flugvellir í millilandaflugi. Þetta þýðir með öðrum orðum að ekki er heimilt að fljúga til og frá landinu frá öðrum flugvöllum, nema með sérstakri undanþágu.  

Þetta hefur meðal annars það í för með sér að sumir flugmenn minni véla þurfa að leggja lykkju á leið sína til (eða frá) Evrópu og fara um Egilsstaðaflugvöll í stað þess að nýta sér Hornafjarðarflugvöll, sem er þó nær flugleið þeirra. Flestir flugmanna áforma millilendingu í Reykjavík, á leið sinni milli heimsálfa og eru margir hverjir að ferja flugvélar til nýrra eigenda." 

Sjá nánar á:
 
http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/371185/


mbl.is Til Skotlands á síðustu dropunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband