Einkavinavæðingin ekki dauð.

Það er gaman að skoða ráðningu Guðna A. Jóhannessonar og líffræðingsins Ólöfu Ýrr Atladóttur í samhengi.  Í tilfelli Guðna er mikið lagt upp úr yfirgrips mikilli þekkingu hans, en hjá Ólöfu skiptir menntun í faginu ekki máli.

Það er því ljóst að dagsformið hjá Össuri ræður ferðinni, -nema pólitíkin hafi hlaupið með ráðherrann í gönur.

Hins vegar getur varla nokkur maður verið hissa á svona verklagi.  Síðan Samfylkingin komst á koppinn hefur stefnan verið ein í dag og önnur á morgun og ekkert í takt við það sem hún var í gær. 

Frambjóðendur í Reykjavík hafa einnig haft allt aðrar pólitískar áherslur en þingmenn flokksins á landsbyggðinni.


mbl.is Segir Guðna hafa sterka framtíðarsýn fyrir Orkustofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sýnir bara svar á hvítu að það er sama hvar í flokki menn standa þegar kemur að stöðuveitingum hjá hinu opinbera!! Þá eru það flokksskírteini og fjölskyldutengsl sem ráða ferðinni, allt annað er látið lönd og leið. Þetta sannast nú sem aldrei fyrr, sama hversu hátt menn hafa gjammað í sjórnarandstöðu um spillingu við ráðningu manna í aðrar stöður í annan tíma. Þegar menn komast í aðstöðu til að ráða vini og kunningja þá gera menn það!!

Bjarki Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband