Hættan í flugi.

Oft hef ég róað eiginkonu mína og nána ættingja þegar ég hef farið í flugtúr á einkavél minni, með þeim orðum, að eini hættulegi kaflinn í flugtúrnum sé að aka til og frá flugvellinum í bílnum.

Þetta hef ég sagt oft og mörgu sinnum og stend við það.  Þetta hefur greinilega síast inn, vegna þess að þegar alnafni minn kom með foreldrum sínum austur um jólin, til að heiðra ömmu og afa með nærveru sinni, var sem oftar notast við þjónustu Flugfélags Íslands.

Í miðjum klíðum kvað sá stutti úpp úr með það að hann ætlaði að verða flugmaður þegar hann yrði stór.

"Er það ekku svo hættulegt?" spurði manna hans.

"Hva.... ertu hrædd um að ég lendi í bílslysi?" spurði sá stutti á móti.

Segið svo að börnin taki ekki eftir því sem fyrir þeim er haft. LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér áður fyrr þjáðist ég af flughræðslu og þá sagði hann Hrafnkell heitinn A. Jónsson við mig "Blessuð, þú þarft ekki að vera hrædd, ég hef aldrei heyrt um flugvél sem hefur farið á loft og ekki komið niður aftur"

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband