Bloggfærslur mánaðarins, október 2021

Handan Smjörvatnsheiðarinnar

Greiðar samgöngur

Til þess að gera Austurlandsfjórðung áhugaverðari til búsetu þurfa samgöngur að vera í lagi, helst í mjög góðu lagi.  Tvíbreiðar brýr og varanlegt slitlag er ekki munaður, það er réttur hvers vegfaranda, að geta keyrt á milli staða án þess að eiga von á því að farartækið hljóti skaða af.  Stór verkefni hafa lengi setið á hakanum hér eystra og enn bólar ekkert á Axarvegi og litlir tilburðir í þá átt að tvöfalda brýr á Austurlandi.

 

Vegalengdir

Hafa menn hugleitt fjarlægðir milli staða?  Það er styttra frá Þórshöfn til Egilsstaða en frá Þórshöfn til Akureyrar, bæði eftir þjóðvegakerfinu og í beinni loftlínu.  Samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar er stysta leiðin 163 km frá Þórshöfn til Egilsstaða á meðan það eru 231 km frá Þórshöfn til Akureyrar. Þar munar 68 km aðra leiðina.  Loftlínan frá Þórshöfn til Akureyrar er um 139 km á meðan hún er um 112 km til Egilsstaða. Hér munar um 27 km aðra leiðina. Þar með er ljóst að þetta svæði hefur meiri samleið með Mið-Austurlandi, en Eyjafirði.  Vopnfirðingar eru þar í betri stöðu fyrir aðdrætti en þeir sem norðar eru.

 

Hvað er málið?

Það þarf talsvert ríkt hugmyndaflug norðan Smjörfjalla,  að telja málum sínum betur borgið við að snúa sér alfarið norður í land með alla aðdrætti, þjónustu og verslun.  Vissulega er ýmislegt stærra í sniðum í Eyjafirði, en með bættum samgöngum má færa ýmislegt til betri vegar og efla og hækka þjónustustigið á mið-Austurlandi, - öllum íbúum fjórðungsins til hagsbóta.  Mesti ávinningurinn er að Austurland verður enn áhugaverðari kostur fyrir ungt fólk, sem er að velja sér stað til framtíðar búsetu.  Stytting á milli staða og möguleikinn að fara/koma er lykillinn að betra samfélagi.  Allir þekkja þann ótta að komast ekki milli staða þegar veður eru válynd og brýna nauðsyn ber til.

 

Jarðgöng

Jarðgangagerð hefur lengi verið í skoðun til Vopnafjarðar, en lítt miðað.  Hér er lögð til leið um út-Héraðið og að landsamgöngur norður fyrir Smjörfjöllin fari þar um.  Vegtenging til Vopnafjarðar væri þá um þjóðveg 94 að Móbergi.  Þaðan yrði lagður vegur þvPastedGraphic-3ert yfir sléttlendið (sjá kort).  Brýr þarf að byggja á Lagarfljótið og Jökulsá á Brú/Dal og vegur að göngum (A) hjá Hlíðarhúsum/Torfastöðum í gegnum Hlíðarfjöllin og yfir í Böðvarsdal.   Vegur þaðan yrði lagður út dalinn og tengdur við veginn hjá Eyvindarstöðum.  Efnið úr göngunum nýttist í vegalagningu.  Þar með yrði rofin vetrareinangrun íbúa vegna Smjörfjalla.  Seinna væri haldið áfram með önnur jarðgöng (B) gengt þeim fyrri, sem myndu opnast í hinn endann á svæðinu Skjaldþingsstaðir/Syðri-Vík.  Hæglega má skipta þessu verkefni í þrjá sjálfstæða áfanga.

 

Láglendisvegur

Með jarðgöngum “A” og vegalagningu þvert yfir Út-Héraðið væri vegurinn á láglendi alla leið frá Vopnafirði til Egilsstaða og innan við klukkustunda akstur fyrir íbúana að nýta það sem þar er að hafa.   Göng “B” mundu síðan stytta leiðina enn frekar. Innan tíðar verður vegurinn með varanlegu slitlagi frá Egilsstöðum í Útmannasveit og Heiðarendinn ekki til trafala vegna snjóa.  Auk heldur verða fleiri áhugaverðar útfærslur á ferðalögum fyrir gesti og gangandi. 

 

Ófyrirséð

Engin mun sjá fyrir öll tækifærin, sem munu skapast með slíku verkefni.  Sveitarstjórnir beggja vegna Smjörvatnsheiðar þurfa að hafa metnað til að vinna með stórar hugmyndir og fylgja þeim eftir við ráðamenn þjóðarinnar.  Kosið verður til sveitastjórna í vor og þá er brýnt að velja kröftuga fulltrúa, sem hafa vilja, þor og getu til að vinna með djarfar lausnir.


Kirkjan.

Birgir í byggingu traustri

Blessaði Miðflokk í flaustri

Þá kirkjan stóð klár

varð hann reiður og sár

að skipt’ekki á henni og klaustri


mbl.is Kæra borist kjörbréfanefnd vegna Birgis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða stjónmálaflokkar settu þennan óskapnað á?

Væri ekki rétt að halda því til haga, því ekki kemur það fram í fréttinni?

Hvað voru margir á Austurvelli sem kusu þessa flokka í september sl., þrátt fyrir aðför þeirra að kjörum eldri borgara?

 

 


mbl.is „Við bara heimtum okkar pláss!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG vafra um í mengunarskýi sem ekki er til staðar.

Vinstra Græna framboðinu er að takast að hnoða inn í þjóðarsálina að hamfarahlýnun sé á næsta leiti.  Sannleikurinn er sá, að ekkert bendir til að eitthvað mikið muni gerast næstu árþúsundin, sem ekki hefur átt sér stað áður í jarðsögunni.

Ekki má þó skilja það svo að ekkert sé að og ekki megi bæta.  Vissulega er það svo.  En engar hamfarir eru handan við hornið, eins og skilja má á stórum hluta trúarbragðahóps um hamfarahlýnun.

Stefna VG í þessu máli, er að sópa vandamálunum undir teppið og/eða koma þeim þannig fyrir að vandamálin sjáist ekki frá íslensku byggðu bóli.  Ekki má vera með brennara til að farga rusli vegna reglna um mengunarvarnir.  Engu skiptir þó verið sé að hita híbýli manna og sundlaugar.  Enginn frestur gefinn til að koma upp betri búnaði inn í framtíðina.  Nei, burt með sorpið.  Því ekið um langan veg, sem ekki er urðað, og sett um borð í skip og erlendis er því ekið aftur um langan veg áður en það er brennt.

Fáir, nema VG, líta svo á að engin mengun fylgi þessari aðgerð, hvorki vegna flutnings á sjó eða landi né vegna brunans vegna þess að hann er öðru landi.  Þetta er komið úr sjónmáli VG og þá kemur þeim það ekki rassgat við.  Ekki telja þeir heldur að þetta hafi nokkur áhrif á heildarmyndina og þurfi ekki fara í þann stóra pott, sem nefnist hnattræn hlýnun. 

Hvað geta VG verið með takmarkaða sýn á mengun, þegar kemur að orsökum og afleiðingu?

Þá kemur að öðru rugli.  Núverandi Umhverfisráðherra er á góðri leið með að sannfæra þjóðina á að vatnsorka sé uppspretta allrar mengunar á Íslandi og því beri að friða allt vatn sem rennur óbeislað til sjávar.  Þannig ætlar hann að stoppa að nýta vatnsafl til framleiðslu raforku.  Í staðinn vill hann byggja vindorkugarða vítt og breytt um landið.

Vindorka og Ísland eiga enga samleið eins og er.  Vindur er ýmist of mikill eða of lítill.

Hvað um það. Guðmundur biskup Góði fór um landið til að blessa álagabletti með vígðu vatni, til hagsbóta fyrir íbúa landsins.  Guðmundur Óði fer um landið til að friða það svo að ekki sé hægt að nota vatn (vígt eða óvígt) til hagsbóta fyrir land og þjóð.

Á sama tíma telja einhverjir spákaupmenn að þeir hafi leyfi til skipta á hreinleika orku Íslendinga og fá í staðinn skítuga drullusekki, gegn gjaldi.  Þessi viðskipti gjaldfella Íslenskan hreinleika þannið að Ísland, sem samkvæmt bókhaldinu virðist framleiða orku með kolum, kjarnorku, olíu og gasi. 

Hvað er hægt að minnka kolefnaspor Íslands mikið með því að fella þessi gildi niður og senda þessi skítasamninga aftur til föðurhúsanna?    

Hver hefur leyfi til þessara viðskipta?

Hver gefur leyfi til þessara viðskipta? 

Eru þessi hrossakaup kanski í boði ESB?


mbl.is Stjórnarmyndun heldur áfram enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Buslað í kuldapolli stjórnarheimilisins

Eru kærleikarnir ekki eins miklir og af var látið fyrir kosningarnar?  

Hvað er að gerast í reykfyllta bakherberginu?

Hver er ekki að gefa eftir af sínum ítrustu kröfum?

Á hverju strandar?

Verður Kata, eftir allt, - sett út í kuldann?


mbl.is Viðræðurnar þokast jafnt og þétt áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fornminjarnar yfir Lagarfljótið

Árið 1905 var brúað yfir Lagarfljótið við Hlaðir og var það mikið mannvirki og í tugi ára hefur brú verið á þessum stað, sem var sú lengsta á landinu.  1906 þurfti þó að endurbyggja brúna og endurbæta, vegna þess að hana tók af í leysingum er ísflekar tóku hana um koll.  Árið 1956 var brúin endurbætt og gerð tvíbreið og hefur þjónað sem slík síðan. 

Frá því að brúin var byggð hefur mikið vatn runnið til sjávar undir hana og notkunin breyst frá því að flytja mannskap, póst og varning á hestum í að fara yfir hana á þungum dráttarbifreiðum og flytja þunga farma á aftanívögnum.  Brúin var ekki hönnuð til þeirra flutninga og er eðlilega háð þungatakmörkunum.  Brúin er auk þess með klæðningu út timbri og þolir illa þá miklu umferð um hana og þarf því mikið viðhald af þeim sökum.

Löngu tímabær endurbygging hefur dregist úr hömlu og skrifast eingöngu á vandræðagang og ákvarðanafælni ráðamanna í sveitastjórn á mið-Héraði.  Þeir hafa ítrekað ýtt verkefninu á undan sér án þess að koma því inn á aðalskipulagið.  Vandamálið mun vaxa hratt úr þessu og nú þegar eru talsverð vandræði að koma þungum tækjum milli staða og eigendur og umráðamenn þeirra þurfa að aka PastedGraphic-1um langan veg til að koma stórum vinnuvélum á milli staða.  Það kostar bæði tíma, fyrirhöfn og fjármuni.

Lagarfljótið er grunnt rétt sunnan við núverandi brú og því auðvelt með nútímatækni að brúa Lagarfljótið þar og færa vegstæðið allt sunnar á nesinu.  Þá skapast svigrúm til að klára lengingu flugvallarins, sem hefur setið á hakanum vegna ráðaleysis fyrrnefndra fulltrúa sveitarfélagsins um að tryggja framtíðarlausn tveggja mikilvægustu samgöngumannvirkja sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga byggir á því að grafa og dæla upp efni úr botninum og skapa eyju í miðju Lagarfljóti um 3-400 metrum sunnan við núverandi brú (sjá kort). Byggð yrði lágreist brú frá landi Egilsstaðamegin út í eyjuna og á hinum bakkanum ögn háreistari yfir á bakkann rétt norðan við Stekk.  Ný veglína kæmi á landamerkjum Ekkjufells og Skipalækjar með stefnu upp á bakvið Vínland og Ekkjufellssel og kæmi inn á þjóðveg eitt við enda Urriðavatns. 

Egilsstaðamegin færðist vegurinn að Nátthagavíkinni og væri allur nær klettunum norðan við Egilsstaðabýlið.  Þar mætti hæglega koma fyrir undirgöngum fyrir bústofninn, til að skerða sem minnst aðkomu bænda að landi sínu á Egilsstaðanesinu.
Gamla brúin fengi það hlutverk að vera samgöngumannvirki fyrir létta bílaumferð, hjólandi og gangandi milli þéttbýliskjarnanna sitt hvoru megin Lagarfljóts og veginum breytt til samræmis við breytta nýtingu á Egilsstaðanesinu.

Eyjan hefði fjölþættan tilgang.  Syðst væri hægt að koma fyrir höfn fyrir áhugasama um siglingar á Lagarfljóti.  Þar væri einnig kjörinn staður fyrir hundagerði til útivistar til að spranga með fjórfætta vini og til viðra eigendur þeirra í leiðinni.

Norðan við nýjan þjóðveg eitt á eyjunni, væri yfirbyggð nútímaleg sorpflokkunarmóttaka og þar skammt frá yrði byggð hátækni skólphreinsistöð fyrir skólp frá byggð beggja megin Lagarfljóts. Við þessar breytingar nýttist skipulögð landspilda fyrir löngu tímabæra lengingu flugvallarins til suðurs. 

Byggingasvæði í Fellabæ yrði mun vænlegri kostur, þ.e. að vera ekki skorið að endilöngu af þjóðvegi eitt og þungaflutningum sem þeirri leið fylgir.


Næsta grein mín verður um vegtengingu til Vopnafjarðar.


Fréttamannafimbulfamb

Til hvers eru fréttamenn?

Flestir telja að þeim sé tamt að segja satt og rétt frá og upplýsa alþjóð.

Hver er helsta spurning þeirra í viðtölum vegna vinnu við stjórnarmyndun?

Hver verður forsætisráðherra?

Leitun er að fregna um málefni, sem vinna á með næsta kjörtímabil. Er ágreiningur um þau?  

Hver eru í sátt og hver ekki?

Fróðlegt er einnig að sjá hvernig sumir lenda í orrahríð fréttamanna á meðan aðrir sigla lygnan sjó þeirra.

Oft bögglast fyrir manni hvað hlutlaus fréttamennska þýðir í raun.


mbl.is Spennandi ráðherrakapall hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur ristvél fyrir bensíni eða díselolíu?

Ég á hins vegar tæki sem notar rafmagn og nefnist brauðrist.

Ristvél er eitthvað sem mér er hulið hvað er.


mbl.is Sætkartöflusnakkið sem krakkarnir elska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er lengi að gerjast messuvínið í Minna-Knarranesi

Oft er talað um skipta um hest út í miðri á, en Birgir gerir betur, leggur á dráttarklár Íhaldsins áður en heldur til þings og sendir þann hvíta á beit út í haga.  Hugsanlega til að ríða honum síðar ef hann fær sömu tilfinninguna og Gunnar heitinn á Hlíðarenda er hann leit til baka á leið sinni í útlegð.

Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi.

Þar að auki hugsar maður um siðferði Biblíunnar um fyrirgefningu, yfirbót og iðrun.  Hvenær á hún við og hvenær ekki? 

En... Biblían er eins og önnur mannana verk, - bara túlkunaratriði.

 


mbl.is Vita ekki hvort Erna fylgi Birgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt dómadagsruglið hjá ESB-mafíunni,,,,,

...hótanir, yfirgangur og þvinganir eina ferðina enn ef ekki er farið að gerræðislegu ofríki sambandsins.  Þetta heitir frekjustjórnun, sem reynt er að venja óþekka krakkagemlinga snarlega af.

Vona að aldrei verði farið í að tengja Ísland meira við Evrópu en nú er orðið, hvorki efnahagslega né með rafstreng.

Sjálfstæði okkar er of dýrmætt til að láta sér detta í hug að rétta þessu gengi litla fingurinn, hvað þá meira.

 


mbl.is Vilja banna íslenskan lax í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband