Færsluflokkur: Dægurmál
14.10.2018 | 12:49
Landsbyggðafólk á ekki séns hjá sértrúarsöfnuðum Íslands
Það má ekkert til að halda uppi eðlilegum lífsgæðum á landsbyggðinni, ef það hugnast ekki einhverri sértrúargrúppu í Reykjavík. Þetta er einelti af verstu sort, sérstaklega þegar dregnir eru fram hámenntaðir einstaklingar með mjög þröngan sjóndeildarhring.
![]() |
Lögfræðilegt stórslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2018 | 09:39
Hvaða laxveiðiá er ekki ræktuð upp fyrir sportið?
Laxveiði er ein birtingarmynd sértrúasöfnuðar, þar sem bara enn sannleikur á rétt á sér. Auðvita má þessi söfnuður rækta fisk og pína, gegn hóflegu gjaldi og skattfrítt.
Annað er upp á teningnum, ef heilu fjórðungarnir eygja möguleika í laxeldi til að auka tekjur sínar, snúa fólksflóttanum við og skapa samfélagslegan stöðugleika og heilbrigt og fjölskylduvænt umhverfi. Þessi birtingarmynd laxasöfnuðarins hugnast laxakóngunum illa, svo vægt sé til orða tekið og slá þeir um sig að náttúran eigi að njóta vafans.
Heldur mjóróma og holur er slíkur málflutningur í ljósi þess, að þeir eru að rækta upp, veiða og sleppa, til þess eins að fullnægja drápseðlinu sem býr innra með þeim.
Hollt væri að leiða hugann að því af og til, að fólkið á landsbyggðinni er hluti af náttúrunni, sem á rétt á að njóta vafans, þegar kemur að því að skapa betri búsetuskilyrði.
![]() |
Laxeldismálin rædd í Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2018 | 23:35
Hvenær er laxastofn villtur?
Er laxastofn í á villtur, þegar búið er að setja í laxveiðá, fimm milljónir seiða og einungis 1-2% rata heim aftur í ána.
Er það ekki fiskurinn sem kemur ekki aftur sem er villtur? Hann ratar allavega ekki í ána aftur.
Er það kanski vegna þess að seiðin eru úr einhverri annarri laxveiðiá og genatísku ratvísarnir leiða þá eitthvað annað?
Hvað eru þeir ræktuðu laxar kallaðir, sem eru svo "lánsamir" að rata "heim" í sælureit laxveiðmannanna? Upphaflega villti stofninn í ánni?
Fyrirgefið, ég fatta ekki muninn á eldislaxi, ræktuðum laxi og villtum laxi, sem laxveiðikóngarnir eru að tala um.
Ég fatta heldur ekki að "veiða og sleppa".
Er laxinn ekki dauðvona, þegar búið er að láta hann berjast um á öngli í örvæntingu og angist?
Hvað lifa margir laxar af slíka helför á önglinum?
![]() |
Víðs fjarri raunveruleikanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2018 | 19:02
Hvaða laxveiðiá er enn með sinn upphaflega laxastofn???
Getur einhver upplýst hvaða laxveiðiá á Íslandi hefur sloppið við að fiktað hefur verið við hana, með seiðasleppingum?
Eru aðkomnir laxveiðimenn rétthærri íbúa landsbyggðarinnar?
Hversu lengi þurfa landsbyggðafólk að sæta því, að óvandaðir einstaklinga komist gagnrýnislaust upp með ósannindi í fréttamiðli allra landsmanna, RÚV?
Geta fjársterkir einstaklingar og samtök greitt fyrir umfjöllun í fjölmiðlum?
![]() |
Gera athugasemdir við frétt RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2018 | 16:28
Heilbrigð skynsemi (common sense).
Oft hef ég velt fyrir mér hve margar ár á Íslandi eru "ómengaðar", þ.e. hvað er maðurinn er búinn að fikta mikið við þær og hvað er mikið þær hafa verið "ræktar" upp, til að þær teljist nothæfar laxveiðiár og seljanlegar sem slíkar.
Einnig hefur maður óhjákvæmilega velt öðru fyrir sér. Hvað er að veiða og sleppa? Í mínum huga tel ég að það komist býsna nærri því sem flestir skilgreina sem dýranýð.
Það virðist vera landlægt hjá mörgum einstaklingum, sem hafa fastar tekjur í þéttbýli, að hafa mjög þröngan sjónvinkil á það sem aðrir eru að bjástra við út um land.
- Það má ekki virkja, það á að gera eitthvað annað.
- Það má ekki reisa stóryðju, það á að gera eitthvað annað.
- Það má ekki stunda loðdýrabúskap, það á að gera eitthvað annað.
- Það má ekki stunda laxeldi, það á að gera eitthvað annað.
- Það má ekki stytta leiðir, það fer yfir gróið svæði. Það verður að velja eitthvað annað.
Því miður virðist hópur í samfélaginu ávallt geta unnið gegn framförum í krafti fjármagns, vinahóps í fjölmiðli, pólitískra samherja og þá kemst heilbrigð skynsemi hvergi að í umræðunni.
Einhvern tíma rökræddi ég við félaga minn um hvort heilbrigða skynsemi (common sense)væri hægt að kenna í skólunum.
"Nei,..." sagði félagi minn "...common sense er ekki hægt að kenna, hún þarf að vera meðfædd".
![]() |
Óvissan á Vestfjörðum óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2018 | 23:50
Spurningin hvort það verði sami asinn...
....hjá Vegagerðinni, að koma þessari brú á koppinn, eins og að brúa Jökulsá á Fjöllum.
Mörg ár eru síðan átti að fara í þá framkvæmd, en þegar gaus í Holuhrauni og gufumökkurinn þar var horfinn, gufuðu upp um leið allar hugmyndir um nýja brú á Jökulsá á Fjöllum.
![]() |
Ný brú yfir Eldvatn í pípunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 6.8.2018 kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2018 | 10:51
Hæpið, í meiralagi.......
.... en veðurfræðingarnir verða bara að ná upp móralnum í Reykjavík. Ekki mun af veita.
Það er nánast engin innistæða fyrir þessari spá. Lítill lofthiti á landinu, lítill vindur og norðlæg átt. Þakka má fyrir að þetta rjúfi 15° múrinn.
![]() |
Ætti að rjúfa 20 stiga múrinn í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2018 | 16:34
Enn og aftur er þetta sönnun þess,.....
...hve mikilvægt er að þyrla sé staðsett á Egilsstaðaflugvelli. Tilviljun á ekki að ráða því að þyrla sé á staðnum þegar eitthvað kemur uppá. Í þessu tilfelli, trúlega missýn erlendra ferðamanna um ísbjörn í nágrenni Austurlands.
![]() |
Bátur sökk á Héraðsflóa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2018 | 15:29
Björgunarþyrlu á Egilsstaðflugvöll
Það hefur marg sýnt sig, að það er gríðarleg þörf fyrir björgunarþyrlu á Egilsstöðum. Mörg dæm er hægt að nefna um kosti þess og nærtækast er að nefna sjóslys í Vöðlavík 18. desember 1993.
https://www.youtube.com/watch?v=XjORVISEnu4
Ekki tókst að koma við tækum við, til að bjarga áhöfninni úr landi og þyrla gæslunnar snéri við til Reykjavíkur, vegna veðurs. Veður var slæmt eystra, en þó hefði verið hægt að fara á þyrlu frá Egilsstöðum, þó veður færi versnandi þegar leið á daginn. Tvær þylur Varnaliðsins gátu við illan leik brotist austur seint og um síðir og bjargað því sem bjargað var. Þá var veðrið orðið glórulaust.
Með þyrlu á Egilsstaðaflugvelli hefði verið hægt að stytta viðbragðstímann, stytta bið skiprotsmannanna og björgunaraðila í landi og jafnvel að bjarga mannslífum.
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/121074/
![]() |
Veikur skipverji sóttur á haf út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2018 | 19:43
Syndaflóðið í Reykjavík?
Í Biblíunni segir svo frá syndaflóðinu, þegar Guð átti eintal við Nóa heitinn, ...mun ég láta rigna á jörðina í fjörutíu daga og fjörutíu nætur.
Þetta var syndaflóðið.
Nú hefur það sama gerst í Reykjavík, án þess að neinn hafi gefið sig fram, og vitnað um samskonar eintal við guð sinn, og Nói heitinn átti hér um árið við sinn. Því er nærtækast að kalla þetta bara eðlilegt sumar í Reykjavík. Þokkalegur Dags-skammtur það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)