Hvenær er laxastofn villtur?

Er laxastofn í á villtur, þegar búið er að setja í laxveiðá, fimm milljónir seiða og einungis 1-2% rata heim aftur í ána.

Er það ekki fiskurinn sem kemur ekki aftur sem er villtur?  Hann ratar allavega ekki í ána aftur.  

Er það kanski vegna þess að seiðin eru úr einhverri annarri laxveiðiá og genatísku ratvísarnir leiða þá eitthvað annað?

Hvað eru þeir ræktuðu laxar kallaðir, sem eru svo "lánsamir" að rata "heim" í sælureit laxveiðmannanna?  Upphaflega villti stofninn í ánni?

Fyrirgefið, ég fatta ekki muninn á eldislaxi, ræktuðum laxi og villtum laxi, sem laxveiðikóngarnir eru að tala um. 

Ég fatta heldur ekki að "veiða og sleppa". 

Er laxinn ekki dauðvona, þegar búið er að láta hann berjast um á öngli í örvæntingu og angist? 

Hvað lifa margir laxar af slíka helför á önglinum? 

 


mbl.is „Víðs fjarri raunveruleikanum“ 
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það eru ekki margar árnar á Íslandi, sem ekki hafa verið eyðilagðar af gráðugum leigutökum með Elliðaárlaxinum, sem dælt var í nánast hverja einustu sprænu landsins, undir vökulu auga Laxeldisstöðvar Ríkisins í Kollafirði.

 Svokallaðir "veiðiréttarhafar" sem svífast einskis í ásælni sinni og geæðgi, eru síst betri en laxeldisfyrirtækin og Óttar sennilega siðblindastur þeirra allra, ef sagan er skoðuð.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.10.2018 kl. 02:50

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þakka innlitið Halldór.  Þessi Óttar er ekki merkilegur penni í mínum huga, en eftir viðtalið við hann í RÚV, varð mér öllum lokið.  Að horfa upp á hve Einar Þorsteinsson fór mjúkum höndum um Óttar, sem sló um sig með tölum sem engin innistæða virðist fyrir og hefði því átt að vera auðvelt fyrir fréttamann að flækja viðkomandi í eigin lygavef. Þetta var frámunalega léleg frammistaða af fréttamannsins hálfu.

Benedikt V. Warén, 9.10.2018 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband