Færsluflokkur: Dægurmál
10.2.2019 | 11:39
Alþjóðaflugvöllur kallar á hátæknisjúkrahús
Svo merkilegt sem það kann að hljóma þá virðist það vera í huga margra að þar sem sjúkrahús er staðsett þar skuli einnig vera fullbúinn flugvöllur. Víðast á Íslandi er þetta þannig.
Einn staður sker sig þó allhressilega úr, með einn best útbúna flugvöll á Íslandi en einungis slitrur af heilsugæslustöð. Flugvöllurinn er ekki grafinn milli hárra fjalla, hann er með þægilegt aðflug inn á báða enda og ekki er sérstök þörf á að koma ILS-aðflugi inn á þann enda, þá flogið er úr norðri. Flugvöllurinn er malbikaður og vegna aðstæðna í landslaginu er hann sá flugvöllur sem sjaldnast er ófær veðurfarslega séð, ef frá er talinn Keflavíkurflugvöllur. Keflavíkurflugvöllur hefur nauman vinning, eingöngu vegna þess að þar eru tvær flugbrautir. Ef Keflavíkurflugvöllur væri einungis með eina flugbraut stæði hann að baki þeim flugvelli sem hér er til umræðu.
Heimabær umrædds flugvallar er þannig í sveit settur að þar eru allar gerðir af náttúruvá í lágmarki, nema hugsanlega skógareldar. Hverfandi áhætta er af ágangi sjávar og hækkuð sjávarstaða mun seint hafa áhrif þar. Skriður, jarðskjálftar, eldgos, aur- og snjóflóð eru nær óþekkt á svæðinu. Vatnsflóð hafa ekki teljandi hættu í för með sér, þótt áður fyrr hafi þau haft lítilsháttar truflandi áhrif á dagleg störf íbúa svæðisins en fráleitt lífshættu í för með sér. Þakplötur hafa þar ekki fokið síðan rifflaður þaksaumur var fundinn upp. Staðurinn er þar af leiðandi ekki einungis kjörinn til að taka víð íbúum annara svæða þegar framangreindar hamfarir, einar eða fleiri, hella sér yfir heldur ætti það að vera markmið stjórnvalda að búa svo um hnútana að íbúar þessa lands ættu sér athvarf þar þegar náttúruvá knýr upp á hjá þeim. En merkilegt nokk þar er ekkert sjúkrahús.
Stefna stjórnvalda, eins og allir vita, er að koma allri stjórnsýslunni, menntastofnunum, menningarstofnunum, heilbrigðiskerfinu, almannavörnum o.s.frv. inn á eitt eldvirkasta landsvæði á Íslandi. Hver er rýmingaráætlun Reykjavíkur og nágrennis ef til hamfara kemur? Er það um Hvalfjarðargöngin einföld eða tvöföld? Er það um flugvöllinn í Hvassahrauni? Hvert á fólkið að fara?
Er ekki rétt að staldra ögn við í þeirri vinnu að byggja nánast eingöngu upp í Reykjavík? Fram að þessu hefur excel-sértrúarsöfnuðurinn haft það eina markmið að færa allt til Reykjavíkur án þess að fram hafi farið áhættumat á því fyrir íbúa þess svæðis, fyrirtæki eða stofnanir. Það má varla skipta um þvottaefni á almenningssalerni án þess að gera um það áhættumat. Hvar er aðgengilegt áhættumat fyrir Reykjavík og nágrenni? Hvernig hefur það verið kynnt íbúum?
Hagkvæmni stærðarinnar er gjarnan flaggað til að rökstyðja samþjöppun valds og stofnana, en aldrei er fjallað um neitt í víðara samhengi, eins og aðgengi annarra íbúa landsins að þjónustu á vegum ríkisins. Þar eiga íbúar landsbyggðarinnar engan kassa í excel-skjölum, enda er ævinlega lagt upp með fyrirframgefnar niðurstöður til að fá heppilega lausn. Ferðakostnaður eru fjármunir sem renna beint úr vasa skattgreiðenda utan höfuðborgarsvæðisins og ættu, jafnræðisreglum samkvæmt, að vera a.m.k. frádráttarbærir til skatts, nema allar slíkar ferðir væru greiddar af almannafé vegna ferða í stofnanir sem ekki hafa starfsstöð innan eitt hundrað kílómetra radíuss frá heimili íbúans.
Aftur að upphafi þessarar greinar. Bæjarfélagið sem hér er um rætt heitir Egilsstaðir. Flugvöllurinn er góður og væri enn betri ef hann væri lengdur strax, eins og áformað er, í tvö þúsund og sjö hundruð metra, og breikkaður og skráður sem sextíu metra breið braut. Leitun er að betri aðstæðum fyrir varaflugvöll á Íslandi, sem jafnframt er í fullum rekstri. Með markvissum hætti yrði lággjaldaflugi frá Evrópu vísað þangað til að minnka kolefnisspor ferðamanna á Íslandi. Egilsstaðir yrðu auk þess skilgreindir sem varahöfuðborg Íslands og fengju þar af leiðandi sérstaka meðhöndlun sem slík, t.d. með fullkomnu sjúkrahúsi og útstöðvum fyrir helstu stofnanir ríkisins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2019 | 17:21
Smábarnalegur fréttaflutningur eða...
....gróflega einelti og ofstæki.
Þessi fréttaflutningur, sem langt frá því stendur undir nafni, er líkastur því að greiðsla komi gegn greiða að finna einhvern sem getur hnjóðað í Sigmund Davíð og/eða Miðflokkinn.
Er einhverjum hagur í því, að kastljósinu sé beint að Miðflokknum og SDG og frá einhverju öðru, sem réttlætir greiðslu eða annan greiða, gegn því að leiða lesandann frá öðru og verra annarsstaðar?
Er ekki tilefni skoða þann vinkil fyrir ærlegan blaða-/fréttamann, - ef einhver slíkur finnst?
![]() |
Segir viðbrögð Sigmundar barnaleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.1.2019 | 14:05
Er ekki marg búið að reyna að tyggja það í stjórn....
..Landspítalans hve vitlaust þetta brambolt er.
Eina vitið er að hætta sem fyrst við þetta kofaklastur og hefja nýtt upphaf, byggja nýjan spítala og finna nýja staðsetningu.
Merkilegt að Skauplið RÚV skyldi ekki finna hve margir fyndnir punktar eru í öllu þessu skítadrullumixi, sem núverandi fáráðshætti fylgir. Engum dettur í hug að breyta gamla haugryðgaða bensínbílnum sínum í rafmagnsbíl. Það er keyptur nýr. Sama á að vera upp á teningnum hér, - byggja nýtt.
Hægt væri að gera sjálfstæðan framhaldsþátt um bull, ergelsi og pirru, sem kemur frá stjórn Landspítalans og hefur afgerandi áhrif á geðheilsu starfsmanna spítalans, svo ekki sé minnst á hve þetta er ömulegt fyrir sjúklinga, sem eiga það skilið að hvílast í friði og ró, en ekki upplifa sig í miðri loftárás.
Bendi á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ( http://sigmundurdavid.is/nyr-landsspitali/ ) hefur farið fremstur í flokki að reyna að koma viti fyrir stórn Landspítalans, borgarstjórn, ríkisstjórn og þingheim, en fram að þessu án árangurs. Hver sinuþúfan er þar upp af annarri og þvælist fyrir heilbrigðri skynsemi og vel að merkja, - fá greitt fyrir það.
Sveiattan!
![]() |
Meirihluti lækna vill Landspítalann á nýjan stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1. Enn á ný er komin á stað umræðan um klukkuna.
Stóran hluta Íslendinga skiptir klukkan engu máli gagnvart birtustigi og svefni fólks. Það er einungis um þrír mánuðir á ári sem þetta er vandamáli hjá örfáum Íslendingum og eins og minnihlutahópa er siður, þá vorkenna þeir sjálfum sér gríðarlega og hafa hátt um sína veikleika í stað þess að taka á vandamálinu t.d. með meiri svefni. Ávallt skal þó meirihlutinn taka tillit til minnihlutans. Það finnst allavega sumum.
2. Hér er þó tækifæri í launabaráttunni.
Það er að fækka vinnustundum og leggja áherslu á að þar sé valinn dimmasti tími ársins og sá erfiðasti hjá þessum hópi einstaklingum. Sama væri uppi á teningnum hvað varðar skólana.
Létt verk ætti að vera að vinnuskyldan væri einungis sex tímar daglega, nóvember, desember og janúar. Þeir sem eru viðkvæmir á þessu tímabili geta nýtt sér þetta, en aðrir taka að sér meiri vinnu, á þeim stöðum þar sem illa verður komið við að skerða þjónustu. Þeir sem fórna sér í aukavinnu á dimmasta tímabilinu, fá það bætt með auka fríi eða bætt við sumarfrísdögum.
3. Þriggja Fasa Samningar.
Samningar eru ávallt erfiðir viðfangs. Með prósentuhækkun, bera þeir sem í hæsta launaflokki eru, ávallt mest úr bítum. Í samningaferlinu eru samninganefnda-menn (-konur) ævinlega sammála um að hækka lægstu launin mest, en ávallt mislukkast það og þeir lægstlaunuðu dragast jafnt og þétt afturúr, þrátt góðan vilja um annað.
Þriggja Fasa Kerfið byggir að hluta á annarri hugmyndafræði og skiptist í þrjú tímabil á samningstímanum.
- Fasi eitt. Samið er um lágmarkslaun lægstlaunuðu. Mismunurinn á gildandi taxta og nýjum verður einhver upphæð, sem notuð er til grundvallar í útreikningi. Upphæðin rennur upp launastigann þannig, að sá sem er í lægsta flokki fær fulla upphæð en sá í þeim hæsta fær ekkert. Bilið þar á milli er jafnað línulega frá hámarksupphæðinni að núlli í þeim efsta. Þannig fá allir einhverja hækkun, þeir í lægstu þrepunum mest og sá sem mestar tekjurnar fórnar sér og fær ekkert. Þannig er komið á móts við fögur fyrirheit að hífa upp þá lægstlaunuðu. Þeir sem ávallt hafa fengið hæðstu greiðslur út úr samningum, verða að bíta á jaxlinn og sýna sanngirni gagnvart þeim lægstlaunuðu.
- Fasi tvö. Annað tímabilið er krónutöluhækkun, sama krónutalan gengur jafnt upp alla töfluna.
- Fasi þrjú. Prósentutala gengur sinn venjulega veg upp töfluna.
Gangi ykkur vel.
4. Vísitalaumræðan.
Það er borin von, að tala um niðurfellingu vísitölutengingarinnar, því á henni tapa lífeyrissjóðirnir einna mest.
Hverjir eru lífeyrissjóðirnir?
Það erum við, -fólkið í landinu. Við viljum ekki tapa?
Að tala um niðurfellingu vísitölutengingar er frasi, sem lítil innistæða er fyrir.
Það á hins vegar að tala hátt um aðra vext, sem eru himinháir á Íslandi.
Lækkum vexti og almenningur tapar minna.
Vaxtalækkun er kjarabót, - sem bragð er að.
![]() |
Dauðafæri fyrir stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2019 | 21:50
Blaðamaðurinn sem sagði of góðar sögur....
....er fyrirsögn á RÚV. http://www.ruv.is/frett/bladamadurinn-sem-sagdi-of-godar-sogur
"Rúmlega þrítugur blaðamaður á þýska tímaritinu Der Spiegel, Claas Relotius, bætti við efni þegar hann fann ekki það sem hann vonaðist eftir. Ýmsir hafa bent á að viðleitni Relotius sýni alltof mikla viðleitni fjölmiðla að búa til góðar sögur úr öllu efni."
Er ekki þetta alveg rétta starfslýsingin fyrir fréttamann á RÚV.
Af hverju er maðurinn ekki ráðinn á stundinni til RÚV?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2019 | 21:24
Dómstóll götunnar byggir aftökupall.
Fyrir nokkrum árum varð allt vitlaust vegna þess að hundurinn Lúkas vafraði heiman frá sér. Samsæriskenningar fóru í loftið og stórir hópar af Net-hýenum skriði úr fylgsnum sínum og fundu blóraböggul og vægt til orða var sá dæmdur út í ystu myrkur, fyrir að hafa fyrirkomið Lúkasi. Nokkrum vikum kom Lúkas í leitirnar, að vísu hrakinn eftir sjálfskipaða útivist.
Styttra er síðan tveir einstaklingar voru úthrópaðir fyrir alvarlegt og mjög ósæmilegt athæfi gagnvart konum. Svo rammt kvað að, að hópur fólks sá sig tilneyddan til að safnast saman og standa fyrir háreysti fyrir framan lögreglustöðina í Reykjavík. Hvað gerðist? Ekkert kom fram sem studdi þesar dylgjur, sem tröllriðið hafði samfélaginu af Net-hýenum og öðrum fáráðum.
Enn höggva menn í sama knérum. Þó tilefnið væri ærið, þurfa Net-hýenur samt að róa sig niður. Margt af því sem í netheimum birtist, er síst betra, en það sem menn hneykslst á. Magnað er að ef einhver er nægjanlega aumur samfélagsþegn, má sá hinn sami fara á skjön við lög þessa lands. Ekki má heldur upplýsa hvernig allt þetta ferli hófst og hvort rangt hafi verið haft við.
Er það ekki tvískinnungur í sinni dimmustu mynd, að vilja ekki upplýsa um hvort eitthvað verulega ólöglegt hafi átt sér stað á Klausturkaffi?
![]() |
Fylgi Miðflokksins helmingast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.12.2018 | 11:59
Ný hugsun þarf að koma til.
Eins nauðsynleg og verkföll voru í fyrndinni, þegar fólk var að berjast fyrir almennum mannréttindum, eru verkföll úrelt leið til að ná samningum. Allir tapa á verkföllum.
Í nútíma samfélagi verður að vinna þetta meira á kúltiveraðan hátt og þar þurfa allir að bæta sig í samskiptum. Til dæmis er það ólíðandi að nýr launasamningur sem næst, skuli ekki gilda frá lok þess síðasta. ennþá er nokkur misbrestur á þessu, þó nokkuð hafi þokast í rétta átt. Með því eru launagreiðendur ekki í neinni pressu að ná fram samningum fyrr en til verkfalls kemur.
Þarna kemur Alþingi sterkt inn til að nútímavæða samskipti launagreiðanda og launþega. Vert að hugsa hvort ekki sé hægt að lögleiða að vinnuveitundur þurfi að greiða dagsektir fyrir hvern dag sem líður frá því að síðasti samningur rann út.
Spurningin er um "Þriggja Fasa Samning" til að leiðrétta hraðar þá lægstlaunuðu,sem ég fjallaði um í fyrri færslu minni hér á bloggi mínu.
![]() |
Koma þurfi deilunni í annan farveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2018 | 21:17
Þriggja Fasa Samningur.
Samningar eru ávallt erfiðir viðfangs. Með prósentuhækkun, bera þeir sem í hæsta launaflokki eru, ávallt mest úr bítum. Í samningaferlinu eru samninganefnda-menn (-konur) ævinlega sammála um að hækka lægstu launin mest, en ávallt mislukkast það og þeir lægstlaunuðu dragast jafnt og þétt afturúr, þrátt góðan vilja um annað.
Þriggja Fasa Kerfið byggir að hluta á annarri hugmyndafræði og skiptist í þrjú tímabil á samningstímanum.
- Fasi eitt. Samið er um lágmarkslaun lægstlaunuðu. Mismunurinn á gildandi taxta og nýjum verður einhver upphæð, sem notuð er til grundvallar í útreikningi. Upphæðin rennur upp launastigann þannig, að sá sem er í lægsta flokki fær fulla upphæð en sá í þeim hæsta fær ekkert. Bilið þar á milli er jafnað línulega frá hámarksupphæðinni að núlli í þeim efsta. Þannig fá allir einhverja hækkun, þeir í lægstu þrepunum mest og sá sem mestar tekjurnar fórnar sér og fær ekkert. Þannig er komið á móts við fögur fyrirheit að hífa upp þá lægstlaunuðu.
- Fasi tvö. Annað tímabilið er krónutöluhækkun, sama krónutalan gengur jafnt upp alla töfluna.
- Fasi þrjú. Prósentutala gengur sinn venjulega veg upp töfluna.
Gangi ykkur vel.
Það er borin von, að tala um niðurfellingu vísitölutengingarinnar, því á henni tapa lífeyrissjóðirnir einna mest. Hverjir eru lífeyrissjóðirnir? Það erum við, -fólkið í landinu. Það á hins vegar að tala um útlánsvext þeir eru himinháir á Íslandi.
Lækkum vexti og almenningur tapar minna.
Það er kjarabót sem fólk finnur fyrir.
![]() |
Of snemmt að tala um verkföll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2018 | 21:42
Misskilningur, mótmæli og fáfræði, - sitt er hvað.
Það eru því miður ekki allir með hlutina á tæru og sjá ekki samhengið í ýmsum málum. Landbúnaður, kjötframleiðsla og rafmagnsframleiðsla kemur þar nokkuð sterkt inn, sem einn alsherjar misskilningur. Eða frekar er að nefna það, - fáfræði.
Þegar þéttbýlingar koma á slóð frumframleiðslu er oft á tíðum sérkennileg afstaða sem kemur fram í máli þeirra við frumbyggja Íslands.
- Hversvegna að drekka þessa ógeðslegu mjólk beint úr beljum, þegar hægt er að fá hana í fernum í Bónus.
- Til hvers að vera að fokkast með öll þessi dýr og slátra, þegar hægt væri að fá tilbúð kjöt í búðum.
Svo ekki sé minnst á eggin.
- Tína þetta drullugt hjá hænunum þegar hægt er að fá þau tandurhrein í plastbakka í stórmarkaði.
Á Alþingi fyrir nokkrum árum voru sem oftar, harðvítugar deilur um virkjanir og orkuframleiðslu. Þá sagðist einn þingmaður sunnanlands:
- Ekkert skil ég í þessari umræðu um að stöðugt þurfi að virkja, heima hjá mér er nægt rafmagn í tenglunum.
Og svo til að botna þennan pistil, þá var Ómar Ragnarsson með frábæra Stiklu-þætti á RÚV, þar sem hann fór um landið og talaði við kynlega kvisti. Þessir þættir slógu í gegn og voru frábærir á sinn hátt. Það runnu hins vegar á mann tvær grímur, þegar það kom í ljós, að þorri íbúa í landnámi Ingólfs Arnarsonar, héldu í fúlustu alvöru, að þetta væri "eðlilega fólkið" á landsbyggðinni. Sem leiðir auðvita hugann að því, - er það svo?
![]() |
Fólk sem hatar rafmagn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.12.2018 | 17:34
Breimandi köttur á heitu tinþaki.
Drama í boð Samfylkingarinnar. Sagan, eins og hjá Tennessee Williams, er fjölskyldudrama innan Samfylkingarfjölskyldunnar, þar sem ýmis óþægileg vandamálin skjóta upp kollinum. Lengi vel var talið að ekki mundi neitt hvisast út um vandamálin, þar sem önnur fjölskylda var milli tannanna á fólki, vegna óheppilegra atvika á bar niðri í bæ sem vitni lak í fjölmiðla.
Athyglivert hve fjölmiðlar voru lengi að taka við sér, eins drjúgir og þeir eru þegar annar stjórnmálaflokkur á í hlut. Voru þeir ef til vill hluti af plottinu, að þyrla upp nægjanlegu moldviðri, til þess að upp um hitt málið kæmist ekki???
Eru fleiri slík mál einhversstaðar föst milli þils og veggja, sem fjölmiðlar vita um og hentar að þegja í hel af pólitískum ástæðum.
Eru fjölmiðlar á réttu róli að gæta jafnréttis og taka jafnt og hlutlaust á málum, hver sem á í hlut? Einhvern veginn læðist efinn yfir, eins og hrollköld mara.
DÆMI:
a. Nei, nei, nei aldrei ESB. Steingrímur J Sigfússon
b. Panamaskjölin. Bjarni Benediktsson
c. IceHot1 á Ashley Madison. Bjarni Benediktsson
d. Í ESB þótt að flokkurinn væri á móti slíkri aðild. Katrín Jakobsdóttir
e. Borga, borga, borga ICASAVE. Steingrímur J, Guðni Th., Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri.
f. Selja vistvæna orku og fá í staðinn stimpil að framleiða með kjarnorku, kolum, olíu og gasi. Þarna þegja allir fjölmiðlar, nema besta blaðið á Íslandi, - Bændablaðið.
Þetta er ekki tæmandi list, en við hæfi að skrifa hann niður, til að sýna misvægið sem er í boði fjölmiðlanna.
![]() |
Vika er langur tími í pólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)