Klukkuþrælar Íslands, stytting vinnutímans, ný hugsun í samningatækni og vextir.

1. Enn á ný er komin á stað umræðan um klukkuna. 
Stóran hluta Íslendinga skiptir klukkan engu máli gagnvart birtustigi og svefni fólks.  Það er einungis um þrír mánuðir á ári sem þetta er vandamáli hjá örfáum Íslendingum og eins og minnihlutahópa er siður, þá vorkenna þeir sjálfum sér gríðarlega og hafa hátt um sína veikleika í stað þess að taka á vandamálinu t.d. með meiri svefni.  Ávallt skal þó meirihlutinn taka tillit til minnihlutans. Það finnst allavega sumum. 

2. Hér er þó tækifæri í launabaráttunni. 
Það er að fækka vinnustundum og leggja áherslu á að þar sé valinn dimmasti tími ársins og sá erfiðasti hjá þessum hópi einstaklingum.  Sama væri uppi á teningnum hvað varðar skólana.

Létt verk ætti að vera að vinnuskyldan væri einungis sex tímar daglega, nóvember, desember og janúar.  Þeir sem eru viðkvæmir á þessu tímabili geta nýtt sér þetta, en aðrir taka að sér meiri vinnu, á þeim stöðum þar sem illa verður komið við að skerða þjónustu.  Þeir sem fórna sér í aukavinnu á dimmasta tímabilinu, fá það bætt með auka fríi eða bætt við sumarfrísdögum.

3. Þriggja Fasa Samningar.
Samningar eru ávallt erfiðir viðfangs.  Með prósentuhækkun, bera þeir sem í hæsta launaflokki eru, ávallt mest úr bítum.  Í samningaferlinu eru samninganefnda-menn (-konur) ævinlega sammála um að hækka lægstu launin mest, en ávallt mislukkast það og þeir lægstlaunuðu dragast jafnt og þétt afturúr, þrátt góðan vilja um annað.

Þriggja Fasa Kerfið byggir að hluta á annarri hugmyndafræði og skiptist í þrjú tímabil á samningstímanum.

- Fasi eitt.  Samið er um lágmarkslaun lægstlaunuðu.  Mismunurinn á gildandi taxta og nýjum verður einhver upphæð, sem notuð er til grundvallar í útreikningi.  Upphæðin rennur upp launastigann þannig, að sá sem er í lægsta flokki fær fulla upphæð en sá í þeim hæsta fær ekkert.  Bilið þar á milli er jafnað línulega frá hámarksupphæðinni að núlli í þeim efsta.  Þannig fá allir einhverja hækkun, þeir í lægstu þrepunum mest og sá sem mestar tekjurnar fórnar sér og fær ekkert.  Þannig er komið á móts við fögur fyrirheit að hífa upp þá lægstlaunuðu.  Þeir sem ávallt hafa fengið hæðstu greiðslur út úr samningum, verða að bíta á jaxlinn og sýna sanngirni gagnvart þeim lægstlaunuðu.

- Fasi tvö.  Annað tímabilið er krónutöluhækkun, sama krónutalan gengur jafnt upp alla töfluna. 

- Fasi þrjú. Prósentutala gengur sinn venjulega veg upp töfluna.

Gangi ykkur vel. 

4. Vísitalaumræðan.
Það er borin von, að tala um niðurfellingu vísitölutengingarinnar, því á henni tapa lífeyrissjóðirnir einna mest. 

Hverjir eru lífeyrissjóðirnir? 

Það erum við, -fólkið í landinu. Við viljum ekki tapa?  

Að tala um niðurfellingu vísitölutengingar er frasi, sem lítil innistæða er fyrir.

Það á hins vegar að tala hátt um aðra vext, sem eru himinháir á Íslandi. 

Lækkum vexti og almenningur tapar minna. 

Vaxtalækkun er kjarabót, - sem bragð er að.

 


mbl.is Dauðafæri fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband