Misskilningur, mótmæli og fáfræði, - sitt er hvað.

Það eru því miður ekki allir með hlutina á tæru og sjá ekki samhengið í ýmsum málum.  Landbúnaður, kjötframleiðsla og rafmagnsframleiðsla kemur þar nokkuð sterkt inn, sem einn alsherjar misskilningur.  Eða frekar er að nefna það, - fáfræði.

Þegar þéttbýlingar koma á slóð frumframleiðslu er oft á tíðum sérkennileg afstaða sem kemur fram í máli þeirra við frumbyggja Íslands. 

- Hversvegna að drekka þessa ógeðslegu mjólk beint úr beljum, þegar hægt er að fá hana í fernum í Bónus. 

- Til hvers að vera að fokkast með öll þessi dýr og slátra, þegar hægt væri að fá tilbúð kjöt í búðum. 

Svo ekki sé minnst á eggin.

- Tína þetta drullugt hjá hænunum þegar hægt er að fá þau tandurhrein í plastbakka í stórmarkaði.

Á Alþingi fyrir nokkrum árum voru sem oftar, harðvítugar deilur um virkjanir og orkuframleiðslu.  Þá sagðist einn þingmaður sunnanlands:

- Ekkert skil ég í þessari umræðu um að stöðugt þurfi að virkja, heima hjá mér er nægt rafmagn í tenglunum.

Og svo til að botna þennan pistil, þá var Ómar Ragnarsson með frábæra Stiklu-þætti á RÚV, þar sem hann fór um landið og talaði við kynlega kvisti. Þessir þættir slógu í gegn og voru frábærir á sinn hátt.  Það runnu hins vegar á mann tvær grímur, þegar það kom í ljós, að þorri íbúa í landnámi Ingólfs Arnarsonar, héldu í fúlustu alvöru, að þetta væri "eðlilega fólkið" á landsbyggðinni.  Sem leiðir auðvita hugann að því, - er það svo?


mbl.is „Fólk sem hatar rafmagn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hér er búið að virkja fimmfalt það sem þörf er á. Afgangurinn er seldur á undirverði til erlendra auðhringa.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.12.2018 kl. 23:23

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Þorsteinn.  Þó Ómar Ragnarsson segi að við höfum nú þegar virkjað fimmfalt á við notkun okkar, segir það ekki nema hluta af sögunni. 

Hvers vegna erum við ekki búnir að rafvæða hafnir Íslands fyrir skemmtiferðaskipin? 

Hvers vegna er ekki búið að rafvæða Norð-Austurland, þannig að fiskvinnslan þurfi ekki að notast við erlendan orkugjafa? 

Hvers vegna vilja menn "gefa" raforku um rafstreng til útlanda?

Þú sjálfur varst búinn að hamast við að reikna framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun sem tómt bull.  Samkvæmt þínum forsemdum var aldrei grundvöllur fyrir þeirri framkvæmd. Annað hefur komið á daginn.

Hér á Austurlandi hefur flest breyst til batnaðar, vegna stóriðjunnar og virkjanaframkvæmdanna.

Eignir íbúa halda verðgildi sínu, verslun og þjónusta eflist og aðrir innviðir styrkjast, sem auka á lífsgæði íbúa fjórðungsins.  Þetta kom ekki inn sem breyta í EXCEL-skjali þínu.

Það fór einnig mjög lágt að þegar nýbúið var að hefja raforkuframleiðslu frá Kárahnjúkum, brunnu tveir spennar við Sigöldu og stöðin skilaði engri orku frá sér um margra vikna skeið.

Kárahnjúkarafmagnið flæddi á meðan um kerfi Reykjavíkurborgar og skaffaði þingmönnum suðursvæðisins og raforku í tengla þeirra. 

Lítið hefði orðið um Latte  í 101 Reykjavík, ef ekki hefði komið til orka af Austurlandi.

Eitt ber sérstaklega að nefna, sem er ekki í góðu fari hjá okkur.  Kollegar þínir í EXCEL-skjaladeildinne bera alla ábyrgð á því.  Það er í heilsugeiranum.  Það er verið að rústa heilsugæslunni og sjúkarstofnunum á landsbyggðinni í nafni hagræðingar og allir slasaðir, veikir og aldraðir skulu fluttir til Reykjavíkur með góðu eða illu.  Vel mannaðar sjúkrastofnanir eru rústir einar eftir þennan EXCEL-faraldur. 

Nú er svo komið illa tekst að manna þær fáu læknastöður sem eftir lafa, vegna þess að áróðurinn í Reykjavík er slíkur, að enginn fullnema læknir vill láta bendla sig við að starfa í þessum manngerðu sjúkra-rústum kerfisins.  

Nú er ekki lengur talað um að hafa þjónustuna í nærumhverfi íbúanna, nei í nafni hagræðingarinnar skal að flytja alla á einn stað við Hringbrautina. 

En þetta er opnun á allt annan og lengri pistil.

Kveððja.

Benedikt V. Warén, 19.12.2018 kl. 10:46

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Myndin "Kona fer í stríð" er mjög góð.  Hún sýnir vel hvernig menn fá þráhyggju gagnvart einhverju afmörkuðu verkefni og verða helteknir af því.  Heildarmyndin er ekki endilega það sem skiptir máli, enda fæstir með þráhyggju sem sjá hana.

Ég hafð mjög gaman af myndinni.  Hún var vel gerð, leikur frábær og útgærsla öll til fyrirmyndar.  Maður þarf ekki endilega að vera sammála innihaldi til að geta haft ánægju af verkinu.

Benedikt V. Warén, 19.12.2018 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband