Passlega spilltur fyrir okkur??

Fellur hann ekki í kramið hjá okkar stjórnsýslu.  Gerum hann að ráðherra strax.  Það sér ekki á svörtu, - eða þannig sko....Cool


mbl.is Fékk ekki þingsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örvæntingin í Samfylkingunni.

Guðmundur Steingrímsson hefur sagt skilið við Samfylkinguna.  Máltækið segir: ”Bragð er að þá barnið finnur”.  Mér hefur oft þótt umræddur Guðmundur vera barnalegur í framkomu, eða kanski væri nær að segja barnslega einlægur. 

Athygliverður er sá kliður sem fer um bloggheiminn, sérstaklega er gaman að sjá hve pirraðir Samfylkingarmenn eru á þessu.  Framsóknarflokkurinn fær sinn skerf á pirringnum frá fyrrverandi samflokksmönnum Guðmundar.  Framsóknarflokkurinn hefur sína fortíð og hefur staðið og fallið með henni. 

Það hefur hins vegar þótt henti í Íslensku fyrirtækjabrölti að skipta um kennitölu til að fela skítinn í slóðinni sinn.  Það þótti einnig henta hjá Krötum þegar þeir gengu til verka og tóku þátt í að koma Samfylkingunni á koppinn, eða ef til vill betra að segja á kamarinn.  Núna er farið að vella undan þröskuldinum á Samfylkingarheimilinu, ýmislegt sem betur væri hulið, - kamarinn er sem sagt orðinn fullur.

Ef sannir Samfylkingarmenn væri sjálfur sér samkvæmur, mundi þeir fylgja Guðmundi út úr sukkinu og helga krafta sína öðrum og heiðlarlegum stjórnmálaöflum, - ef þau eru þá á annað borð til.  

Man einhver hvaða stjórnmálaafl bauð fram undir slagorðinu "Fagra Ísland" og hverjar urðu efndirnar?

Latur að blogga í "góðærinu".

Hvernig getur maður verið latur að blogga í þessu "góðæri" í bloggheimi.  Svona er þetta nú bara.  Maður verður hálf dasaður á því að hafa skoðun á því ástandi sem skekið hefur land og þjóð síðustu vikur og mánuði.  Þess vegna vefst manni tunga um tönn, eða ef til vill enn frekar,  fingur um lyklaborð.

Eitt gleður mig þó, ástandið getur varla vesnað úr þessu.

Nú er komið nýtt ár og óska ég öllum velfarnaðar á því ári, - í blíðu og stríðu.  Þó ástandið geti vart vesnað, er ljóst að einhver tími muni líða þar til það fari að skána.  Því verða menn að þreyja þorrann, sennilega út þetta ár og herða sultarólarnar.  Það er ábyggilega mun auðveldara fyrir þá sem hafa 150 - 200 þús á mánuði, en þá sem eru með meira en milljón á mánuðu, svo ekki sé talað um tvær.  Þeir bera líka svo mikla ábyrgð eins og bankastjórarnir gerðu, - þið munið.

Annað gleður mig einnig svolítið.  Það var þegar einhverjir bankamenn höfðu fyrir því að setja sig í samband við mig (fyrir hrunið mikla) og vildu ásælast mínar fáu krónur og vildu ávaxta þær.  Þar sem ég er eldri en tvæ vetur, sagði ég þeim það umbúalaust, að þegar bankinn hefði fyrir því að hringja í mig og bjóða mér "díl", vissi ég að eitthvað óhreint væri í pokahorninu.  Ég sagðist ekki vita hvernig þeir ætluðu að plata mig og mér væri einnig slétt sama um það, - ég tæki hinsvegar ekki þátt í þeim "monkey bisness".

Ég sá við þeim, þó ég sé ekkert fjármála-"séní".  Þess vegna á ég ennþá þessar fáu krónur í bankanum. 

Héraðs-jólatré til Færeyja.

Egilsstaðabær hefur undanfarin mörg ár sent jólatré til Færeyja og gefið vinabæ sínum Rúnavík í tilefni hátíðar ljóss og friðar. 

Þegar fyrsta tréð fór héðan, var ekki vitað um að bæir á Íslandi sendu jólatré til vina erlendis. 

mbl.is Sækja jólatré í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég endurtek, - fangelsi á Reyðarfjörð!!

Þorpið stendur tilbúið, bara þarf að setja rimla fyrir gluggana og tvöfalda rafmagnsgirðingu umhverfis Bectel-vinnubúðirnar, sem standa núna auðar.  Þar er pláss fyrir um 750 fanga í einsmanns klefum.  Rafmagn er  frá Kárahnjúkavirkjun í tveim öflugum línum niður á álverslóðina rétt hjá, - bara að stinga í samband. 

Öll afþreying á staðnum og nægjanlegt grjót í fjörunni til að virkja sköpunargleðina í listrænum föngum.   Álfasteinn á Borgarfirði hefði yfirumsjón með verkefninu.   

Kjörin nýsköpun á landsbyggðinni og auðvelt að framfylgja samþykktum ríkisstjórnarinnar um að færa störf út á land.


 


mbl.is Bagalegt að fresta nýbyggingu á Litla-Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærleikar stjórnarflokkanna megna það ekki....

... svo það veit á gott, ef stjórnarandstaðan getur barið í brestina, - með að efla samstarfið. 

mbl.is Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver treystir bönkunum??

Á meðan sömu "sérfræðingarnir" eru innandyra hjá bönkunum og ráðið er pólitískt í stjórn þeirra, tel ég að traust landsmanna á þeim verði ekki mikið og langan tíma taki að byggja það upp á nýtt.
mbl.is NBI hf. stærstur ríkisbankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með áfangann.

Gott þegar hægt er að vinna orku, sem veldur lítilli sem engri mengun á Fróni.  Margar þjóðir öfunda okkur mjög af þessari auðlind. 

Samt eru til íslendingar sem sjá orkuöflunarverkefnin allt til foráttu.  Sumir þeirra eru svo einfaldir, að þeir halda að raforkan verði til í tenglunum heima hjá þeim og mjólkin í krönum MS.  Crying
mbl.is Þriðji áfangi Hellisheiðarvirkjunar tekinn í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum.

Margir, sem eru að tjá sig um álver og stóriðju á Íslandi sjá hlutina oft sem annað hvort eða.  Það er, ef byggð er stóriðja og raforkuver, er ekki hægt að vera með ferðaþjónustu né þekkingariðnað.  Þetta er náttúrulega argasta bull.  Ómar Ragnarsson fer mikinn í að tala um "finnsku leiðina", til lausnar á kreppu sem við erum í nú og fjallar um þessi mál bæði á bloggi sínu og Morgunblaðinu m.a. á eftirfarandi hátt.

"Þegar ég hóf að ræða opinberlega það sem kalla mátti "finnsku leiðina" átti ég við þá hlið endurreisnarinnar eftir kreppuna í Finnlandi sem laut að því að hætta við stórvirkjun og stóriðju og einbeita kröftunum að þekkingariðnaði og ferðaþjónustu."

Það er ef til vill rétt að hafa það í huga, að stór hluti Finnlands er mjög illa fallin til virkjana vegna þess hve landið er flatt.  Margar vatnsaflsvirkjanir eru þó á þeim stöðum sem henta til slíks og m.a. í miðbæ Tammerfors (Tampere) og fleiri borgum stórum og smáum.  Þar var í upphafi aflið nýtt til að framleiða orku til að knýja verksmiðjur sem unnu úr timbri og/eða járni. 

Frægt dæmi er Fiskars, sem hófu starfsemi við að grafa járn úr jörðu og bræða til þess að framleiða landbúnaðartæki s.s. plóga og hefri.  Síðar framleiddu þeir sagir og axir til skógarhöggs og nú eru þeir frægastir fyrir bitjárn ýmiskonar s.s. hnífa, skæri og axir, svo eitthvað sé nefnt.  Fyrirtækið á dótturfyrirtæki sem framleiðir vinsæla smábáta, - úr áli.

Nokia byrjað í trjáiðnaði og notaði vatnsaflið til að vinna úr timbri.  Fjótlega fóru þeir í gúmmígeirann og fræð eru stígvélin þeirra.  Plastið var einnig á vegi þeirra og um tíma framleiddu þeir ýmiskonar varning úr plasti, sem varð svo kveikjan að kapalverksmiðju þeirra við að plasthúða koparvír.  Þá kom tímabil rafeindatækni og þeir fóru að framleiða sjónvörp. 

Símar Nokia komu til sögunnar löngu áður en Sovétríkin féllu, sem hafði gríðarleg áhrif á allt líf í Finnlandi og það sér í raun ekki fyrir endann á því enn.  Því er og verður eflaust aldrei svarað, hvort þróun og framleiðsla GSM síma Nokia hefði ekki komið til, þrátt fyrir fall Sovét.

Til að framleiða raforku í Finnlandi eru a.m.k. fimm kjarnorkuver til að sjá ört vaxandi iðn- og tækniríki fyrir raforku og auk þess er í Ingå (Inkoo) stórt kolaraforkuver, sem brennir 180.000 tonnum á sólahring þegar kaldast er og framleiðir 250-300 MW og er áformað að loka því 2016.  Þá þarf að finna nýa leið til að framleiða rafmagn, þá kemur til greina að byggja enn eitt kjarnorkuverið. 

http://www.yle.fi/svenska/nyheter/sok.php?id=141007&lookfor=&sokvariant=arkivet&advanced=yes&antal=10

Raforkuverið í Ingå er um 50 km í loftlínu frá miðborg Helsingfors.  Þegar ég hef verið að fljúga með finnskan mág minn um hálendi Íslands að vetri til, dáist hann af hvíta snjónum sem við höfum hér.  Hann býr í um 10 km fjarlægð frá Ingå og þar er snjórinn alltaf grár af kolasallanum, - aldrei hvítur. 

Sama sinnis er finnskur kunningi minn úr ferðagerianum.  Báðir öfunda okkur mikið af hreina loftinu, hvíta snjónum og vatnsaflsstöðvunum sem við höfum.


Hvar var "Air force" hennar hátignar??

Hvar voru verndarar hennar hátignar Ingibjargar Sólrúnar þegar þetta gerðist. 

Hvað erum við að greiða fyrir með loftrýmiseftirlitinu??


mbl.is Lenti hlaðin sprengiefni á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband