21.1.2009 | 13:44
Reykvíkingar borgi fyrir sig!
Það er athyglivert að enn skuli vera til þeir einstaklingar, sem í skjóli mestu hamfara íslandssögunnar í fjármálageiranum, trúi því í einlægni, að virkjunin við Kárahnjúka hafi valdið óbærilegri þenslu á Íslandi. Þannig hefur Ómar Ragnarsson verið óþreytandi í tíma og ótíma að benda á þennan stóra sannleik. Sérhver er nú aldeilis barnatrúin.
Nú hefur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sett þjóðinni stólinn fyrir dyrnar og ástæðan m.a. að Kárahnjúkavirkjun hafi verið upphafið að þenslunni. Hvernig getur það verið? Enginn treystir sér til að rökstyðja þar með haldbærum rökum. Ef sjóðsstjórnin mundu kanna Kárahnjúkamálið eftir öðrum leiðum, en að lesa skáldsöguna Draumalandið væri niðurstaða þeirra klárlega önnur.
Það hentaði einnig vegar málpípum bankanna á sínum tíma, að benda á Kárahnjúkana, sem sökudólg. Það var einmitt á sama tíma og þeir fóru ránshendi um fjármálaheiminn, ljúgandi og svíkjandi út fé. Samhliða þessum áróðri undirbjuggu þeir hvert skúffufyrirtæki af öðru til að gambla með fé til að geta tekið lán í bönkunum, til þess eins að kaupa í bönkunum sjálfum og hækka verðmæti þeirra. Veðið? Auðvitað hin gulltryggu hlutabréf.
Í Reykjavík var það fjármálasukkið sem hélt uppi þenslunni, ekki þessar skitnu rúmu hundrað milljónir sem fóru í arðbæra starfsemi á Austurlandi. Því er rétt að Reykjavík beri ábyrgð á hruninu og taki á sig þann skaða, sem íbúar borgarinnar komu sér í, ekki við hinir sem borgum okkar skuldir, sem stofnað var til, með veði í fasteign.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 13:13
Er Samfylkingin bæði í stjórn og stjórnarandstöðu?
Þess vegna kemur ekkert á óvart, að fulltrúar Samfylkingarinnar enn tala tungum tveim, einn hópurinn vill sitja sem fastast sem límdir við ráðherrastólana, á meðan hinn tala stöðugt fyrir kosningum.
Samfylkingarmönnum ætti að vera í lófa lagið, að samstilla miðin á kanónum sínum og slíta stjórnarsamstarfinu strax. Núverandi vinnubrögð eru hallærisleg fyrir þingflokkinn og lítilsvirðing við kjósendur. Vonandi muna kjósendur þessi vinnubrögð.
Hverjir eru nú búnir að nappa enn einu sérkenninu, sem var eignað Framsóknarflokknum, - nefnilega já, já, nei, nei stefnunni.
![]() |
Óhjákvæmilegt að kjósa í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 12:57
Er það ekki "68 kynslóðin" sem er orðin geld?
Nú situr þessi sama kynslóð í stólum sínum, bæði með öryggisbelti og axlabönd, og eru svo öruggir með sig, að meðal stór kjarnorkusprengja megnar ekki að skilja þar að stól og mann.
Er ekki rétt að fara að rifja upp gamlar kröfur? Ef til vill eru þær í fullu gildi enn.
Hvað um það, ég held að það sé öllum að verða ljóst, nema þá ríkistjórninni, að ráðherrar sem virðist ekki átta sig á nokkrum sköpuðum hlut lengur og kunna ekki að forgangsraða, eiga að segja af sér, - og það strax!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 13:34
Er hann ekki bara eins og Davíð....,
Hvað hindrar BB í að taka til hendinni í Seðlabankanum einnig??
![]() |
Endurskoðar fjárnámsaðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 18:35
Flokkur sem þorir.
Grasrótin tók hinsvegar völdin af gæðingunum í Framsóknarflokknum, sem héldu að þeir hefðu tökin á þeim bæ. Það er ekki furða þó flokksgæðingar annara flokka fái örlítinn hroll niður hryggjasúluna, því nú er búið að gefa tóninn. Handónýtir flokkseigendur sjá nú fram á erfiða tíð við að svara grasrótinni.
Spurningin til frambjóðenda allra flokka verður:
Hvernig gat þetta farið svona og hvað gerðir þú til að koma í veg fyrir það?
![]() |
Flokknum bjargað, segir Siv |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.1.2009 | 15:31
Framsóknarflokkurinn gefur tóninn...
.....eins og oft áður. Nú meiga flokkseigendur og flokksgæðingar annara flokka fara að vara sig. Nú er hafin nýbylgja endurnýjunar, sem mun fara um alla stjórnmálaflokkana, - og ekki veitir af.
Til hamingju Signundur!
![]() |
Sigmundur kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 14:47
Flokkseigendafélagið að missa tökin?
Þetta er það sem verður flokknum til bjargar, nú er bara að sópa betur út og mublera upp á nýtt.
Til hamingju!
![]() |
Höskuldur og Sigmundur áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 20:18
Hvað með fé til landvarna Íslands...
![]() |
Uppsagnir hjá Gæslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 13:33
Er ekki kominn tími á nýja Unaóshöfn?
Landsvæði er fyrir hendi, og ef eitthvað er að marka náttúrusinna, er búið að eyðileggja Hérðaðið hvort eð er til frambúðar. Er því ekki rétt að þyrma svæðinu við Bakkaflóa og hreinum fjörðum á Vestfjarðakjálkanum.
Á Héraði er til umfram raforka, nægjanlegt undirlendi, byggingarefni á staðnum fyrir höfn og önnur mannvirki og stutt á Drekasvæðið. Alþjóðlegur flugvöllur í rúmlega 40 km fjarlægð.
Hvað vilja menn hafa það betra??
![]() |
Olíuleit á Drekasvæðinu boðin út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 23:56
Er forgangsröðin eitthvað að bögglast.....
...fyrir heilbrigðisráðherranum. Væri ekki rétt að kynna sér starfsemina og koma síðan með tillögu til úrbóta?
Þetta virðist vera sér-Reykvísk vinnubrögð, skera og/eða sameina úti á landsbyggðinni, en "splitta" og/eða byggja upp í Reykjavík.
Dæmi 1. Leggja niður/sameina: Guðlaugur Þór uppfullur af því að sameina. Páll Magnússon hjá Stöð2 leggja niður fréttastofur úti á landi. Sami Páll Magnússon hjá RÚV leggja niður fréttastofur úti á landi, eða a.m.k draga verulega úr starfseminni. Sameina kjördæmi.
Dæmi 2. "Splitta": Skipta Reykjavík í tvö kjördæmi, í stað þess að sameina allt "bixið" frá Kjalanesi vestur fyrir Straumsvík. Skipta lögreglu umdæminu á suðurnesjum upp.
Dæmi 3. Byggja upp: Byggja íbúðar- og atvinnuhúsnæði fyrir borgarbúa 20 ár fram í tímann.
![]() |
Heimsótti sjúkrahúsið á Sauðárkróki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)