Ætlar siðleysið engan endi að taka?

Eru bankamenn allir jafn siðblindir?  Þetta er að verða nokkurð skondið, hver bankastofnunin af annarri er mönnuð einstaklingum, sem hugsa um það eitt að bjarga eigin brókum. 

Fyrst fjárfesta þeir þar sem við hin vitum ekki hvar er hagstæðast að fjárfesta og síðan þegar hrunið er þessum mönnum ljóst, hlaupa þeir til og bjarga eigin skinni.

Ef þetta fólk hefði staðið í brúnni og stýrt Titanic, hefðu það verið fyst í bátana.  Þvílíkur siðferðisbrestur.  Fyrir hvað var verið að borga þessu fólki??


mbl.is Stjórnarmenn í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðþrengd umhverfiskona

Umverfisráðherra var í RÚV-aust í gær og upplýsiti enn eina ferðina hversu þrönga sýn hún hefur á verkefni líðandi stundar og umhvefislepparnir, sem hún hefur við augun, þrengdu sjóndeildarhringinn eins og vanalega.  Þannig var henni ekki ljóst hvað hafði áunnist hér eystra við virkjun og álver. 

Í svo stóru verkefni, er ekki hægt að sjá allt fyrir, og fráleitt er að halda því fram að verkefnið hafi ekki bjargað fjórðungnum frá því að blæða út.  Í aðdraganda þessa stóra verkefnis fjölgaði fólk ekki eins og ítrustu áætlanir gerður ráð fyrir.  En þar kemur eitt og annað til sem ekki var fyrir séð, en ráðherra kýs að nefna ekki. Eða það sem verra er, að hún kýs að vera enn í skotgröfum Vinstri Grænna gegn atvinnuuppbyggingu í landinu.  Hugsanlega hefur hún ekki haft dug í sér að kafa ofan í málefnin, áður hún kemur fram og opinberar fávisku sína á mannlífinu á Mið-Austurlandi. 

Þar er hægt að nefna að sjávarafli minnkaði verulega milli ára við upphaf framkvæmda á Austurlandi. Núna er glímt við mesta efnahagshrun heimsins, eru menn þar af leiðandi í atthagfjötrum og geta ekki flutt austur, - líka þeir sem búa í Reykjavík og vildu gjarnan flytja. Eignir seljast ekki.  Eitthvað sem hefur greinilega farið fram hjá ráðherranum??

Annað, sem ekki var nægjanlega vitað, hvað mundi losna mikið af eldra húsnæði á svæðinu við verkefnið.  Það húsnæði losnaði í meira mæli en reiknað var með, og eldri borgarar á Austurlandi nýttu tækifærið með hækkandi fasteignaverði og minnkuðu við sig og/eða seldu til þess að flytjast búferlun og vera nær sínu fólki utan fjórðungs.

Furðulegt er einnig að hlusta á umhverfisráðherrann tala um að jaðarsvæðunum hefði blætt fyrir þessa framkvæmd.  Hvernig ætlar þessi ágæti ráðherra þá að skýra fólksflutninga til Hafnar í Hornafirði?

Oftast gerir maður kröfu til þess að ráðamenn þjóðarinnar fjalli um hlutina á þann veg, að það líti a.m.k. þannig út að þeir viti um hvað þeir eru að fjalla.  Í þessu tilfelli gerir maður ekki kröfu til þess.  Rétt er þó í litlu, að andmæla hluta af þeim ambögum sem komu fram í svæðisútvarpinu úr munni aðþrengdum ráðherra umhverfismála.

 

 

 


Þurfum við Seðlabanka....

....á meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er með land okkar og þjóð í þessari þumalskrúfu?  Getum við ekki sparað okkur stórfé, þar sem AGS vill hvort eð er öllu ráða?

Mér dettur í hug Vatikanið og klerkastéttin fyrr á öldum, þegar AGS er annarsvegar og með þessar þvingunaraðgerðir gegn réttkjörnum stjórnvöldum, atvinnulífi og heimilum á Íslandi.
mbl.is Þarf að hugsa málið upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfileg staða.

Ömulegt ef KHB lokar, sem hefur verið kjölfestan í atvinnulífi á mið-Austurlandi í eina öld og með stærstu verslunina á Austurlandi. 

Getur verið að ekkert sé hægt að gera til þess að bjarga þessum rekstri.  Tveir milljarðar eru litlir peningar þegar maður verður vitni að því, að um og yfir 100 milljarða tapast nær vikulega í fyrirtækjarekstri í Reykjavík, en samt halda áfram.  Enhver er til í að lána áfram.

Er það ef til vill fjarlægðin frá höfuðstaðnum, sem gerir stjórnendur lánastofnana minna áhugasama við að bjarga fyrirtækjum?? 
mbl.is Kaupfélag Héraðsbúa í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytt skipulag SÍ, eins og Björn Bjarnason...

...gerði á embætti sýslumanns á Suðurnesjum.  Voru það skipulagsbreyting til bóta, eða var það eingöngu verkefni til að koma einum embættismanni frá??  Hvar var réttlætiskennd sjálfstæðismanna þá??

Ljóst er að samfélagið kallar á breytingar í Seðlabanka Íslands.  Sjálfstæðismenn skilja það hins vegar ekki, enda er flokkurinn í herkví Davíðs.  Ekkert hægt að gera án hans samþykkis, ella hótar hann öllu illu.

Sjálfstæðisflokkurinn er eins og öfgatrúfélag, þar sem einn maður stjórnar öllu og hjörðin fylgir dofin með.



mbl.is Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá yðar sem syndlaus er...

Gaman að verða vitni að þessari fyrringu sem hefur heltekið Sjálfstæðisflokkinn og skekur hann stafna á milli.  Flokkurinn viðrðist ekki með nokkru móti skilja orðið "Lýðræði".

Hvenær hefur Sjálfstæðisflokkurinn gengið í fylkingabrjósti og barist gegn pólitískum hreinsunum? 

Jú, - núna þegar þeir eru að missa völdin!!

mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ríkisstjórnin komin í líknandi meðferð?

Dagar þessarar ríkisstjórnar virðast nú senn taldir. 

Það kemur á óvart að Geir H Haard skuli ekki merkja dvínandi lísfkraftinn.


Að ríkja í skjóli lögreglu.

Það er eins gott að Ísland er ekki með her, þá væri hætta á því að einhver ráðherrann misbeittu valdi sínu enn frekar og sæti eins lengi og honum sýndist.

Það hlítur að vera aumt hlutskipti ráðherra, að vera búinn að koma sér það illa meðal íbúa landsins, að geta ekki farið milli húsa nema í lögreglufylgd. 

Er hægt að sökkva dýpra í huga þjóðarsálarinnar???
mbl.is Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Björgvin G. ennþá í ríkisstjórninni??

Hvar er Björgvin G. Sigurðsson??

Var hann ekki eitthvað viðriðin viðskiptamál Íslands og útrásina?? 

Er hann ekki lengur í ríkisstjórn Geirs H Haarde?? 

Geta ráðherrar Samfylkingarinnar verið endalaust af bæ í þessu árferði??





mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir hrökk upp af værum svefni...

...vegna óspekta utan við Alþingishúsið. 

Fyrst hann er vaknaður á annað borð, getur hann alveg eins kíkt á efnahagsástandið, - dagurinn er hvort eð er ónýtur hjá honum úr þessu.
mbl.is Rætt um efnahagsmál á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband