Latur að blogga í "góðærinu".

Hvernig getur maður verið latur að blogga í þessu "góðæri" í bloggheimi.  Svona er þetta nú bara.  Maður verður hálf dasaður á því að hafa skoðun á því ástandi sem skekið hefur land og þjóð síðustu vikur og mánuði.  Þess vegna vefst manni tunga um tönn, eða ef til vill enn frekar,  fingur um lyklaborð.

Eitt gleður mig þó, ástandið getur varla vesnað úr þessu.

Nú er komið nýtt ár og óska ég öllum velfarnaðar á því ári, - í blíðu og stríðu.  Þó ástandið geti vart vesnað, er ljóst að einhver tími muni líða þar til það fari að skána.  Því verða menn að þreyja þorrann, sennilega út þetta ár og herða sultarólarnar.  Það er ábyggilega mun auðveldara fyrir þá sem hafa 150 - 200 þús á mánuði, en þá sem eru með meira en milljón á mánuðu, svo ekki sé talað um tvær.  Þeir bera líka svo mikla ábyrgð eins og bankastjórarnir gerðu, - þið munið.

Annað gleður mig einnig svolítið.  Það var þegar einhverjir bankamenn höfðu fyrir því að setja sig í samband við mig (fyrir hrunið mikla) og vildu ásælast mínar fáu krónur og vildu ávaxta þær.  Þar sem ég er eldri en tvæ vetur, sagði ég þeim það umbúalaust, að þegar bankinn hefði fyrir því að hringja í mig og bjóða mér "díl", vissi ég að eitthvað óhreint væri í pokahorninu.  Ég sagðist ekki vita hvernig þeir ætluðu að plata mig og mér væri einnig slétt sama um það, - ég tæki hinsvegar ekki þátt í þeim "monkey bisness".

Ég sá við þeim, þó ég sé ekkert fjármála-"séní".  Þess vegna á ég ennþá þessar fáu krónur í bankanum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband