Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum.

Margir, sem eru að tjá sig um álver og stóriðju á Íslandi sjá hlutina oft sem annað hvort eða.  Það er, ef byggð er stóriðja og raforkuver, er ekki hægt að vera með ferðaþjónustu né þekkingariðnað.  Þetta er náttúrulega argasta bull.  Ómar Ragnarsson fer mikinn í að tala um "finnsku leiðina", til lausnar á kreppu sem við erum í nú og fjallar um þessi mál bæði á bloggi sínu og Morgunblaðinu m.a. á eftirfarandi hátt.

"Þegar ég hóf að ræða opinberlega það sem kalla mátti "finnsku leiðina" átti ég við þá hlið endurreisnarinnar eftir kreppuna í Finnlandi sem laut að því að hætta við stórvirkjun og stóriðju og einbeita kröftunum að þekkingariðnaði og ferðaþjónustu."

Það er ef til vill rétt að hafa það í huga, að stór hluti Finnlands er mjög illa fallin til virkjana vegna þess hve landið er flatt.  Margar vatnsaflsvirkjanir eru þó á þeim stöðum sem henta til slíks og m.a. í miðbæ Tammerfors (Tampere) og fleiri borgum stórum og smáum.  Þar var í upphafi aflið nýtt til að framleiða orku til að knýja verksmiðjur sem unnu úr timbri og/eða járni. 

Frægt dæmi er Fiskars, sem hófu starfsemi við að grafa járn úr jörðu og bræða til þess að framleiða landbúnaðartæki s.s. plóga og hefri.  Síðar framleiddu þeir sagir og axir til skógarhöggs og nú eru þeir frægastir fyrir bitjárn ýmiskonar s.s. hnífa, skæri og axir, svo eitthvað sé nefnt.  Fyrirtækið á dótturfyrirtæki sem framleiðir vinsæla smábáta, - úr áli.

Nokia byrjað í trjáiðnaði og notaði vatnsaflið til að vinna úr timbri.  Fjótlega fóru þeir í gúmmígeirann og fræð eru stígvélin þeirra.  Plastið var einnig á vegi þeirra og um tíma framleiddu þeir ýmiskonar varning úr plasti, sem varð svo kveikjan að kapalverksmiðju þeirra við að plasthúða koparvír.  Þá kom tímabil rafeindatækni og þeir fóru að framleiða sjónvörp. 

Símar Nokia komu til sögunnar löngu áður en Sovétríkin féllu, sem hafði gríðarleg áhrif á allt líf í Finnlandi og það sér í raun ekki fyrir endann á því enn.  Því er og verður eflaust aldrei svarað, hvort þróun og framleiðsla GSM síma Nokia hefði ekki komið til, þrátt fyrir fall Sovét.

Til að framleiða raforku í Finnlandi eru a.m.k. fimm kjarnorkuver til að sjá ört vaxandi iðn- og tækniríki fyrir raforku og auk þess er í Ingå (Inkoo) stórt kolaraforkuver, sem brennir 180.000 tonnum á sólahring þegar kaldast er og framleiðir 250-300 MW og er áformað að loka því 2016.  Þá þarf að finna nýa leið til að framleiða rafmagn, þá kemur til greina að byggja enn eitt kjarnorkuverið. 

http://www.yle.fi/svenska/nyheter/sok.php?id=141007&lookfor=&sokvariant=arkivet&advanced=yes&antal=10

Raforkuverið í Ingå er um 50 km í loftlínu frá miðborg Helsingfors.  Þegar ég hef verið að fljúga með finnskan mág minn um hálendi Íslands að vetri til, dáist hann af hvíta snjónum sem við höfum hér.  Hann býr í um 10 km fjarlægð frá Ingå og þar er snjórinn alltaf grár af kolasallanum, - aldrei hvítur. 

Sama sinnis er finnskur kunningi minn úr ferðagerianum.  Báðir öfunda okkur mikið af hreina loftinu, hvíta snjónum og vatnsaflsstöðvunum sem við höfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Getur það verið Pelli að þú sért fróðari um Finnland en sjálfur Ómar Ragnarsson?

Góður pistill.

Magnús Sigurðsson, 15.11.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Magnús, ....maður er nú ekki finni aðra röndina fyrir ekki neitt.....

Þakka "kommentið".

Benedikt V. Warén, 16.11.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband