Tekjur af upprunavottorði endi í heimabyggð orkuuppsprettunnar

Sala á einskonar “aflátsbréfum” vegna hreinleika raforku er talin réttlætanlegt vegna samþykkta ESB og felst í að selja eitthvað óskilgreint, einhver gæði, sem einhver getur rukkað annan um til að sá sem kaupir geti flaggað betri ímynd í sínum rekstri.  Fyrr á öldum gátu menn greitt sig frá glæpum sínum á svipaðan hátt.  Sá gjörningur var að sjálfsögðu, - gegn hóflegu gjaldi.

Það virðist ekki alveg ljóst hverjir mega selja þessi vottorð, hverjum né fyrir hve háa upphæð.  Þetta lítur út fyrir að vera á pari við píramitasvindl.  Einhver græðir á einhverju, sem virðist óljóst og stingur í eigin vasa án þess að gera nokkra grein fyrir upphæðinni.  Óljóst er um hve háar upphæðir er að ræða en Orkustofnun sér um að „fylgjast“ með þessum viðskiptum.

Sé þetta talinn eðlilegur viðskiptamáti ættu tekjur fyrir þessi upprunavottorð með réttu að renna í það sveitarfélagi þar sem vatnið er tekið til að framleiða orkuna.  Það er hin eina rétta útfærsla á að rukka fyrir þá hreinu orku, sem verðskuldar að hljóta slíka vottun. Óumdeilt er að vatnið, sem safnað er í uppistöðulón í sveitarfélagi, er upphafspunktur frá framleiðslu til neytenda og því með réttu upphafið á löngu ferli og því er erfitt að véfenga rétt sveitarfélags til að fá greitt fyrir upprunavottorð á hreinni Íslenskri orkuafurð.

Sé orkufyrirtæki að selja orku án þess að innheimta þetta gjald, skal það samt sem áður standa skil á gjaldi fyrir upprunavottorð, enda er það gjald óháð því hvað orkufyrirtækið fær fyrir orkusölu til neytenda.  Hreinleiki orkunnar er sá sami hvort greitt er fyrir hana eða ekki og hæpið að mismuna kaupendum vegna þess.

Breyta þarf landslögum þannig að greiðsla fyrir upprunavottorð endi í því sveitarfélagi, sem sannanlega leggur til land undir uppistöðulón og er upphafsstaður í orkuvinnslunni.  Þessi greiðsla orkufyrirtækja skal að sjálfsögðu vera, - gegn hóflegu gjaldi.


Benedikt V Warén

Skipar 11. sæti Miðflokksins í Múlaþingi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband