001 Hin gáttin til Íslands er AUSTURLAND.

Egilsstaðaflugvöllur.

Undanfarnar vikur hefur í fjölmiðlum verið nokkur umræða um þá áherslu samgöngu-ráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um varaflugvallarmál og þann þunga sem hann leggur á endurbætur Egilsstaðaflugvallar.

Þegar endurbyggður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun 23.9.1993 hafði staðið nokkur styr um þá ákvörðun, en eftir ýtarlega úttekt sérfræðinga, hafði það flugvallarstæði allnokkra yfirburði í samantektinni og réð það ákvörðun ríkisstjórnarinnar um framhaldið.  Veðurfarslega og landfræðilega kom Egilsstaðaflugvöllur vel út úr samanburði og þar að auki var aðflug að flugvellinum gott og vaxandi umferð um hann.

Fjórir flugvellir voru í framboði til varaflugvallar. Staða hinna þriggja er í dag þannig; - að ekkert áætlunarflug er á Sauðárkrók, stopult flug var til Húsavíkur þar til flugfélagið Ernir tóku við keflinu með áætlaðar átta ferðir í viku 2020.  Síðast en ekki síst, hefur þurft að leggja mikla fjármuni til að lengja flugbraut og bæta verulega aðflugsbúnað fyrir millilandaflug til Akureyrar.

Nokkurs titrings hefur gætt vegna þessarar skoðunar samgönguráðherra og hefur hann í því máli haft vindinn i fangið.

Öflugar flugbrautir

Til að vera í stakk búinn að taka við auknu flugi inn á flugvöllinn, þarf að gera eina braut þannig úr garði að hún geti þjónað öllum flugvélum sem nýta sér Keflavíkurflugvöll.  Það táknar að aðalbrautin á Egilsstaðaflugvelli þarf að vera 2700x60m (nr. 3 á korti) að stærð.  Jafnframt þarf að leggja nýja braut 2000x45m (nr. 1 á korti) sem hefur stefnu inn Eyvindardal, þar sem vindur úr þeirri áttinni veldur af og til erfiðleikum við að nýta flugvöllinn.  Þar að auki er rétt að leggja neyðarbraut 900x30m (nr. 2 á korti), sem liggja mun sem næst austur-vestur.  Byggja þarf nýjan flugturn, vélageymslu og slökkvistöð (nr. 5 á korti) og stórt flughlað (nr. 6 á korti).

Meðfylgjandi er skrá sem sýnir kort af nýrri útfærslu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hvað getur þú tekið á móti mörgum flugvélum af stærstu gerð á flugvöllinn í einu.

Þakka þér fyrir þennann fróðleik.

Egilsstaðir, 25.03.2020  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 25.3.2020 kl. 20:45

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Jónas.  Eins og er eru stæði fyrir fimm vélar með góðu móti, í neyð mætti allt að tvöfalda þá tölu, en þá verður vellinum lokað vegna þess að síðasta vél verður að standa á flugbrautinni og verður að fara fyrst er ástand lagast.  Jafnframt er vandamál við seinni kostinn, að vélum þarf að raða þéttar og verða þar af leiðandi þá að fara í fyrirfram gefinni röð.

Benedikt V. Warén, 26.3.2020 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband