Hættið þessu bulli

Hvað þarf til að koma vitinu fyrir ráðamenn flugmála?

Er ekki komið nóg af fáráðsgangi?

Er náttúran sjálf ekki búin að sýna fram á að ekkert vit er í að leggja flugbraut þarna?

Hver er rýmingaáætlun Reykjavíkur þegar fer að gjósa á Reykjanesi?

 


mbl.is Setja 200 milljónir í rannsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvernig hyggjast viðbragðsaðilar að rýma Reykjavík?

Hvar er áhættumat Reykjavíkur aðgengilegt almenningi?

Benedikt V. Warén, 8.2.2020 kl. 12:00

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvernig og hvaða leiðir taka við slíkum fjölda við rýmingu?

Á að nýta höfnina?

Hvernig verður það skipulagt hverjir fara þangað?

Benedikt V. Warén, 8.2.2020 kl. 12:04

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvernig verður rýmingu með flugi háttað um Reykjavíkurflugvöll?

Hvert á flóttafólkið að fara?

Hvar verður sjúkum og slösuðum veitt læknishjálp?

Benedikt V. Warén, 8.2.2020 kl. 12:07

4 identicon

Hjartanlega sammála og tek undir allar þínar spurningar. Það er alveg með ólíkindum, hvernig þetta fólk hugsar - ef það hugsar þá nokkuð yfirleitt. Þetta virðist allt saman vera bæði heyrnarlaust og sjónlaust og kjósa að vera það, og hirða heldur ekki um þá miklu áhættu, sem í þessu flani felst. Nóg er nú, að Dagur og kó séu með þetta rugl á heilanum, en að Sigurður Ingi skuli taka undir með þeim vekur undrun mína, og ég skil ekkert í manninum. Reykjavíkurflugvöllur er búinn að vera, þar sem hann er, í heil 75 ár, og ég er ein þeirra, sem vil hafa hann áfram, þar sem hann er. Þannig þjónar hann okkur öllum best. Það er alltaf verið að þvæla um, að það sé alltof ónæðissamt að hafa hann í Vatnsmýrinni. Ekki er mér ónæði af honum og hefur aldrei verið. Ég bý hér í Vesturbænum, og finnst engin truflun vera af honum. Þegar ég var í háskólanum, þá varð ég ekki vör við, að neinum þætti ónæði eða truflun af honum, mér ekki heldur, enda má segja hið fornkveðna, að öllu megi venjast, svo gott þyki. Ég skil ekki þetta röfl og væl í þessu fólki, sem vill hann í burtu fyrir hvern mun, og ekki vildi ég búa í þeim húsum, sem eiga að koma í staðinn, eins og rakinn verður mikill í þeim. Svo er verið að reyna að koma upp friðlandi fugla þarna í mýrinni. Það verður nú varla hægt, ef flugvöllurinn á að fara og íbúðabyggð koma í staðinn. Það segir sig sjálft. Þetta er hreinasta firra og vitleysa, og ég skil ekki þessa áráttu Dags og kó. Ég get ekki sagt annað. Mál er að linni.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2020 kl. 13:05

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þakka innlitið Guðbjörg Snót.

Spurningin er:

Á Alþingi ekki að setja lög sem banna allar frekari byggingar í Reykjavík, þar til búið er að finna ásættanlega leið til að rýma borgina þegar til hamfara kemur.

Benedikt V. Warén, 9.2.2020 kl. 20:41

6 identicon

Alveg rétt, en hætt er við, að þessir krakkar, sem eru inná Alþingi skilji ekki alvöru málsins. Áður en byrjað var á þessarri hótelbyggingu alveg ofan í Alþingishúsinu, voru mikil mótmæli gegn því af Alþingis hálfu, en nú heyrist ekki hljóð úr því horni, og allir virðast sáttir með þetta. Ég er alveg sannfærð um það, að það mun ekkert vera talað um þessi mál, hvað borgina varðar og þær hættur, sem við búum við, fyrr en á tólfta tímanum. Svona er þetta unga fólk í dag. - Annars ætti ég nú að kynna mig aðeins nánar, þar sem ég les alltaf, það sem þið Austfirðingarnir skrifa, vegna þess að ég er sjálf hálfur Austfirðingur. Móðurafi minn, Guðmundur Bjarnason, sem fæddist í Borgarfirði eystri, var kaupfélagsstjóri og bóksali á Seyðisfirði á þriðja áratug síðustu aldar, og móðir mín, Jóhanna, er fædd og uppalin á Seyðisfirði. Móðuramma mín og nafna, Guðbjörg Guðmundsdóttir, var fædd á Hreimsstöðum, og alin upp á Bóndastöðum. Ólöf, systir hennar, var húsfreyja á Hjartarstöðum, þar sem sonarsonur hennar býr núna, en Guðmundur Magnússon, sonur hennar bjó þarna á Egilsstöðum og var lengi sveitastjóri þar. Ég er því næsta viss um, að þú kannast við ættingja mína þarna eystra.

 En það verður að vona, að við hérna í borginni fáum eitthvað gáfulegri manneskju í borgarstjórnarstólinn heldur en þennan Dag. Hann virðist vera algerlega úti á engjum varðandi þessi borgarmál öll, og ekki eru þau hin skárri, verð ég að segja. Ég vildi nú líka sjá gáfulegri ráðherra í mörgum stöðum, og líst ekki nógu vel á dómsmálaráðherrann, og trúi henni ekki til stórra verka í þessum málum öllum, og hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með Sigurð Inga, hvað þessi mál öll snertir, þó að hann hafi að vísu sagt, að Reykjavíkurflugvöllur muni verða á sínum stað, þangað til fundinn verður annar betri staður fyrir hann, þótt mér finnist hæpið, að betri staðsetningu sé hægt að finna fyrir flugvöllinn. Við Vesturbæingar erum líka orðin svo vön honum þar, sem hann er núna, og finnst ekkert koma annað til greina, en að hann verði þar, sem hann er og hefur alltaf verið, og það um aldir. Betur væri, að fleiri sæju ljósið í þeim efnum heldur en við. Ég get ekki sagt annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2020 kl. 20:03

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæl Guðbjörg Snót

Vissulega þekki ég marga ættingja þína þá Guðmund, Steinþór og Sigurð og afkomendur þeirra enda ættaður í nærumhverfi þeirra og búinn að búa hér nær allan minn aldur.  Þeir áttu einhver fleiri systkin, sem ég þekki ekki.

Sammála þinni færslu að öllu leyti.  Kveðja að austan.

Benedikt V. Warén, 11.2.2020 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband