Austurland afgangsstærð í heilbrigðismálum

Vegna ítrekaðra frétta um vandamál Landspítalans er full ástaða að velta öðrum lausnum fyrir okkur þannig að við íbúar Austurlands geti búið við það öryggi í heilbrigðismálum, sem við höfum fortaklausan rétt á.

Nú ríkir nánast stríðsástand milli Landspítala og stjórnvalda er málið því brýnna en ella.  Óviðunandi er að búa við þann djúpstæða ágreining sem einkennir samstarf fjárveitingavaldsins og spítalans og þær „pillur“ sem eru sendar sitt á hvað, beggja megin víglínunnar.

Ekki bætir úr skák, að borgarstjórinn í Reykjavík hefur í stöðugum hótunum um að leggja af Reykjavíkurflugvöll, sem er anddyri Austurlands að Landspítala ríkisins.   Engin önnur rök eru gild í því máli, að mati borgarstjóra, nema hans eigin.

Mikið óveður sunnan lands hefur sett mark sitt á alla umræðu um farþega um Reykjanesbrautina, en þar mynduðust langar laðir bifreiða sem komust hvorki lönd né strönd.  Svo bágt var ástandið, að sjúkrabíll frá Keflavík komst ekki leiðar sinnar í neyðarakstri og var s.k.v. fréttum um þrjátíu mínútur á leiðinni að sinna einstaklingi í hjartastoppi.  Annað dæmi um sama leiti vegna alvarlegs slyss að miklar tafir urðu á Reykjanesbrautinni.  Slíkt ástand er gjörsamlega óviðunandi.

Þegar svo jörðin fer að skjálfa á Reykjanesi, eldfjallaaskan byrgir sýn og hraun fer að fljóta, munu þeir sem þar búa eiga fullt með sig sjálfa við að rýma svæðið og bjarga sér og sínum.

Því er rétt að ráðamenn á Austurlandi velti fyrir sér öðrum lausnum í heilbrigðismálum og er vá knýr dyra hjá þeim.

Á hraðfleygri flugvél er hægt að komast til Bergen á innan við einum og hálfum tíma og við bætist um fimmtán mínútur við akstur milli flugvallar og sjúkrahúss.  Það er u.m.b. sami tíminn og má búast við að koma sjúklingi í bráðaaðgerð, ef notast þarf við Keflavíkurflugvöll og Reykjanesbrautina, - við bestu skilyrði.

Það er ljóst að Austfirðingar fá ekki nútímalegt sjúkrahús, vegna hreðjataks EXCEL sérfræðinga á ráðamönnum þjóðarinnar um að koma öllu fyrir í nafni hagkvæmni stærðarinnar á einn stað. 

Austfirðingar verða því sjálfir að taka heilbrigðismál fjórðungsins í sínar hendur og leysa þau á þann hátt að sómi sé að og kannaðir verði í fullri alvöru, möguleikarnir á því að ná samningum við Haukeland háskólasjúkrahúsið í Bergen, um að sinna bráðaþjónustu við íbúa Austurlands.

   

 


mbl.is „Óstarfhæft sjúkrahús fyrir bráðveika“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband